Lögbundin leiðindi Gunnlaugur Bragi Björnsson skrifar 30. apríl 2018 07:00 Í aðdraganda borgarstjórnarkosninga er gjarnan rætt hvort Reykjavík eigi eingöngu að sinna lögbundnum verkefnum og hætta öllu öðru sem gjarnan er slegið upp sem „gæluverkefnum“. Lögbundin verkefni Reykjavíkurborgar eru sannarlega mikilvæg og jafnvel grunnforsenda hnökralausrar sambúðar borgarbúa. Verkefnunum þarf því augljóslega að sinna og það enn betur en áður hefur verið gert. Tækifærin til að bæta þjónustu gagnvart íbúum borgarinnar eru nefnilega fjölmörg. Þó verkefnin séu mikilvæg er ljóst að afþreyingar- og skemmtanagildi þeirra er takmarkað. Malbikun gatna, brunavarnir og úttektir heilbrigðiseftirlits verður seint skemmtiefni sem gefur lífinu í borginni lit. Það gera hins vegar skemmtileg verkefni á borð við borgar- og listahátíðir, skemmtanalíf, íþróttamót og svo framvegis. Við í Viðreisn viljum borg sem er gott, skemmtilegt og eftirsóknarvert að búa í. Fólk vill einfaldlega frekar búa í og heimsækja borg sem iðar af fjölbreyttu mannlífi. Þess vegna leggjum við áherslu á að Reykjavík laði til sín fleiri fjölbreytta viðburði, t.d. á sviði lista, íþrótta, nýsköpunar og hönnunar. Þess vegna ætlum við líka að einfalda og þjónustuvæða leyfisveitingar í borginni og þannig auðvelda hugmyndaríkum einstaklingum að koma hugmynd í framkvæmd, t.d. þeim sem vilja opna veitinga-, tónleika- eða skemmtistaði. Við erum líka opin fyrir frjálsari opnunartíma tónleika- og skemmtistaða fjarri íbúabyggð, t.d. á Grandanum sem er að byggjast upp sem blómlegt svæði lista, nýsköpunar, veitinga og skemmtana. Efling þeirrar þróunar á Grandanum er nefnilega raunhæf á komandi kjörtímabili á meðan loforð um uppbyggingu fjölda íbúða á sama svæði er í besta falli örvæntingarfull leið til að slá ryki í augu kjósenda. Viðreisn vill einfaldari, skemmtilegri og skilvirkari Reykjavík þar sem þjónusta við borgarbúa er í forgrunni. Við bjóðum fram krafta okkar því við vitum að ef rekstur borgarinnar er í traustum höndum er hægt að sinna svo mörgu fleiru en bara lögbundnum leiðindum. Svo einfalt er það.Höfundur skipar fjórða sæti á framboðslista Viðreisnar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í aðdraganda borgarstjórnarkosninga er gjarnan rætt hvort Reykjavík eigi eingöngu að sinna lögbundnum verkefnum og hætta öllu öðru sem gjarnan er slegið upp sem „gæluverkefnum“. Lögbundin verkefni Reykjavíkurborgar eru sannarlega mikilvæg og jafnvel grunnforsenda hnökralausrar sambúðar borgarbúa. Verkefnunum þarf því augljóslega að sinna og það enn betur en áður hefur verið gert. Tækifærin til að bæta þjónustu gagnvart íbúum borgarinnar eru nefnilega fjölmörg. Þó verkefnin séu mikilvæg er ljóst að afþreyingar- og skemmtanagildi þeirra er takmarkað. Malbikun gatna, brunavarnir og úttektir heilbrigðiseftirlits verður seint skemmtiefni sem gefur lífinu í borginni lit. Það gera hins vegar skemmtileg verkefni á borð við borgar- og listahátíðir, skemmtanalíf, íþróttamót og svo framvegis. Við í Viðreisn viljum borg sem er gott, skemmtilegt og eftirsóknarvert að búa í. Fólk vill einfaldlega frekar búa í og heimsækja borg sem iðar af fjölbreyttu mannlífi. Þess vegna leggjum við áherslu á að Reykjavík laði til sín fleiri fjölbreytta viðburði, t.d. á sviði lista, íþrótta, nýsköpunar og hönnunar. Þess vegna ætlum við líka að einfalda og þjónustuvæða leyfisveitingar í borginni og þannig auðvelda hugmyndaríkum einstaklingum að koma hugmynd í framkvæmd, t.d. þeim sem vilja opna veitinga-, tónleika- eða skemmtistaði. Við erum líka opin fyrir frjálsari opnunartíma tónleika- og skemmtistaða fjarri íbúabyggð, t.d. á Grandanum sem er að byggjast upp sem blómlegt svæði lista, nýsköpunar, veitinga og skemmtana. Efling þeirrar þróunar á Grandanum er nefnilega raunhæf á komandi kjörtímabili á meðan loforð um uppbyggingu fjölda íbúða á sama svæði er í besta falli örvæntingarfull leið til að slá ryki í augu kjósenda. Viðreisn vill einfaldari, skemmtilegri og skilvirkari Reykjavík þar sem þjónusta við borgarbúa er í forgrunni. Við bjóðum fram krafta okkar því við vitum að ef rekstur borgarinnar er í traustum höndum er hægt að sinna svo mörgu fleiru en bara lögbundnum leiðindum. Svo einfalt er það.Höfundur skipar fjórða sæti á framboðslista Viðreisnar í Reykjavík
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun