Atlantsolía lofar lægsta eldsneytisverði Íslands Sigurður Mikael Jónsson skrifar 1. maí 2018 05:30 Atlantsolía keyrir niður eldsneytisverð sitt í Kaplakrika og boðar lægsta verð landsins. Er lifandi markaður, segir fulltrúi Atlantsolíu. Vísir/Stefán „Við afnemum alla afslætti og bjóðum upp á lægsta eldsneytisverð á landinu, án nokkurra skilyrða,“ segir Rakel Björg Guðmundsdóttir, markaðsstjóri Atlantsolíu. Verðstríð gæti verið í vændum en Atlantsolía mun frá og með deginum í dag keyra niður verðið á bensíni og dísilolíu á afgreiðslustöð sinni í Kaplakrika í Hafnarfirði. Þá verður verðið nákvæmlega sama og það var í gær hjá Costco í Kauptúni. Bensínlítrinn fer úr 211,9 krónum, miðað við lítraverð í gærmorgun, niður í 189,9 krónur sem gerir lækkun um 22 krónur eða 10,4 prósent. Dísillítrinn fer úr 204,3 krónum í 182,9 krónur, sem gerir lækkun um 21,4 krónur eða 10,5 prósent. Rakel bendir á að ólíkt Costco þurfi ekki að framvísa meðlimakorti, allir séu velkomnir, stöðin í Kaplakrika sé opin allan sólarhringinn og hægt sé að greiða með dælulykli Atlantsolíu eða greiðslukorti. Allir muni fá sama strípaða verðið. „Þetta er bara gert af samkeppnisástæðum. Við höfum alltaf reynt að hafa það að stefnu okkar að bjóða samkeppnishæf verð og þetta er liður í því.“Costco kom með lægra eldsneytisverð inn á íslenska markaðinn í fyrra. Nú gæti verðstríð í fæðingu.vísir/ernirAðspurð hvort þetta svigrúm hafi alltaf verið til staðar og hvað hafi breyst segir Rakel í raun ekkert hafa breyst. „Við höfum alltaf reynt að vera á tánum og fylgjast með hvað er að gerast á markaðnum. Það er engum blöðum um það að fletta að það er samkeppnisaðili þarna í nágrenni við okkur, en það breytir ekki því að við teljum okkur hafa svigrúm til að bjóða öllum þetta verð, núna, á þessari stöð án meðlimagjalda eða sérstakrar skráningar. Þessi staðsetning, í Kaplakrika, er valin því hún er miðsvæðis með tilliti til stórhöfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja. Vonandi er þetta góð viðbót og klárlega hagsbót fyrir neytendur.“ Costco hefur tekið drjúgan skerf eldsneytismarkaðarins til sín frá opnun með lægra verði en lengi hefur sést á Íslandi. Markar þetta upphafið að verðstríði og búast forsvarsmenn Atlantsolíu við að önnur olíufélög fylgi þeirra fordæmi? „Þetta er lifandi markaður og mörgum breytum háður. Ég get ekki tjáð mig um það, en við erum spennt að sjá hvernig neytendur taka þessari nýjung okkar. Það verður að koma í ljós hvað samkeppnisaðilar okkar gera.“ Birtist í Fréttablaðinu Costco Samgöngur Tengdar fréttir Neytendur spara milljarða í eldsneytisútgjöldum vegna innkomu Costco Hefur sparað neytendum 3,5 milljarða króna á einu ári eða um 10.300 krónur á hvern íbúa á Íslandi. 14. nóvember 2017 11:04 Costco-bensínið er lyfleysa Hinn meinti eldsneytissparnaður sem kaupendur Costco-bensíns greina frá á samfélagsmiðlum er tilkominn vegna annarra þátta en eldsneytisins sjálfs. 29. júní 2017 10:30 Eldsneytisverð hvergi hærra en hér á landi Í upphafi árs er verð á eldsneyti hvergi hærra en hér á landi. Framkvæmdastjóri FÍB segir álagningu og opinberar álögur þurfa að lækka. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar segir opinber gjöld stuðla að lakari samkeppni. 9. janúar 2018 08:00 Mest lesið Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Sjá meira
„Við afnemum alla afslætti og bjóðum upp á lægsta eldsneytisverð á landinu, án nokkurra skilyrða,“ segir Rakel Björg Guðmundsdóttir, markaðsstjóri Atlantsolíu. Verðstríð gæti verið í vændum en Atlantsolía mun frá og með deginum í dag keyra niður verðið á bensíni og dísilolíu á afgreiðslustöð sinni í Kaplakrika í Hafnarfirði. Þá verður verðið nákvæmlega sama og það var í gær hjá Costco í Kauptúni. Bensínlítrinn fer úr 211,9 krónum, miðað við lítraverð í gærmorgun, niður í 189,9 krónur sem gerir lækkun um 22 krónur eða 10,4 prósent. Dísillítrinn fer úr 204,3 krónum í 182,9 krónur, sem gerir lækkun um 21,4 krónur eða 10,5 prósent. Rakel bendir á að ólíkt Costco þurfi ekki að framvísa meðlimakorti, allir séu velkomnir, stöðin í Kaplakrika sé opin allan sólarhringinn og hægt sé að greiða með dælulykli Atlantsolíu eða greiðslukorti. Allir muni fá sama strípaða verðið. „Þetta er bara gert af samkeppnisástæðum. Við höfum alltaf reynt að hafa það að stefnu okkar að bjóða samkeppnishæf verð og þetta er liður í því.“Costco kom með lægra eldsneytisverð inn á íslenska markaðinn í fyrra. Nú gæti verðstríð í fæðingu.vísir/ernirAðspurð hvort þetta svigrúm hafi alltaf verið til staðar og hvað hafi breyst segir Rakel í raun ekkert hafa breyst. „Við höfum alltaf reynt að vera á tánum og fylgjast með hvað er að gerast á markaðnum. Það er engum blöðum um það að fletta að það er samkeppnisaðili þarna í nágrenni við okkur, en það breytir ekki því að við teljum okkur hafa svigrúm til að bjóða öllum þetta verð, núna, á þessari stöð án meðlimagjalda eða sérstakrar skráningar. Þessi staðsetning, í Kaplakrika, er valin því hún er miðsvæðis með tilliti til stórhöfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja. Vonandi er þetta góð viðbót og klárlega hagsbót fyrir neytendur.“ Costco hefur tekið drjúgan skerf eldsneytismarkaðarins til sín frá opnun með lægra verði en lengi hefur sést á Íslandi. Markar þetta upphafið að verðstríði og búast forsvarsmenn Atlantsolíu við að önnur olíufélög fylgi þeirra fordæmi? „Þetta er lifandi markaður og mörgum breytum háður. Ég get ekki tjáð mig um það, en við erum spennt að sjá hvernig neytendur taka þessari nýjung okkar. Það verður að koma í ljós hvað samkeppnisaðilar okkar gera.“
Birtist í Fréttablaðinu Costco Samgöngur Tengdar fréttir Neytendur spara milljarða í eldsneytisútgjöldum vegna innkomu Costco Hefur sparað neytendum 3,5 milljarða króna á einu ári eða um 10.300 krónur á hvern íbúa á Íslandi. 14. nóvember 2017 11:04 Costco-bensínið er lyfleysa Hinn meinti eldsneytissparnaður sem kaupendur Costco-bensíns greina frá á samfélagsmiðlum er tilkominn vegna annarra þátta en eldsneytisins sjálfs. 29. júní 2017 10:30 Eldsneytisverð hvergi hærra en hér á landi Í upphafi árs er verð á eldsneyti hvergi hærra en hér á landi. Framkvæmdastjóri FÍB segir álagningu og opinberar álögur þurfa að lækka. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar segir opinber gjöld stuðla að lakari samkeppni. 9. janúar 2018 08:00 Mest lesið Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Sjá meira
Neytendur spara milljarða í eldsneytisútgjöldum vegna innkomu Costco Hefur sparað neytendum 3,5 milljarða króna á einu ári eða um 10.300 krónur á hvern íbúa á Íslandi. 14. nóvember 2017 11:04
Costco-bensínið er lyfleysa Hinn meinti eldsneytissparnaður sem kaupendur Costco-bensíns greina frá á samfélagsmiðlum er tilkominn vegna annarra þátta en eldsneytisins sjálfs. 29. júní 2017 10:30
Eldsneytisverð hvergi hærra en hér á landi Í upphafi árs er verð á eldsneyti hvergi hærra en hér á landi. Framkvæmdastjóri FÍB segir álagningu og opinberar álögur þurfa að lækka. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar segir opinber gjöld stuðla að lakari samkeppni. 9. janúar 2018 08:00
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent