Þéttari borg Kristinn Ingi Jónsson skrifar 17. maí 2018 07:00 Spurn eftir litlum íbúðum miðsvæðis í Reykjavík hefur farið hratt vaxandi og er langtum meiri en framboðið eins og birst hefur í síhækkandi íbúðaverði á undanförnum árum. Allt bendir til þess að svo verði áfram raunin, enda vill hátt í níutíu prósent ungs fólks búa í póstnúmerum 101, 105 eða 107, ef marka má kannanir, og hægt hefur gengið að auka þar framboð íbúða. Með því að halda áfram að þenja borgina út og byggja enn eitt úthverfið austan við núverandi byggð eru reykvískir stjórnmálamenn ekki að mæta þessari miklu eftirspurn. Það vantar ekki fleiri sérbýli austast í Reykjavík, eins og stundum mætti halda af umræðunni, heldur litlar og hagkvæmar íbúðir miðsvæðis. Fasteignasalar lýsa því svo að slegist sé um góðar eignir á miðlægum svæðum, einkum í miðborginni og Vesturbænum. Með því að þétta byggðina eru stjórnmálamenn að koma til móts við óskir markaðarins. Þrátt fyrir góðvilja hefur borgaryfirvöldum ekki tekist að mæta þessum óskum og tryggja að miðsvæði borgarinnar vaxi eins og kallað er eftir. Litlum íbúðum þar hefur ekki fjölgað í takt við eftirspurn. Reykjavík fór ekki úr því að vera þröngbýlasta borg Norðurlanda í það að vera sú dreifbýlasta af sjálfu sér. Það var pólitísk ákvörðun að skipuleggja borgina með þarfir einkabílsins í huga og gera borgarbúa þannig háða bílnum. Á sama hátt þarf pólitískan kjark til þess að snúa af þeirri leið og skipuleggja þéttari borg með sjálfbærum hverfum. Gangi spár eftir mun Reykvíkingum fjölga um 25 þúsund á næstu 20 árum. Hvar á allt þetta fólk að búa? Þeirri spurningu þurfa reykvískir stjórnmálamenn að svara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristinn Ingi Jónsson Skipulag Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Spurn eftir litlum íbúðum miðsvæðis í Reykjavík hefur farið hratt vaxandi og er langtum meiri en framboðið eins og birst hefur í síhækkandi íbúðaverði á undanförnum árum. Allt bendir til þess að svo verði áfram raunin, enda vill hátt í níutíu prósent ungs fólks búa í póstnúmerum 101, 105 eða 107, ef marka má kannanir, og hægt hefur gengið að auka þar framboð íbúða. Með því að halda áfram að þenja borgina út og byggja enn eitt úthverfið austan við núverandi byggð eru reykvískir stjórnmálamenn ekki að mæta þessari miklu eftirspurn. Það vantar ekki fleiri sérbýli austast í Reykjavík, eins og stundum mætti halda af umræðunni, heldur litlar og hagkvæmar íbúðir miðsvæðis. Fasteignasalar lýsa því svo að slegist sé um góðar eignir á miðlægum svæðum, einkum í miðborginni og Vesturbænum. Með því að þétta byggðina eru stjórnmálamenn að koma til móts við óskir markaðarins. Þrátt fyrir góðvilja hefur borgaryfirvöldum ekki tekist að mæta þessum óskum og tryggja að miðsvæði borgarinnar vaxi eins og kallað er eftir. Litlum íbúðum þar hefur ekki fjölgað í takt við eftirspurn. Reykjavík fór ekki úr því að vera þröngbýlasta borg Norðurlanda í það að vera sú dreifbýlasta af sjálfu sér. Það var pólitísk ákvörðun að skipuleggja borgina með þarfir einkabílsins í huga og gera borgarbúa þannig háða bílnum. Á sama hátt þarf pólitískan kjark til þess að snúa af þeirri leið og skipuleggja þéttari borg með sjálfbærum hverfum. Gangi spár eftir mun Reykvíkingum fjölga um 25 þúsund á næstu 20 árum. Hvar á allt þetta fólk að búa? Þeirri spurningu þurfa reykvískir stjórnmálamenn að svara.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun