Innlent

Eftir­lit í skötu­líki, Trump hótar mál­sókn og Ljósafossgangan

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
hádegisfréttir

Eftirlit með vistunarúrræðum fyrir börn er nánast í skötulíki að sögn framkvæmdastjóra Geðhjálpar. Svör Barna- og fjölskyldustofu vegna rannsóknar lögreglu á ofbeldismáli starfsmanns gegn barni á Stuðlum veki áhyggjur.

Nánar verður fjallað um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. 

Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst lögsækja breska ríkisútvarpið BBC, þrátt fyrir að forsvarsmenn þess hafi beðist afsökunar á klippingu fréttaskýringarþáttarins Panorama, þar sem brot úr ræðu hans voru klippt úr samhengi. Forsetinn sættir sig ekki aðeins við afsökunarbeiðni og hótar milljarða lögsókn.

Þá stendur mikið til við Esjuna síðdegis í dag en þar fer fram árleg Ljósafossganga til styrktar Ljósinu. Því fleiri sem taka þátt því meira safnast fyrir Ljósið en samtökin fá styrk fyrir hvern þann sem mætir við Esjurætur, hvort sem þeir hyggjast ganga sjálfir eða hvetja aðra göngugarpana áfram.

Í sportinu verður farið yfir stöðuna fyrir leik íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Úkraínu á morgun og fjallað um helstu fréttir úr körfuboltanum hér heima.

Ekki missa af hádegisfréttum Bylgjunnar sem hefjast klukkan tólf.

Klippa: Hádegisfréttir 15. nóvember 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×