Hættulegur leiðari Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir skrifar 16. maí 2018 07:00 Í leiðara Fréttablaðsins á uppstigningardag fjallar Kolbrún Bergþórsdóttir um „öfgaöfl“ sem hafi hreiðrað um sig í íslensku samfélagi. Ekki sé öllum jafn vel við að þeir búi í fjölmenningarsamfélagi. Það sé „nöturleg staðreynd“ að fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar hafi tveir borgarfulltrúar náð inn með málflutningi sem hafi „beinst gegn múslimum“. Brýnir Kolbrún fyrir frambjóðendum að taka stöðu með „mannúðinni“. Fagna beri nýjum íbúum, en ekki óttast þá.Varað við öfgaöflum Ummælin sem Kolbrún telur beinast gegn múslimum voru höfð eftir mér í blaðaviðtali 23. maí 2014. Í viðtalinu kvað ég rétt að afturkalla úthlutun Reykjavíkurborgar á lóð undir mosku í Sogamýri. Í því sambandi vitnaði ég til Sádi-Arabíu og var haft eftir mér: „Það myndu koma peningar að utan ef moska yrði byggð hérna. Ekki spurning. Þeir byrja að streyma inn um leið [og] leyfið fyrir moskunni fæst.“ Með þessu vísaði ég til hins alkunna, að Sádi-Arabar hafa verið öðrum þjóðum duglegri að styrkja byggingu moska í Evrópuríkjum þar sem breidd er út öfgakennd útgáfa af íslamstrú. Flestir skildu orð mín sem varnaðarorð. Varnaðarorð sem í ljós kom að voru á rökum reist. Ég hafði ekki verið nema örfáa mánuði í borgarstjórn þegar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, greindi frá því að sendiherra Sádi-Araba hefði tjáð honum að Sádi-Arabar hygðust leggja fé til byggingar mosku í Reykjavík. Kvaðst forsetinn hafa orðið „hissa og svo lamaður“ og brýndi fyrir Íslendingum að vakna til vitundar um vandann sem fylgdi öfgafullri íslamstrú. Hafi Kolbrún talið að ég væri einangruð með forsetanum í afstöðu minni ætti hún að fylgjast betur með, því Sádi-Aröbum er í evrópskum fjölmiðlum lýst sem útflytjendum öfgakenndrar útgáfu af íslamstrú. Í leiðara Kolbrúnar virðist því sem tilgangurinn helgi meðalið. Annað er ekki hægt að segja þegar fundið er að því að varað sé við uppgangi erlendra öfgaafla sem sækja hingað. Trúarleiðtoginn Es Satty Að undanförnu hefur Evrópa kynnst öfgaöflum sem oftar en ekki eru fóstruð í moskum víðs vegar um álfuna. Síðasta sumar var Kolbrún ein þeirra sem leitaði skjóls í verslun í Barcelona þegar íslamistar óku sendiferðabíl á fótgangendur með þeim afleiðingum að 13 létust og 130 slösuðust. Í ljós kom að höfuðpaurinn, Marokkómaðurinn Abdelbaki Es Satty, hafði gerst trúarleiðtogi í mosku á Spáni þar sem hann heilaþvoði trúbræður sína. Þannig þakkaði hann Spánverjum fyrir að samþykkja hælisumsókn sína. Almenningur gerir sér grein fyrir hættunni sem fylgir mönnum eins og Es Satty. Kolbrún blandar þeirri hættu hins vegar saman við það sem hún kallar „þróunina“ í átt til fjölmenningarsamfélags. Takmarkalaus mannúð Krafan um takmarkalausa „mannúð“ í málefnum hælisleitenda felur í raun í sér kröfu um landamæralaust Ísland. Reynslan hefur hins vegar sýnt okkur að landamæralaus Evrópa er öryggislaus Evrópa. Þrátt fyrir stórauknar fjárveitingar til löggæsluyfirvalda í evrópskum samfélögum hefur komið í ljós að almenningur treystir ekki yfirvöldum til að mæta hryðjuverkaógninni. Ég velti því þess vegna fyrir mér hvort kjósendur þeirra frambjóðenda sem boða takmarkalausa mannúð vilji virkilega sjá hér þungvopnaða lögreglumenn á götum úti. Ég hef ekki áhuga á að búa í slíku samfélagi og efast um að kjósendur geri það. Slík samfélög öryggisleysis eru hins vegar nöturleg staðreynd í þeim Evrópuríkjum hvar stjórnmálamenn hafa sýnt takmarkalausa „mannúð“. Í mínum huga er það þá mannúð stjórnmálamanna á kostnað öryggisleysis almennings. Öryggið fæst a.m.k. ekki með því að stjórnmálaleiðtogar gangi saman fylktu liði í nafni frelsis og mannúðar. Mér líkar þess vegna ekki leiðari Kolbrúnar. Skal ósagt hvort hann helgast af skilningsleysi eða því að leiðarahöfundurinn sé einfaldlega eins og stjórnmálamennirnir sem skortir kjark til að segja það sem almenningur vonast til að heyra. Mannúð felst líka í því að huga að börnum, öryrkjum, öldruðum og öðrum sem þurfa á stuðningi okkar að halda.Höfundur er oddviti Borgarinnar okkar – Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Sjá meira
Í leiðara Fréttablaðsins á uppstigningardag fjallar Kolbrún Bergþórsdóttir um „öfgaöfl“ sem hafi hreiðrað um sig í íslensku samfélagi. Ekki sé öllum jafn vel við að þeir búi í fjölmenningarsamfélagi. Það sé „nöturleg staðreynd“ að fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar hafi tveir borgarfulltrúar náð inn með málflutningi sem hafi „beinst gegn múslimum“. Brýnir Kolbrún fyrir frambjóðendum að taka stöðu með „mannúðinni“. Fagna beri nýjum íbúum, en ekki óttast þá.Varað við öfgaöflum Ummælin sem Kolbrún telur beinast gegn múslimum voru höfð eftir mér í blaðaviðtali 23. maí 2014. Í viðtalinu kvað ég rétt að afturkalla úthlutun Reykjavíkurborgar á lóð undir mosku í Sogamýri. Í því sambandi vitnaði ég til Sádi-Arabíu og var haft eftir mér: „Það myndu koma peningar að utan ef moska yrði byggð hérna. Ekki spurning. Þeir byrja að streyma inn um leið [og] leyfið fyrir moskunni fæst.“ Með þessu vísaði ég til hins alkunna, að Sádi-Arabar hafa verið öðrum þjóðum duglegri að styrkja byggingu moska í Evrópuríkjum þar sem breidd er út öfgakennd útgáfa af íslamstrú. Flestir skildu orð mín sem varnaðarorð. Varnaðarorð sem í ljós kom að voru á rökum reist. Ég hafði ekki verið nema örfáa mánuði í borgarstjórn þegar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, greindi frá því að sendiherra Sádi-Araba hefði tjáð honum að Sádi-Arabar hygðust leggja fé til byggingar mosku í Reykjavík. Kvaðst forsetinn hafa orðið „hissa og svo lamaður“ og brýndi fyrir Íslendingum að vakna til vitundar um vandann sem fylgdi öfgafullri íslamstrú. Hafi Kolbrún talið að ég væri einangruð með forsetanum í afstöðu minni ætti hún að fylgjast betur með, því Sádi-Aröbum er í evrópskum fjölmiðlum lýst sem útflytjendum öfgakenndrar útgáfu af íslamstrú. Í leiðara Kolbrúnar virðist því sem tilgangurinn helgi meðalið. Annað er ekki hægt að segja þegar fundið er að því að varað sé við uppgangi erlendra öfgaafla sem sækja hingað. Trúarleiðtoginn Es Satty Að undanförnu hefur Evrópa kynnst öfgaöflum sem oftar en ekki eru fóstruð í moskum víðs vegar um álfuna. Síðasta sumar var Kolbrún ein þeirra sem leitaði skjóls í verslun í Barcelona þegar íslamistar óku sendiferðabíl á fótgangendur með þeim afleiðingum að 13 létust og 130 slösuðust. Í ljós kom að höfuðpaurinn, Marokkómaðurinn Abdelbaki Es Satty, hafði gerst trúarleiðtogi í mosku á Spáni þar sem hann heilaþvoði trúbræður sína. Þannig þakkaði hann Spánverjum fyrir að samþykkja hælisumsókn sína. Almenningur gerir sér grein fyrir hættunni sem fylgir mönnum eins og Es Satty. Kolbrún blandar þeirri hættu hins vegar saman við það sem hún kallar „þróunina“ í átt til fjölmenningarsamfélags. Takmarkalaus mannúð Krafan um takmarkalausa „mannúð“ í málefnum hælisleitenda felur í raun í sér kröfu um landamæralaust Ísland. Reynslan hefur hins vegar sýnt okkur að landamæralaus Evrópa er öryggislaus Evrópa. Þrátt fyrir stórauknar fjárveitingar til löggæsluyfirvalda í evrópskum samfélögum hefur komið í ljós að almenningur treystir ekki yfirvöldum til að mæta hryðjuverkaógninni. Ég velti því þess vegna fyrir mér hvort kjósendur þeirra frambjóðenda sem boða takmarkalausa mannúð vilji virkilega sjá hér þungvopnaða lögreglumenn á götum úti. Ég hef ekki áhuga á að búa í slíku samfélagi og efast um að kjósendur geri það. Slík samfélög öryggisleysis eru hins vegar nöturleg staðreynd í þeim Evrópuríkjum hvar stjórnmálamenn hafa sýnt takmarkalausa „mannúð“. Í mínum huga er það þá mannúð stjórnmálamanna á kostnað öryggisleysis almennings. Öryggið fæst a.m.k. ekki með því að stjórnmálaleiðtogar gangi saman fylktu liði í nafni frelsis og mannúðar. Mér líkar þess vegna ekki leiðari Kolbrúnar. Skal ósagt hvort hann helgast af skilningsleysi eða því að leiðarahöfundurinn sé einfaldlega eins og stjórnmálamennirnir sem skortir kjark til að segja það sem almenningur vonast til að heyra. Mannúð felst líka í því að huga að börnum, öryrkjum, öldruðum og öðrum sem þurfa á stuðningi okkar að halda.Höfundur er oddviti Borgarinnar okkar – Reykjavík
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun