Lögbundin leiðindi Gunnlaugur Bragi Björnsson skrifar 30. apríl 2018 07:00 Í aðdraganda borgarstjórnarkosninga er gjarnan rætt hvort Reykjavík eigi eingöngu að sinna lögbundnum verkefnum og hætta öllu öðru sem gjarnan er slegið upp sem „gæluverkefnum“. Lögbundin verkefni Reykjavíkurborgar eru sannarlega mikilvæg og jafnvel grunnforsenda hnökralausrar sambúðar borgarbúa. Verkefnunum þarf því augljóslega að sinna og það enn betur en áður hefur verið gert. Tækifærin til að bæta þjónustu gagnvart íbúum borgarinnar eru nefnilega fjölmörg. Þó verkefnin séu mikilvæg er ljóst að afþreyingar- og skemmtanagildi þeirra er takmarkað. Malbikun gatna, brunavarnir og úttektir heilbrigðiseftirlits verður seint skemmtiefni sem gefur lífinu í borginni lit. Það gera hins vegar skemmtileg verkefni á borð við borgar- og listahátíðir, skemmtanalíf, íþróttamót og svo framvegis. Við í Viðreisn viljum borg sem er gott, skemmtilegt og eftirsóknarvert að búa í. Fólk vill einfaldlega frekar búa í og heimsækja borg sem iðar af fjölbreyttu mannlífi. Þess vegna leggjum við áherslu á að Reykjavík laði til sín fleiri fjölbreytta viðburði, t.d. á sviði lista, íþrótta, nýsköpunar og hönnunar. Þess vegna ætlum við líka að einfalda og þjónustuvæða leyfisveitingar í borginni og þannig auðvelda hugmyndaríkum einstaklingum að koma hugmynd í framkvæmd, t.d. þeim sem vilja opna veitinga-, tónleika- eða skemmtistaði. Við erum líka opin fyrir frjálsari opnunartíma tónleika- og skemmtistaða fjarri íbúabyggð, t.d. á Grandanum sem er að byggjast upp sem blómlegt svæði lista, nýsköpunar, veitinga og skemmtana. Efling þeirrar þróunar á Grandanum er nefnilega raunhæf á komandi kjörtímabili á meðan loforð um uppbyggingu fjölda íbúða á sama svæði er í besta falli örvæntingarfull leið til að slá ryki í augu kjósenda. Viðreisn vill einfaldari, skemmtilegri og skilvirkari Reykjavík þar sem þjónusta við borgarbúa er í forgrunni. Við bjóðum fram krafta okkar því við vitum að ef rekstur borgarinnar er í traustum höndum er hægt að sinna svo mörgu fleiru en bara lögbundnum leiðindum. Svo einfalt er það.Höfundur skipar fjórða sæti á framboðslista Viðreisnar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda borgarstjórnarkosninga er gjarnan rætt hvort Reykjavík eigi eingöngu að sinna lögbundnum verkefnum og hætta öllu öðru sem gjarnan er slegið upp sem „gæluverkefnum“. Lögbundin verkefni Reykjavíkurborgar eru sannarlega mikilvæg og jafnvel grunnforsenda hnökralausrar sambúðar borgarbúa. Verkefnunum þarf því augljóslega að sinna og það enn betur en áður hefur verið gert. Tækifærin til að bæta þjónustu gagnvart íbúum borgarinnar eru nefnilega fjölmörg. Þó verkefnin séu mikilvæg er ljóst að afþreyingar- og skemmtanagildi þeirra er takmarkað. Malbikun gatna, brunavarnir og úttektir heilbrigðiseftirlits verður seint skemmtiefni sem gefur lífinu í borginni lit. Það gera hins vegar skemmtileg verkefni á borð við borgar- og listahátíðir, skemmtanalíf, íþróttamót og svo framvegis. Við í Viðreisn viljum borg sem er gott, skemmtilegt og eftirsóknarvert að búa í. Fólk vill einfaldlega frekar búa í og heimsækja borg sem iðar af fjölbreyttu mannlífi. Þess vegna leggjum við áherslu á að Reykjavík laði til sín fleiri fjölbreytta viðburði, t.d. á sviði lista, íþrótta, nýsköpunar og hönnunar. Þess vegna ætlum við líka að einfalda og þjónustuvæða leyfisveitingar í borginni og þannig auðvelda hugmyndaríkum einstaklingum að koma hugmynd í framkvæmd, t.d. þeim sem vilja opna veitinga-, tónleika- eða skemmtistaði. Við erum líka opin fyrir frjálsari opnunartíma tónleika- og skemmtistaða fjarri íbúabyggð, t.d. á Grandanum sem er að byggjast upp sem blómlegt svæði lista, nýsköpunar, veitinga og skemmtana. Efling þeirrar þróunar á Grandanum er nefnilega raunhæf á komandi kjörtímabili á meðan loforð um uppbyggingu fjölda íbúða á sama svæði er í besta falli örvæntingarfull leið til að slá ryki í augu kjósenda. Viðreisn vill einfaldari, skemmtilegri og skilvirkari Reykjavík þar sem þjónusta við borgarbúa er í forgrunni. Við bjóðum fram krafta okkar því við vitum að ef rekstur borgarinnar er í traustum höndum er hægt að sinna svo mörgu fleiru en bara lögbundnum leiðindum. Svo einfalt er það.Höfundur skipar fjórða sæti á framboðslista Viðreisnar í Reykjavík
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun