Fiskeldi stefnir í ígildi stóriðju á Vestfjörðum með hundruðum starfa Heimir Már Pétursson og Hafþór Gunnarsson skrifar 4. maí 2018 19:30 Fiskeldisfyrirtækið Arctic Fish kynnti í gær fyrir íbúum á sunnanverðum Vestfjörðum nýja seiðaeldisstöð sína í Tálknafirði en hún verður hluti af laxeldi fyrirtækisins á Vestfjörðum. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir að það muni geta framleitt verðmæti fyrir allt að þrjátíu og tveimur milljörðum á ári sem skapi um 350 störf og annan eins fjölda óbeinna starfa. Vestfirðingar binda miklar vonir við að laxeldi í sjó muni skapa traustan grundvöll undir atvinnulíf á svæðinu sem hefur verið bágborið undanfarin ár eftir að Vestfirðingar töpuðu forystu sinni í sjávarútvegi. Nýlokið er byggingu tveggja þriðju seiðaeldisstöðvar Arctic Fish í botni Tálknafjarðar en byggingin er stærsta bygging á Vestfjörðum. Hún verður grundvöllur undir vöxt fyrirtækisins í laxeldi á næstu árum í Dýrafirði, á Patreksfirði, Tálknafirði og í Ísafjarðardjúpi þar sem mál eru í umhverfismati. Sigurður Pétursson framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Arctic Fish segir að í eldisstöðinni sé endurnýtingarkerfi á vatni og úrgangi. „Þetta er í rauninni alveg einstök stöð. Þetta er ein sú fullkomnasta í heimi. Við getum í raun endurnýtt um 99 prósent af vatninu. Í dag erum við aðeins að þróa okkur áfram. Við erum að setja um það bil 10 prósent af nýju vatni inn. En svo býður þessi stöð upp á að nota og safna þeim lífræna úrgangi sem verður til og það er hægt að búa til verðmæti úr því til framtíðar,“ segir Sigurður.Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Arctic Fish.Vísir.Í dag eru fjögur þúsund seiði í stöðinni sem fyrirtækið elur síðan í sláturstærð í sjókvíum. Innan þriggja ára gæti verðmæti afurða orðið um sextán milljarðar króna og ef áform um 40 þúsund tonna eldi ná fram gæti verðmætið orðið um 32 milljarðar á ári. Fyrirtækið er með svo kallaða ASC umhverfisvottun sem sögð er ein þekktasta og strangasta vottun sem hægt sé fá í fiskeldi og tekur meðal annars á umhverfisþáttum, dýravelferð, sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð. Í dag vinna um 50 starfsmenn hjá fyrirtækinu en þeim gæti fjölgað mikið verði öll áform að veruleika. „Miðað við bara það sem er hér á suðursvæðinu yrði starfsemin hér á Vestfjörðum í kring um 350 til 400 bein störf með fiskeldi bara á þessu svæði. Það er náttúrlega aðeins meiri óvissa hvað varðar leyfin á norðanverðum Vestfjörðum, hvernig verður með opnun á Ísafjarðardjúpi sem við erum að berjast fyrir. En ég get talað um það sem er þá að gerast hér sem er 350 til 400 störf og annað eins af óbeinum störfum,“ segir Sigurður. Nú er búið að reisa tvo þriðju af seiðaeldisstöðinni sem getur framleitt fjórar milljónir af seiðum á ári en hún verður stækkuð fáist öll leyfi til meira eldis. „Það er ákveðið burðarþol sem búið er að gera á þessum fjörðum sem við erum með hér. Það er ákveðið hámark sem menn eru að reyna að vinna eftir,“ segir Sigurður Pétursson. Fiskeldi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Fiskeldisfyrirtækið Arctic Fish kynnti í gær fyrir íbúum á sunnanverðum Vestfjörðum nýja seiðaeldisstöð sína í Tálknafirði en hún verður hluti af laxeldi fyrirtækisins á Vestfjörðum. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir að það muni geta framleitt verðmæti fyrir allt að þrjátíu og tveimur milljörðum á ári sem skapi um 350 störf og annan eins fjölda óbeinna starfa. Vestfirðingar binda miklar vonir við að laxeldi í sjó muni skapa traustan grundvöll undir atvinnulíf á svæðinu sem hefur verið bágborið undanfarin ár eftir að Vestfirðingar töpuðu forystu sinni í sjávarútvegi. Nýlokið er byggingu tveggja þriðju seiðaeldisstöðvar Arctic Fish í botni Tálknafjarðar en byggingin er stærsta bygging á Vestfjörðum. Hún verður grundvöllur undir vöxt fyrirtækisins í laxeldi á næstu árum í Dýrafirði, á Patreksfirði, Tálknafirði og í Ísafjarðardjúpi þar sem mál eru í umhverfismati. Sigurður Pétursson framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Arctic Fish segir að í eldisstöðinni sé endurnýtingarkerfi á vatni og úrgangi. „Þetta er í rauninni alveg einstök stöð. Þetta er ein sú fullkomnasta í heimi. Við getum í raun endurnýtt um 99 prósent af vatninu. Í dag erum við aðeins að þróa okkur áfram. Við erum að setja um það bil 10 prósent af nýju vatni inn. En svo býður þessi stöð upp á að nota og safna þeim lífræna úrgangi sem verður til og það er hægt að búa til verðmæti úr því til framtíðar,“ segir Sigurður.Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Arctic Fish.Vísir.Í dag eru fjögur þúsund seiði í stöðinni sem fyrirtækið elur síðan í sláturstærð í sjókvíum. Innan þriggja ára gæti verðmæti afurða orðið um sextán milljarðar króna og ef áform um 40 þúsund tonna eldi ná fram gæti verðmætið orðið um 32 milljarðar á ári. Fyrirtækið er með svo kallaða ASC umhverfisvottun sem sögð er ein þekktasta og strangasta vottun sem hægt sé fá í fiskeldi og tekur meðal annars á umhverfisþáttum, dýravelferð, sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð. Í dag vinna um 50 starfsmenn hjá fyrirtækinu en þeim gæti fjölgað mikið verði öll áform að veruleika. „Miðað við bara það sem er hér á suðursvæðinu yrði starfsemin hér á Vestfjörðum í kring um 350 til 400 bein störf með fiskeldi bara á þessu svæði. Það er náttúrlega aðeins meiri óvissa hvað varðar leyfin á norðanverðum Vestfjörðum, hvernig verður með opnun á Ísafjarðardjúpi sem við erum að berjast fyrir. En ég get talað um það sem er þá að gerast hér sem er 350 til 400 störf og annað eins af óbeinum störfum,“ segir Sigurður. Nú er búið að reisa tvo þriðju af seiðaeldisstöðinni sem getur framleitt fjórar milljónir af seiðum á ári en hún verður stækkuð fáist öll leyfi til meira eldis. „Það er ákveðið burðarþol sem búið er að gera á þessum fjörðum sem við erum með hér. Það er ákveðið hámark sem menn eru að reyna að vinna eftir,“ segir Sigurður Pétursson.
Fiskeldi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent