Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar 28. apríl 2018 15:42 20 milljónir til vellíðunarverkefna í grunnskólum bæjarins Vellíðan nemenda hefur allt frá upphafi verið einn af aðal áhersluþáttum við úthlutun Þróunarsjóðs grunnskóla í Garðabæ. Vellíðan og trú á eigin getu hefur bein áhrif á árangur. Sá sem finnur fyrir vanlíðan er ekki að lifa styrkleika sína og nær því ekki þeim árangri sem hann annars gæti. Það er því samfélagsleg ábyrgð sveitarfélaga að huga vel að líðan nemenda í skólastarfinu. Ótal tækifæri felast í tilverunni hjá unga fólkinu okkar, en einnig áskoranir sem að hluta til má rekja til stöðugra áreita, samanburðar og hraða í samfélaginu. Tengsl eru á milli skjátíma, svefntíma og líðan ungmenna. Því meiri sem skjátíminn er, því líklegra er að svefninn sé minni og því líklegra að viðkomandi finni fyrir vanlíðan. Þetta er ástæða þess að um 20% af fjármagni Þróunarsjóðs grunnskóla í Garðabæ, eða um 20 milljónum, hefur verið úthlutað til verkefna sem tengjast beint líðan nemenda, félagsfærni og samskiptahæfni síðastliðin fjögur ár. 100 milljónir til þróunarverkefna Þróunarsjóður grunnskóla hefur úthlutað 100 milljónum til fjölþættra verkefna síðastliðin fjögur ár. Yfirlit yfir þessi verkefni má sjá á heimasíðu Garðabæjar. Fleiri verkefni styrkt af þróunarsjóði snúa einnig að vellíðan nemenda svo sem verkefni sem leggja áherslu á jákvæðan skólabrag, lífsleikni, heilbrigðan lífsstíl, siðfræði, samfélagsábyrgð, jafnrétti, náms- og starfsráðgjöf og starfsfræðslu. Sérstök áhersla hefur verið lögð á samspil svefns, snjalltækja og líðan t.d. í forvarnaviku skólanna. Samvinnuverkefni allra grunnskóla sem og sérverkefni tengd vellíðan nemenda Þau verkefni sem þróunarsjóður hefur styrkt og snúa að líðan nemenda eru annars vegar umfangsmikil verkefni sem allir skólar í Garðabæ sameinast um að taka þátt í svo sem Velferð barna sem er liður í því að fylgja heildrænni nálgun er varðar jafnrétti, kynheilbrigði og velferð barna og ungmenna í Garðabæ. Annað dæmi um samvinnuverkefni skólanna er vinaliðaverkefni sem felur m.a. í sér að í frímínútum er boðið upp á skipulagða leiki sem allir eiga aðgengi að á nokkrum stöðum á skólalóðinni. Hins vegar er um að ræða ýmis smærri verkefni innan skóla sem beinast að vellíðan og sjálfsmynd nemenda svo sem verkefnið ,,Ég er frábær eins og ég er“ og verkefnin ,,Að þjálfa jákvætt hugarfar“ og ,,Vinátta og vellíðan“ svo dæmi séu tekin. Styrkir hafa einnig verið veittir til að jóga, slökun og hugleiðsla verði ríkari þáttur í skólastarfinu. Flataskóli varð einn af þremur fyrstu skólum á Íslandi til þess að verða réttindaskóli Unicef, en í slíkum réttindaskólum er áhersla á að hafa börnin með í öllum ákvörðunum sem snerta hag þeirra og réttindi. Val um skóla styður við vellíðan Vellíðan í skóla er grundvöllur námsárangurs. Sjálfsmynd barna skapast að hluta til í gegnum upplifun í skóla, þá náms- og félagslegu stöðu sem barnið upplifir sig í meðal jafnaldra. Í Garðabæ hafa nemendur og foreldrar þeirra val um skóla óháð búsetu sem skapar þann möguleika að börn geta valið skólaumhverfi og –brag sem hentar þeim sem best. Skólarnir eru hvattir til að efla sérstöðu sína og tveir sjálfstætt starfandi skólar í bænum standa börnum í Garðabæ til boða án skólagjalda. Hvert barn hefur sína styrkleika sem þarf að byggja á og sínar þarfir sem skólaumhverfið þarf að koma til móts við, því er val um skóla mikilvægur þáttur í því að tryggja vellíðan grunnskólabarna. Ánægður kennari, ánægðir nemendur Ánægja kennara í starfi hefur áhrif á líðan nemenda og árangur samkvæmt rannsóknum. Garðabær hefur lagt áherslur á að efla starfsumhverfi kennara og annarra starfsmanna skólanna til dæmis í gegnum þróunarsjóð leik- og grunnskól og með stuðningi til frekara náms. Sjóðurinn hefur á þessu kjörtímabili úthlutað styrkjum til margskonar þróunarverkefna sem gefur metnaðarfullum starfmönnum tækfæri til að þróa störf sín áfram og slík verkefni skila sér til nemenda í fjölbreyttum áherslum. Skólarnir þurfa að hafa rými til að hlúa að vellíðan starfsmanna og nemenda með ýmsu móti, það skapar grunn að öflugu skólastarfi. Á komandi kjörtímabili munum við leggja áherslu á að efla enn frekar og útvíkka þróunarsjóði skólanna í Garðabæ og vera í forystu að efla vellíðan nemenda og starfsmanna skólanna. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, formaður skólanefndar grunnskóla og skipar 2. sæti framboðslistans fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar Sigríður Hulda Jónsdóttir Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
20 milljónir til vellíðunarverkefna í grunnskólum bæjarins Vellíðan nemenda hefur allt frá upphafi verið einn af aðal áhersluþáttum við úthlutun Þróunarsjóðs grunnskóla í Garðabæ. Vellíðan og trú á eigin getu hefur bein áhrif á árangur. Sá sem finnur fyrir vanlíðan er ekki að lifa styrkleika sína og nær því ekki þeim árangri sem hann annars gæti. Það er því samfélagsleg ábyrgð sveitarfélaga að huga vel að líðan nemenda í skólastarfinu. Ótal tækifæri felast í tilverunni hjá unga fólkinu okkar, en einnig áskoranir sem að hluta til má rekja til stöðugra áreita, samanburðar og hraða í samfélaginu. Tengsl eru á milli skjátíma, svefntíma og líðan ungmenna. Því meiri sem skjátíminn er, því líklegra er að svefninn sé minni og því líklegra að viðkomandi finni fyrir vanlíðan. Þetta er ástæða þess að um 20% af fjármagni Þróunarsjóðs grunnskóla í Garðabæ, eða um 20 milljónum, hefur verið úthlutað til verkefna sem tengjast beint líðan nemenda, félagsfærni og samskiptahæfni síðastliðin fjögur ár. 100 milljónir til þróunarverkefna Þróunarsjóður grunnskóla hefur úthlutað 100 milljónum til fjölþættra verkefna síðastliðin fjögur ár. Yfirlit yfir þessi verkefni má sjá á heimasíðu Garðabæjar. Fleiri verkefni styrkt af þróunarsjóði snúa einnig að vellíðan nemenda svo sem verkefni sem leggja áherslu á jákvæðan skólabrag, lífsleikni, heilbrigðan lífsstíl, siðfræði, samfélagsábyrgð, jafnrétti, náms- og starfsráðgjöf og starfsfræðslu. Sérstök áhersla hefur verið lögð á samspil svefns, snjalltækja og líðan t.d. í forvarnaviku skólanna. Samvinnuverkefni allra grunnskóla sem og sérverkefni tengd vellíðan nemenda Þau verkefni sem þróunarsjóður hefur styrkt og snúa að líðan nemenda eru annars vegar umfangsmikil verkefni sem allir skólar í Garðabæ sameinast um að taka þátt í svo sem Velferð barna sem er liður í því að fylgja heildrænni nálgun er varðar jafnrétti, kynheilbrigði og velferð barna og ungmenna í Garðabæ. Annað dæmi um samvinnuverkefni skólanna er vinaliðaverkefni sem felur m.a. í sér að í frímínútum er boðið upp á skipulagða leiki sem allir eiga aðgengi að á nokkrum stöðum á skólalóðinni. Hins vegar er um að ræða ýmis smærri verkefni innan skóla sem beinast að vellíðan og sjálfsmynd nemenda svo sem verkefnið ,,Ég er frábær eins og ég er“ og verkefnin ,,Að þjálfa jákvætt hugarfar“ og ,,Vinátta og vellíðan“ svo dæmi séu tekin. Styrkir hafa einnig verið veittir til að jóga, slökun og hugleiðsla verði ríkari þáttur í skólastarfinu. Flataskóli varð einn af þremur fyrstu skólum á Íslandi til þess að verða réttindaskóli Unicef, en í slíkum réttindaskólum er áhersla á að hafa börnin með í öllum ákvörðunum sem snerta hag þeirra og réttindi. Val um skóla styður við vellíðan Vellíðan í skóla er grundvöllur námsárangurs. Sjálfsmynd barna skapast að hluta til í gegnum upplifun í skóla, þá náms- og félagslegu stöðu sem barnið upplifir sig í meðal jafnaldra. Í Garðabæ hafa nemendur og foreldrar þeirra val um skóla óháð búsetu sem skapar þann möguleika að börn geta valið skólaumhverfi og –brag sem hentar þeim sem best. Skólarnir eru hvattir til að efla sérstöðu sína og tveir sjálfstætt starfandi skólar í bænum standa börnum í Garðabæ til boða án skólagjalda. Hvert barn hefur sína styrkleika sem þarf að byggja á og sínar þarfir sem skólaumhverfið þarf að koma til móts við, því er val um skóla mikilvægur þáttur í því að tryggja vellíðan grunnskólabarna. Ánægður kennari, ánægðir nemendur Ánægja kennara í starfi hefur áhrif á líðan nemenda og árangur samkvæmt rannsóknum. Garðabær hefur lagt áherslur á að efla starfsumhverfi kennara og annarra starfsmanna skólanna til dæmis í gegnum þróunarsjóð leik- og grunnskól og með stuðningi til frekara náms. Sjóðurinn hefur á þessu kjörtímabili úthlutað styrkjum til margskonar þróunarverkefna sem gefur metnaðarfullum starfmönnum tækfæri til að þróa störf sín áfram og slík verkefni skila sér til nemenda í fjölbreyttum áherslum. Skólarnir þurfa að hafa rými til að hlúa að vellíðan starfsmanna og nemenda með ýmsu móti, það skapar grunn að öflugu skólastarfi. Á komandi kjörtímabili munum við leggja áherslu á að efla enn frekar og útvíkka þróunarsjóði skólanna í Garðabæ og vera í forystu að efla vellíðan nemenda og starfsmanna skólanna. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, formaður skólanefndar grunnskóla og skipar 2. sæti framboðslistans fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun