Svarthvíta hetjan mín Steingrímur Ari Arason skrifar 12. apríl 2018 07:00 Guðjón Brjánsson alþingismaður skrifaði í gær, 11. apríl, þriðju greinina í tilefni skýrslu Ríkisendurskoðunar um Sjúkratryggingar Íslands sem kaupanda heilbrigðisþjónustu. Í henni tínir hann til athugasemdir sem varða SÍ og hann telur að eigi sér stoð í skýrslunni. Margar þeirra eru réttmætar, aðrar spurning um sjónarhorn og enn aðrar eru byggðar á misskilningi eða rangtúlkun.Mergur máls Þær niðurstöður og ábendingar sem Ríkisendurskoðun setur fram eru mikilvægt innlegg í þá vinnu sem nú fer fram á vegum Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og lýtur að mótun heilbrigðisstefnu til næstu ára. Það blasir jafnframt við að Sjúkratryggingar Íslands hafa þar stóru hlutverki að gegna og að það er orðið brýnt að hefja uppbyggingu stofnunarinnar sem slegið var á frest vegna efnahagshrunsins. Spurn eftir heilbrigðisþjónustu er að vaxa langt umfram hagvöxt og þar af leiðandi er afar brýnt að innleiða skilvirka forgangsröðun fjármuna. Með hliðsjón af þörfum sjúkratryggðra verður að skilgreina vel þá þjónustu sem við viljum að ríkið taki þátt í að greiða fyrir. Til að tryggja að þjónustan sé veitt með heildstæðum og hagkvæmum hætti verða greiðslur ríkisins að fylgja sjúklingum til veitenda þjónustunnar í samræmi við þörf og fjölda verka. Til þess voru og eru Sjúkratryggingar Íslands. Margar hliðar máls Umfjöllun um einstök mál eða athugasemdir í skýrslu Ríkisendurskoðunar getur verið vandasöm. Dæmi um það er umfjöllun Guðjóns í fyrstu tveimur greinunum, annars vegar um lækniskostnað og hins vegar um endurhæfingu. Guðjón gerir athugasemd við að kostnaður SÍ vegna sérgreinalæknaþjónustu hafi aukist „gríðarlega á undanförnum árum, langt umfram aðra þætti og hlutfallslega yfirgnæfandi mest á höfuðborgarsvæðinu.“ Veruleikinn er á hinn bóginn ekki svarthvítur heldur í lit. Það sést þegar þessi tilvitnun er borin saman við þá staðreynd að frá árinu 2014 til 2017 hefur þjónustuverð Landspítalans (svokallað DRG-verð) hækkað um 27,8%, en einingarverð samkvæmt samningi SÍ við sérgreinalækna um 16,5%. Það sést einnig vel þegar áætlun vegna kostnaðar sjúkratrygginganna við þjálfun (og þá fyrst og fremst sjúkraþjálfun) er skoðuð. Þannig áætla SÍ að kostnaður vegna þjálfunar verði 5.230 m.kr. á árinu 2018 samanborið við 2.670 m.kr. árið 2016. Þetta jafngildir 96% kostnaðarhækkun á tveimur árum. Enn og aftur er þetta dæmi um nauðsyn þess að setja hlutina í rétt samhengi og forðast „trúboð og órökstuddar bábiljur“, eins og Guðjón orðar það. Guðjón gerir athugasemd við að því skuli varpað fram í skýrslunni „að mikill munur sé á kostnaði við rekstur endurhæfingarmiðstöðvarinnar á Reykjalundi og á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði.“ Í framhaldinu gagnrýnir hann Ríkisendurskoðun, segir stofnuninni hafa fatast flugið „því þessi samanburður er ekki raunhæfur, þessar stofnanir eru ekki sambærilegar.“ Hér hallar réttu máli, en í skýrslunni segir orðrétt: „Samkvæmt samanburði Sjúkratrygginga var framlag ríkisins á hvern meðferðartíma í þverfaglegri endurhæfingu ríflega tvöfalt hærra til Reykjalundar en til sambærilegrar þjónustu hjá Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands.“ Orðalagið er skýrt og það á ekki að vera hægt að misskilja. Ríkisendurskoðun er ekki að bera stofnanirnar saman heldur tiltekna þjónustuþætti sem teljast sambærilegir. Hvernig ertu í lit? Dúkkulísurnar sungu um miðbik níunda áratugarins dægurlag um svarthvítu hetjuna sína og spurðu hvernig hún væri í lit. Guðjón segir nú skýrslu Ríkisendurskoðunar svarta Hvítbók forstjórans. Ég segi hana vera í lit. Í kjölfar efnahagshrunsins lögðust menn á árarnar við að verja heilbrigðisþjónustuna eftir fremsta megni. Umgjörðin lét á sjá og uppbygging stjórnsýslunnar, þar á meðal Sjúkratrygginga Íslands, fékk að bíða. Framkvæmdir við húsnæði Landspítalans eru nú komnar á fulla ferð, en stjórnsýslan mætir enn afgangi. Því miður þýðir sú frestun að dæmum um að við séum að spara aurinn og kasta krónunni fjölgar. Sú staðreynd breytir því ekki að margt hefur verið vel gert og árangur náðst á mörgum sviðum. Viðurkennum það, svo og að nauðsynleg uppbygging krefst ekki alltaf niðurrifs.Höfundur er forstjóri Sjúkratrygginga Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Guðjón Brjánsson alþingismaður skrifaði í gær, 11. apríl, þriðju greinina í tilefni skýrslu Ríkisendurskoðunar um Sjúkratryggingar Íslands sem kaupanda heilbrigðisþjónustu. Í henni tínir hann til athugasemdir sem varða SÍ og hann telur að eigi sér stoð í skýrslunni. Margar þeirra eru réttmætar, aðrar spurning um sjónarhorn og enn aðrar eru byggðar á misskilningi eða rangtúlkun.Mergur máls Þær niðurstöður og ábendingar sem Ríkisendurskoðun setur fram eru mikilvægt innlegg í þá vinnu sem nú fer fram á vegum Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og lýtur að mótun heilbrigðisstefnu til næstu ára. Það blasir jafnframt við að Sjúkratryggingar Íslands hafa þar stóru hlutverki að gegna og að það er orðið brýnt að hefja uppbyggingu stofnunarinnar sem slegið var á frest vegna efnahagshrunsins. Spurn eftir heilbrigðisþjónustu er að vaxa langt umfram hagvöxt og þar af leiðandi er afar brýnt að innleiða skilvirka forgangsröðun fjármuna. Með hliðsjón af þörfum sjúkratryggðra verður að skilgreina vel þá þjónustu sem við viljum að ríkið taki þátt í að greiða fyrir. Til að tryggja að þjónustan sé veitt með heildstæðum og hagkvæmum hætti verða greiðslur ríkisins að fylgja sjúklingum til veitenda þjónustunnar í samræmi við þörf og fjölda verka. Til þess voru og eru Sjúkratryggingar Íslands. Margar hliðar máls Umfjöllun um einstök mál eða athugasemdir í skýrslu Ríkisendurskoðunar getur verið vandasöm. Dæmi um það er umfjöllun Guðjóns í fyrstu tveimur greinunum, annars vegar um lækniskostnað og hins vegar um endurhæfingu. Guðjón gerir athugasemd við að kostnaður SÍ vegna sérgreinalæknaþjónustu hafi aukist „gríðarlega á undanförnum árum, langt umfram aðra þætti og hlutfallslega yfirgnæfandi mest á höfuðborgarsvæðinu.“ Veruleikinn er á hinn bóginn ekki svarthvítur heldur í lit. Það sést þegar þessi tilvitnun er borin saman við þá staðreynd að frá árinu 2014 til 2017 hefur þjónustuverð Landspítalans (svokallað DRG-verð) hækkað um 27,8%, en einingarverð samkvæmt samningi SÍ við sérgreinalækna um 16,5%. Það sést einnig vel þegar áætlun vegna kostnaðar sjúkratrygginganna við þjálfun (og þá fyrst og fremst sjúkraþjálfun) er skoðuð. Þannig áætla SÍ að kostnaður vegna þjálfunar verði 5.230 m.kr. á árinu 2018 samanborið við 2.670 m.kr. árið 2016. Þetta jafngildir 96% kostnaðarhækkun á tveimur árum. Enn og aftur er þetta dæmi um nauðsyn þess að setja hlutina í rétt samhengi og forðast „trúboð og órökstuddar bábiljur“, eins og Guðjón orðar það. Guðjón gerir athugasemd við að því skuli varpað fram í skýrslunni „að mikill munur sé á kostnaði við rekstur endurhæfingarmiðstöðvarinnar á Reykjalundi og á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði.“ Í framhaldinu gagnrýnir hann Ríkisendurskoðun, segir stofnuninni hafa fatast flugið „því þessi samanburður er ekki raunhæfur, þessar stofnanir eru ekki sambærilegar.“ Hér hallar réttu máli, en í skýrslunni segir orðrétt: „Samkvæmt samanburði Sjúkratrygginga var framlag ríkisins á hvern meðferðartíma í þverfaglegri endurhæfingu ríflega tvöfalt hærra til Reykjalundar en til sambærilegrar þjónustu hjá Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands.“ Orðalagið er skýrt og það á ekki að vera hægt að misskilja. Ríkisendurskoðun er ekki að bera stofnanirnar saman heldur tiltekna þjónustuþætti sem teljast sambærilegir. Hvernig ertu í lit? Dúkkulísurnar sungu um miðbik níunda áratugarins dægurlag um svarthvítu hetjuna sína og spurðu hvernig hún væri í lit. Guðjón segir nú skýrslu Ríkisendurskoðunar svarta Hvítbók forstjórans. Ég segi hana vera í lit. Í kjölfar efnahagshrunsins lögðust menn á árarnar við að verja heilbrigðisþjónustuna eftir fremsta megni. Umgjörðin lét á sjá og uppbygging stjórnsýslunnar, þar á meðal Sjúkratrygginga Íslands, fékk að bíða. Framkvæmdir við húsnæði Landspítalans eru nú komnar á fulla ferð, en stjórnsýslan mætir enn afgangi. Því miður þýðir sú frestun að dæmum um að við séum að spara aurinn og kasta krónunni fjölgar. Sú staðreynd breytir því ekki að margt hefur verið vel gert og árangur náðst á mörgum sviðum. Viðurkennum það, svo og að nauðsynleg uppbygging krefst ekki alltaf niðurrifs.Höfundur er forstjóri Sjúkratrygginga Íslands
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar