Fiskeldi stefnir í ígildi stóriðju á Vestfjörðum með hundruðum starfa Heimir Már Pétursson og Hafþór Gunnarsson skrifar 4. maí 2018 19:30 Fiskeldisfyrirtækið Arctic Fish kynnti í gær fyrir íbúum á sunnanverðum Vestfjörðum nýja seiðaeldisstöð sína í Tálknafirði en hún verður hluti af laxeldi fyrirtækisins á Vestfjörðum. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir að það muni geta framleitt verðmæti fyrir allt að þrjátíu og tveimur milljörðum á ári sem skapi um 350 störf og annan eins fjölda óbeinna starfa. Vestfirðingar binda miklar vonir við að laxeldi í sjó muni skapa traustan grundvöll undir atvinnulíf á svæðinu sem hefur verið bágborið undanfarin ár eftir að Vestfirðingar töpuðu forystu sinni í sjávarútvegi. Nýlokið er byggingu tveggja þriðju seiðaeldisstöðvar Arctic Fish í botni Tálknafjarðar en byggingin er stærsta bygging á Vestfjörðum. Hún verður grundvöllur undir vöxt fyrirtækisins í laxeldi á næstu árum í Dýrafirði, á Patreksfirði, Tálknafirði og í Ísafjarðardjúpi þar sem mál eru í umhverfismati. Sigurður Pétursson framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Arctic Fish segir að í eldisstöðinni sé endurnýtingarkerfi á vatni og úrgangi. „Þetta er í rauninni alveg einstök stöð. Þetta er ein sú fullkomnasta í heimi. Við getum í raun endurnýtt um 99 prósent af vatninu. Í dag erum við aðeins að þróa okkur áfram. Við erum að setja um það bil 10 prósent af nýju vatni inn. En svo býður þessi stöð upp á að nota og safna þeim lífræna úrgangi sem verður til og það er hægt að búa til verðmæti úr því til framtíðar,“ segir Sigurður.Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Arctic Fish.Vísir.Í dag eru fjögur þúsund seiði í stöðinni sem fyrirtækið elur síðan í sláturstærð í sjókvíum. Innan þriggja ára gæti verðmæti afurða orðið um sextán milljarðar króna og ef áform um 40 þúsund tonna eldi ná fram gæti verðmætið orðið um 32 milljarðar á ári. Fyrirtækið er með svo kallaða ASC umhverfisvottun sem sögð er ein þekktasta og strangasta vottun sem hægt sé fá í fiskeldi og tekur meðal annars á umhverfisþáttum, dýravelferð, sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð. Í dag vinna um 50 starfsmenn hjá fyrirtækinu en þeim gæti fjölgað mikið verði öll áform að veruleika. „Miðað við bara það sem er hér á suðursvæðinu yrði starfsemin hér á Vestfjörðum í kring um 350 til 400 bein störf með fiskeldi bara á þessu svæði. Það er náttúrlega aðeins meiri óvissa hvað varðar leyfin á norðanverðum Vestfjörðum, hvernig verður með opnun á Ísafjarðardjúpi sem við erum að berjast fyrir. En ég get talað um það sem er þá að gerast hér sem er 350 til 400 störf og annað eins af óbeinum störfum,“ segir Sigurður. Nú er búið að reisa tvo þriðju af seiðaeldisstöðinni sem getur framleitt fjórar milljónir af seiðum á ári en hún verður stækkuð fáist öll leyfi til meira eldis. „Það er ákveðið burðarþol sem búið er að gera á þessum fjörðum sem við erum með hér. Það er ákveðið hámark sem menn eru að reyna að vinna eftir,“ segir Sigurður Pétursson. Fiskeldi Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Fiskeldisfyrirtækið Arctic Fish kynnti í gær fyrir íbúum á sunnanverðum Vestfjörðum nýja seiðaeldisstöð sína í Tálknafirði en hún verður hluti af laxeldi fyrirtækisins á Vestfjörðum. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir að það muni geta framleitt verðmæti fyrir allt að þrjátíu og tveimur milljörðum á ári sem skapi um 350 störf og annan eins fjölda óbeinna starfa. Vestfirðingar binda miklar vonir við að laxeldi í sjó muni skapa traustan grundvöll undir atvinnulíf á svæðinu sem hefur verið bágborið undanfarin ár eftir að Vestfirðingar töpuðu forystu sinni í sjávarútvegi. Nýlokið er byggingu tveggja þriðju seiðaeldisstöðvar Arctic Fish í botni Tálknafjarðar en byggingin er stærsta bygging á Vestfjörðum. Hún verður grundvöllur undir vöxt fyrirtækisins í laxeldi á næstu árum í Dýrafirði, á Patreksfirði, Tálknafirði og í Ísafjarðardjúpi þar sem mál eru í umhverfismati. Sigurður Pétursson framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Arctic Fish segir að í eldisstöðinni sé endurnýtingarkerfi á vatni og úrgangi. „Þetta er í rauninni alveg einstök stöð. Þetta er ein sú fullkomnasta í heimi. Við getum í raun endurnýtt um 99 prósent af vatninu. Í dag erum við aðeins að þróa okkur áfram. Við erum að setja um það bil 10 prósent af nýju vatni inn. En svo býður þessi stöð upp á að nota og safna þeim lífræna úrgangi sem verður til og það er hægt að búa til verðmæti úr því til framtíðar,“ segir Sigurður.Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Arctic Fish.Vísir.Í dag eru fjögur þúsund seiði í stöðinni sem fyrirtækið elur síðan í sláturstærð í sjókvíum. Innan þriggja ára gæti verðmæti afurða orðið um sextán milljarðar króna og ef áform um 40 þúsund tonna eldi ná fram gæti verðmætið orðið um 32 milljarðar á ári. Fyrirtækið er með svo kallaða ASC umhverfisvottun sem sögð er ein þekktasta og strangasta vottun sem hægt sé fá í fiskeldi og tekur meðal annars á umhverfisþáttum, dýravelferð, sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð. Í dag vinna um 50 starfsmenn hjá fyrirtækinu en þeim gæti fjölgað mikið verði öll áform að veruleika. „Miðað við bara það sem er hér á suðursvæðinu yrði starfsemin hér á Vestfjörðum í kring um 350 til 400 bein störf með fiskeldi bara á þessu svæði. Það er náttúrlega aðeins meiri óvissa hvað varðar leyfin á norðanverðum Vestfjörðum, hvernig verður með opnun á Ísafjarðardjúpi sem við erum að berjast fyrir. En ég get talað um það sem er þá að gerast hér sem er 350 til 400 störf og annað eins af óbeinum störfum,“ segir Sigurður. Nú er búið að reisa tvo þriðju af seiðaeldisstöðinni sem getur framleitt fjórar milljónir af seiðum á ári en hún verður stækkuð fáist öll leyfi til meira eldis. „Það er ákveðið burðarþol sem búið er að gera á þessum fjörðum sem við erum með hér. Það er ákveðið hámark sem menn eru að reyna að vinna eftir,“ segir Sigurður Pétursson.
Fiskeldi Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira