Dapurlegt sameiningarafl Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 1. maí 2018 08:30 Einn af hverjum fimm einstaklingum á Íslandi á aldrinum 18 til 24 ára segist oft eða mjög oft finna fyrir einkennum sjúkdóms sem tengdur er við 26 prósent auknar líkur á ótímabæru dauðsfalli. Þessi sjúkdómur hefur verið tengdur við þunglyndi og skapgerðarbreytingar ásamt auknum líkum á heilablóðfalli og hjartasjúkdómum. Sjúkdóminn er að finna á öllum stigum og öllum sviðum samfélagsins. Hann er ekki bundinn við ákveðin einkenni tiltekins hóps. Þeir sem berjast við sjúkdóminn eru oft jaðarsettir og veigra sér við því að ræða um veikindi sín af ótta við frekari útskúfun. Orðið heimsfaraldur hefur verið notað þegar rætt er um útbreiðslu sjúkdómsins, þó slík lýsing hjálpi lítið í baráttunni við hann. Sjúkdómur þessi er auðvitað einmanaleiki, nánar tiltekið sú tilfinning sem hlýst af félagslegri einangrun. Erfiðlega hefur gengið að henda reiður á raunverulegri útbreiðslu einmanaleika í heiminum, því það er sannarlega munur á mikilvægri þörf okkar fyrir einsemd og næði og þeirri kennd sem sprettur af félagslegri einangrun og er til umræðu hér. Það sem flækir vandamál einmanaleika í nútímasamfélagi er sú ákvörðun sem við stöndum frammi fyrir og óttumst að taka þegar við raunverulega þörfnumst þess að spegla okkur í öðrum. Valið stendur á milli þess að taka vafasamt trúarstökk og greina frá einsemd okkar, eða að halda þessum tilfinningum leyndum, gegn því að eiga greiðari og þægilegri leið inn í þann félagslega strúktúr sem er okkur nauðsynlegur. Seinni valmöguleikinn er auðvitað ákjósanlegri. Þetta er viðhorfið sem þarf að breyta. Á undanförnum árum höfum við brotið á bak aftur marga bannhelgi sem kúgað hefur jaðarsetta samfélagshópa áratugum saman. Einmanaleikinn er hins vegar af öðrum toga en réttindabarátta þessara mismunandi hópa. Einmanaleikinn er dapurlegt sameiningarafl allra hópa samfélagsins, en sameiningarafl engu að síður. Þannig er vafasamt að ræða um einmanaleika sem heimsfaraldur. Slíkt færir athyglina frá þeim breytingum sem þörf er á í viðmóti okkar og viðhorfi gagnvart nágrönnum okkar og leggur þess í stað áherslur á læknisfræðilegar, eða sálfræðilegar, hliðar vandamálsins. Lausnin á þessu vandamáli fellst í miklu átaki gegn félagslegu óréttlæti. Hún tekur til baráttu gegn gegn ójöfnuði og bannhelgi einmanaleikans, til efldrar líkamlegrar og andlegrar heilsu almennings, og að öllum séu tryggð jöfn tækifæri í lífinu. Risavaxið vandamál eins og einmanaleikinn krefst þannig stórra lausna sem, þegar allt kemur til alls, færa okkur bætt, betra og blíðara samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjartan Hreinn Njálsson Tengdar fréttir Margir íhugað sjálfsvíg Fjórtán prósent svarenda í könnun Maskínu hafa haft áhyggjur af sjálfsskaða- eða sjálfsvígshugleiðingum. Vandinn er meiri hjá tekjulágum og einhleypum. 1. maí 2018 07:00 Mest lesið Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Sjá meira
Einn af hverjum fimm einstaklingum á Íslandi á aldrinum 18 til 24 ára segist oft eða mjög oft finna fyrir einkennum sjúkdóms sem tengdur er við 26 prósent auknar líkur á ótímabæru dauðsfalli. Þessi sjúkdómur hefur verið tengdur við þunglyndi og skapgerðarbreytingar ásamt auknum líkum á heilablóðfalli og hjartasjúkdómum. Sjúkdóminn er að finna á öllum stigum og öllum sviðum samfélagsins. Hann er ekki bundinn við ákveðin einkenni tiltekins hóps. Þeir sem berjast við sjúkdóminn eru oft jaðarsettir og veigra sér við því að ræða um veikindi sín af ótta við frekari útskúfun. Orðið heimsfaraldur hefur verið notað þegar rætt er um útbreiðslu sjúkdómsins, þó slík lýsing hjálpi lítið í baráttunni við hann. Sjúkdómur þessi er auðvitað einmanaleiki, nánar tiltekið sú tilfinning sem hlýst af félagslegri einangrun. Erfiðlega hefur gengið að henda reiður á raunverulegri útbreiðslu einmanaleika í heiminum, því það er sannarlega munur á mikilvægri þörf okkar fyrir einsemd og næði og þeirri kennd sem sprettur af félagslegri einangrun og er til umræðu hér. Það sem flækir vandamál einmanaleika í nútímasamfélagi er sú ákvörðun sem við stöndum frammi fyrir og óttumst að taka þegar við raunverulega þörfnumst þess að spegla okkur í öðrum. Valið stendur á milli þess að taka vafasamt trúarstökk og greina frá einsemd okkar, eða að halda þessum tilfinningum leyndum, gegn því að eiga greiðari og þægilegri leið inn í þann félagslega strúktúr sem er okkur nauðsynlegur. Seinni valmöguleikinn er auðvitað ákjósanlegri. Þetta er viðhorfið sem þarf að breyta. Á undanförnum árum höfum við brotið á bak aftur marga bannhelgi sem kúgað hefur jaðarsetta samfélagshópa áratugum saman. Einmanaleikinn er hins vegar af öðrum toga en réttindabarátta þessara mismunandi hópa. Einmanaleikinn er dapurlegt sameiningarafl allra hópa samfélagsins, en sameiningarafl engu að síður. Þannig er vafasamt að ræða um einmanaleika sem heimsfaraldur. Slíkt færir athyglina frá þeim breytingum sem þörf er á í viðmóti okkar og viðhorfi gagnvart nágrönnum okkar og leggur þess í stað áherslur á læknisfræðilegar, eða sálfræðilegar, hliðar vandamálsins. Lausnin á þessu vandamáli fellst í miklu átaki gegn félagslegu óréttlæti. Hún tekur til baráttu gegn gegn ójöfnuði og bannhelgi einmanaleikans, til efldrar líkamlegrar og andlegrar heilsu almennings, og að öllum séu tryggð jöfn tækifæri í lífinu. Risavaxið vandamál eins og einmanaleikinn krefst þannig stórra lausna sem, þegar allt kemur til alls, færa okkur bætt, betra og blíðara samfélag.
Margir íhugað sjálfsvíg Fjórtán prósent svarenda í könnun Maskínu hafa haft áhyggjur af sjálfsskaða- eða sjálfsvígshugleiðingum. Vandinn er meiri hjá tekjulágum og einhleypum. 1. maí 2018 07:00
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun