Hafni Íslendingar evrópsku orkulöggjöfinni mun norska þjóðin fagna Kathrine Kleveland skrifar 27. apríl 2018 07:00 Hafni Íslendingar orkulöggjöf Evrópusambandsins verður hún ekki hluti af samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Slík niðurstaða yrði í ágætu samræmi við vilja og hagsmuni Norðmanna. Fullveldissamtök Noregs, Nei til EU, hafa brýnt fyrir ríkisstjórn Noregs að virða þá ákvörðun sem Íslendingar munu taka. Markmið tveggja stoða stjórnkerfis EFTA og Evrópusambandsins er meðal annars að koma í veg fyrir að EES-samningurinn belgist út með einhliða ákvörðunum Evrópusambandsins. Það er grundvallaratriði að Noregi, Íslandi og Liechtenstein sé ekki stjórnað af stofnunum Evrópusambandsins. Yfirþjóðleg valdboð skuli ekki verða með öðrum hætti en með ákvörðunum stofnana EFTA. Tíminn hefur á hinn bóginn leitt í ljós að með sívaxandi hugmyndaauðgi í skipulagi stjórnsýslu er þetta grundvallaratriði sniðgengið. Í framkvæmd sogast ríki EFTA undir vald stofnana Evrópusambandsins í stað þess að lúta hliðstæðum stofnunum EFTA. Eftirlitsstofnunin ESA sinnir í raun afgreiðslu fyrir Evrópusambandið og nú síðast orkuskrifstofu sambandsins, ACER.Mikill meirihluti andvígur Ríkisstjórn Noregs og Stórþingið hafa horft fram hjá þeirri staðreynd að norskur almenningur er eindregið á móti því að flytja valdheimildir til Orkuskrifstofu Evrópusambandsins. Með því færast mikilvægir þættir í stjórn orkumála Noregs frá kjörnum fulltrúum í Noregi í hendur stofnunar Evrópusambandsins, en það er krafa sambandsins. Umræða um þetta mál í Noregi er tilfinningaþrungin og hún hefur einkennst af hörðum átökum. Fara þarf aftur til þjóðaratkvæðagreiðslunnar um aðild að Evrópusambandinu árið 1994 til að finna hliðstæðu. Verkalýðshreyfingin, sveitarfélög og sveitarstjórar, héraðsþing, stjórnmálaflokkar og fleiri samtök hafa ýmist hafnað framsali valds í orkumálum eða farið fram á frestun málsins. Skoðanakannanir sýna að aðeins tíundi hluti Norðmanna styður málið. Andstaðan er með öðrum orðum afar sterk. Við höfum veitt eftirtekt vaxandi gremju á Íslandi með að norsk stjórnvöld nýti vægi sitt innan EES til að knýja fram upptöku reglna Evrópusambandsins. Norskir embættismenn lýsa jafnvel yfir niðurstöðu áður en réttmæt yfirvöld hafa rætt málið og áður en nokkur niðurstaða er komin í viðræður Noregs, Íslands og Liechtenstein. Tveggja stoða kerfið er sem sagt orðin tóm og Íslendingar hljóta með réttu að velta fyrir sér hvort hagsmunum þeirra sé best borgið með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Neitun þjónar sameiginlegum hagsmunum Ljóst er að íslenskir stjórnmálaflokkar eru efins um ágæti valdaframsals til Orkuskrifstofu Evrópusambandsins, ACER, og er það sem endurómur af umræðunni í Noregi nú í vetur. Greinilegt er að íslenskir stjórnmálamenn leggja við hlustir þegar þjóðin talar. Munu Íslendingar grípa í taumana og koma í veg fyrir framsal í orkumálum í nafni EES? Engar neikvæðar afleiðingar verða af því að Íslendingar hafni fyrirliggjandi hugmyndum um valdaframsal í orkumálum. Evrópusambandið getur í mesta lagi hafnað fjórða viðauka EES um orkumál, en af því hefði sambandið þó enga hagsmuni. Höfnun á orkumálalöggjöfinni af hálfu Íslendinga mun á hinn bóginn hafa margþætt jákvæð áhrif á norskt samfélag. Hætta er nefnilega á hruni og fjöldaatvinnuleysi í orkufrekum iðnaði í Noregi ef rafmagnið hækkar upp í það sem tíðkast í Evrópusambandinu. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hefur bent á að áhugamenn um EES þurfi að benda skýrar á ágæti þess samnings. Þar liggur beinast við að virða ákvæði samningsins um að engar nýjar reglur verði teknar inn í EES nema öll EFTA-ríkin séu um það sammála. Hvers kyns þrýstingur frá Noregi í þessu máli er vanvirðing við frændur okkar Íslendinga. Fullveldissamtök Noregs, Nei til EU, fara fram á að norska ríkisstjórnin sýni Íslendingum viðeigandi virðingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Hafni Íslendingar orkulöggjöf Evrópusambandsins verður hún ekki hluti af samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Slík niðurstaða yrði í ágætu samræmi við vilja og hagsmuni Norðmanna. Fullveldissamtök Noregs, Nei til EU, hafa brýnt fyrir ríkisstjórn Noregs að virða þá ákvörðun sem Íslendingar munu taka. Markmið tveggja stoða stjórnkerfis EFTA og Evrópusambandsins er meðal annars að koma í veg fyrir að EES-samningurinn belgist út með einhliða ákvörðunum Evrópusambandsins. Það er grundvallaratriði að Noregi, Íslandi og Liechtenstein sé ekki stjórnað af stofnunum Evrópusambandsins. Yfirþjóðleg valdboð skuli ekki verða með öðrum hætti en með ákvörðunum stofnana EFTA. Tíminn hefur á hinn bóginn leitt í ljós að með sívaxandi hugmyndaauðgi í skipulagi stjórnsýslu er þetta grundvallaratriði sniðgengið. Í framkvæmd sogast ríki EFTA undir vald stofnana Evrópusambandsins í stað þess að lúta hliðstæðum stofnunum EFTA. Eftirlitsstofnunin ESA sinnir í raun afgreiðslu fyrir Evrópusambandið og nú síðast orkuskrifstofu sambandsins, ACER.Mikill meirihluti andvígur Ríkisstjórn Noregs og Stórþingið hafa horft fram hjá þeirri staðreynd að norskur almenningur er eindregið á móti því að flytja valdheimildir til Orkuskrifstofu Evrópusambandsins. Með því færast mikilvægir þættir í stjórn orkumála Noregs frá kjörnum fulltrúum í Noregi í hendur stofnunar Evrópusambandsins, en það er krafa sambandsins. Umræða um þetta mál í Noregi er tilfinningaþrungin og hún hefur einkennst af hörðum átökum. Fara þarf aftur til þjóðaratkvæðagreiðslunnar um aðild að Evrópusambandinu árið 1994 til að finna hliðstæðu. Verkalýðshreyfingin, sveitarfélög og sveitarstjórar, héraðsþing, stjórnmálaflokkar og fleiri samtök hafa ýmist hafnað framsali valds í orkumálum eða farið fram á frestun málsins. Skoðanakannanir sýna að aðeins tíundi hluti Norðmanna styður málið. Andstaðan er með öðrum orðum afar sterk. Við höfum veitt eftirtekt vaxandi gremju á Íslandi með að norsk stjórnvöld nýti vægi sitt innan EES til að knýja fram upptöku reglna Evrópusambandsins. Norskir embættismenn lýsa jafnvel yfir niðurstöðu áður en réttmæt yfirvöld hafa rætt málið og áður en nokkur niðurstaða er komin í viðræður Noregs, Íslands og Liechtenstein. Tveggja stoða kerfið er sem sagt orðin tóm og Íslendingar hljóta með réttu að velta fyrir sér hvort hagsmunum þeirra sé best borgið með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Neitun þjónar sameiginlegum hagsmunum Ljóst er að íslenskir stjórnmálaflokkar eru efins um ágæti valdaframsals til Orkuskrifstofu Evrópusambandsins, ACER, og er það sem endurómur af umræðunni í Noregi nú í vetur. Greinilegt er að íslenskir stjórnmálamenn leggja við hlustir þegar þjóðin talar. Munu Íslendingar grípa í taumana og koma í veg fyrir framsal í orkumálum í nafni EES? Engar neikvæðar afleiðingar verða af því að Íslendingar hafni fyrirliggjandi hugmyndum um valdaframsal í orkumálum. Evrópusambandið getur í mesta lagi hafnað fjórða viðauka EES um orkumál, en af því hefði sambandið þó enga hagsmuni. Höfnun á orkumálalöggjöfinni af hálfu Íslendinga mun á hinn bóginn hafa margþætt jákvæð áhrif á norskt samfélag. Hætta er nefnilega á hruni og fjöldaatvinnuleysi í orkufrekum iðnaði í Noregi ef rafmagnið hækkar upp í það sem tíðkast í Evrópusambandinu. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hefur bent á að áhugamenn um EES þurfi að benda skýrar á ágæti þess samnings. Þar liggur beinast við að virða ákvæði samningsins um að engar nýjar reglur verði teknar inn í EES nema öll EFTA-ríkin séu um það sammála. Hvers kyns þrýstingur frá Noregi í þessu máli er vanvirðing við frændur okkar Íslendinga. Fullveldissamtök Noregs, Nei til EU, fara fram á að norska ríkisstjórnin sýni Íslendingum viðeigandi virðingu.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar