Hlustum á orð Friðriks Benedikt Bóas skrifar 12. apríl 2018 07:00 Friðrik Ingi Rúnarsson lét nokkuð áhugaverð orð falla í þættinum Akraborginni á þriðjudag. Friðrik hefur þjálfað körfuboltalið í næstum 100 ár þrátt fyrir að vera aðeins 49 ára. Hann hefur trúlega einhverja mestu íþróttaþjálfarareynslu á Íslandi. Hann var líka í átta ár hjá KKÍ sem framkvæmdastjóri og þekkir körfuboltaíþróttina og íþróttastarf betur en flestir. Þegar talið barst að foreldrum sagði Friðrik að það vantaði meiri virðingu fyrir þjálfarastöðunni. „Foreldrum finnst ekkert tiltökumál að vaða inn á æfingar og horfa á í tíma og ótíma. Jafnvel skipta sér af. Ég hef stundum spurt foreldra hvort þeir vildu að ég kæmi inn á þeirra vinnustað í tíma og ótíma og færi að skipta mér af. Svarið er alltaf skýrt nei.“ Þarna er ég sammála Friðriki. Foreldrar eru margir óþolandi þegar kemur að íþróttaiðkun barna þeirra. Mæta á æfingar og tala hátt, jafnvel þegar börnin eiga að hafa hljóð. Tala í símann og hafa jafnvel skoðanir á því sem menntaður þjálfarinn er að gera og segja. Sumir meira að segja haga sér eins og fávitar á mótum. Þetta gildir bæði um mömmur og pabba. Virðingin fyrir þjálfarastarfinu er lítil sem engin. Hún virðist vera svipuð og hvernig ríkið metur ljósmæður. Æfingar hjá börnum eru ekki barnapössun svo að foreldrar fái klukkutíma á Facebook í friði. Það er verið að kenna þeim fullt af góðum hlutum sem þau taka með sér út í lífið seinna meir. Ef þú, lesandi góður, átt barn í íþróttum – hvaða íþrótt sem er, ekki vera plebbi og fáviti. Það er hallærislegt. Berðu virðingu fyrir þeim sem nenna að þjálfa börnin þín. Hlustum á orð Friðriks. Virðing kostar nefnilega ekkert. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Bóas Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Friðrik Ingi Rúnarsson lét nokkuð áhugaverð orð falla í þættinum Akraborginni á þriðjudag. Friðrik hefur þjálfað körfuboltalið í næstum 100 ár þrátt fyrir að vera aðeins 49 ára. Hann hefur trúlega einhverja mestu íþróttaþjálfarareynslu á Íslandi. Hann var líka í átta ár hjá KKÍ sem framkvæmdastjóri og þekkir körfuboltaíþróttina og íþróttastarf betur en flestir. Þegar talið barst að foreldrum sagði Friðrik að það vantaði meiri virðingu fyrir þjálfarastöðunni. „Foreldrum finnst ekkert tiltökumál að vaða inn á æfingar og horfa á í tíma og ótíma. Jafnvel skipta sér af. Ég hef stundum spurt foreldra hvort þeir vildu að ég kæmi inn á þeirra vinnustað í tíma og ótíma og færi að skipta mér af. Svarið er alltaf skýrt nei.“ Þarna er ég sammála Friðriki. Foreldrar eru margir óþolandi þegar kemur að íþróttaiðkun barna þeirra. Mæta á æfingar og tala hátt, jafnvel þegar börnin eiga að hafa hljóð. Tala í símann og hafa jafnvel skoðanir á því sem menntaður þjálfarinn er að gera og segja. Sumir meira að segja haga sér eins og fávitar á mótum. Þetta gildir bæði um mömmur og pabba. Virðingin fyrir þjálfarastarfinu er lítil sem engin. Hún virðist vera svipuð og hvernig ríkið metur ljósmæður. Æfingar hjá börnum eru ekki barnapössun svo að foreldrar fái klukkutíma á Facebook í friði. Það er verið að kenna þeim fullt af góðum hlutum sem þau taka með sér út í lífið seinna meir. Ef þú, lesandi góður, átt barn í íþróttum – hvaða íþrótt sem er, ekki vera plebbi og fáviti. Það er hallærislegt. Berðu virðingu fyrir þeim sem nenna að þjálfa börnin þín. Hlustum á orð Friðriks. Virðing kostar nefnilega ekkert.
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar