Trump er víða Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 5. maí 2018 10:00 Donald Trump er sennilega flinkasti popúlisti Vesturlanda. Þrátt fyrir harðar árásir fjölmiðla virðist engu skipta hversu mikið rugl kemur frá honum, hversu mörg hneykslismál rata upp á yfirborðið, alltaf flýtur Trump áfram. Eftir því sem hann lætur meira rugl frá sér fara, því ónæmari virðist hann verða fyrir gagnrýni. Mér varð hugsað til þessa þegar ég heyrði formann VR í fjölmiðlum 1. maí. Þar fór hann mikinn og sagði að verkalýðshreyfingin myndi fara í aðgerðir sem ekki hefðu sést hér á síðustu áratugum. Eitt af því var að beita verkfallsvopninu til að breyta vöxtum Seðlabankans, afnema verðtryggingu og ýmislegt annað smálegt. Slíkar aðgerðir eru ólöglegar með öllu og reyndar fráleit hugmynd að breyta vöxtum með verkföllum. En hið merkilega er að engum fjölmiðli sem Ragnar Ingólfsson talaði við hugkvæmdist að spyrja hann gagnrýninna spurninga, ólíkt því sem við sjáum í Bandaríkjunum í samskiptum fjölmiðla þar og Trumps. Þessi tegund af Trumpisma sem Ragnar Ingólfsson hefur tileinkað sér svo listilega er hættuleg fyrir allt launafólk á Íslandi, sérstaklega þá sem búa við lægstu launin. Við búum nefnilega svo vel að eiga nýlega sögu kjaradeilna hér á landi og hverjir það voru sem fóru verst út úr þeim, og það var ekki ríka fólkið. Fjölmiðlar hafa hingað til verið duglegir að útvarpa, sjónvarpa og prenta það sem Ragnar segir. Hvernig væri nú að taka áhættuna og byrja að spyrja gagnrýninna spurninga? Verkalýðshreyfingin hefur samkvæmt lögum gríðarlegt vald í samfélaginu, því valdi á að fylgja sama ábyrgð og sama eftirlit eins og á við um aðrar valdastofnanir þjóðfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Donald Trump er sennilega flinkasti popúlisti Vesturlanda. Þrátt fyrir harðar árásir fjölmiðla virðist engu skipta hversu mikið rugl kemur frá honum, hversu mörg hneykslismál rata upp á yfirborðið, alltaf flýtur Trump áfram. Eftir því sem hann lætur meira rugl frá sér fara, því ónæmari virðist hann verða fyrir gagnrýni. Mér varð hugsað til þessa þegar ég heyrði formann VR í fjölmiðlum 1. maí. Þar fór hann mikinn og sagði að verkalýðshreyfingin myndi fara í aðgerðir sem ekki hefðu sést hér á síðustu áratugum. Eitt af því var að beita verkfallsvopninu til að breyta vöxtum Seðlabankans, afnema verðtryggingu og ýmislegt annað smálegt. Slíkar aðgerðir eru ólöglegar með öllu og reyndar fráleit hugmynd að breyta vöxtum með verkföllum. En hið merkilega er að engum fjölmiðli sem Ragnar Ingólfsson talaði við hugkvæmdist að spyrja hann gagnrýninna spurninga, ólíkt því sem við sjáum í Bandaríkjunum í samskiptum fjölmiðla þar og Trumps. Þessi tegund af Trumpisma sem Ragnar Ingólfsson hefur tileinkað sér svo listilega er hættuleg fyrir allt launafólk á Íslandi, sérstaklega þá sem búa við lægstu launin. Við búum nefnilega svo vel að eiga nýlega sögu kjaradeilna hér á landi og hverjir það voru sem fóru verst út úr þeim, og það var ekki ríka fólkið. Fjölmiðlar hafa hingað til verið duglegir að útvarpa, sjónvarpa og prenta það sem Ragnar segir. Hvernig væri nú að taka áhættuna og byrja að spyrja gagnrýninna spurninga? Verkalýðshreyfingin hefur samkvæmt lögum gríðarlegt vald í samfélaginu, því valdi á að fylgja sama ábyrgð og sama eftirlit eins og á við um aðrar valdastofnanir þjóðfélagsins.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar