Smálán eru ekki rót vandans Benjamín Julian skrifar 15. apríl 2018 12:15 Árið 2009, þegar fólki var hent úr húsum og vinnu, á leigumarkað eða inná fjölskylduna, birtust jakkafataklæddir björgunarhringir: smálánafyrirtækin. Alla sem vantaði reddingu í ólgusjónum þurftu bara að senda SMS. „Lögin eru nokkuð víð,“ sagði einn framkvæmdastjórinn. Hann meinti að þau væru ginnungagap. Uppfrá því hafa verið átök á þingi: Einhverjir vilja banna fátæklingum að taka smálán, aðrir vilja kenna þeim fjármálalæsi svo þeir falli ekki fyrir þeim. En það er bara eitt heilbrigt svar, þegar samfélagið er orðið svo morkið að smálánafyrirtæki eru farin að vaxa á því: Það þarf að útrýma fátækt. Þetta þýðir ekki að smálán séu ekki ógeðslegt fyrirbæri. Það er til dæmis eitthvað alveg einstaklega svívirðilegt við það að GAMMA, sem kúgar úr fátækum leigjendum líftóruna, hafi á sínum snærum smálánafyrirtæki líka. Í upphafi mánaðar tekur þessi fjárfestingasjóður íslensku elítunnar næstum alla útborgun lágstéttarinnar í leigupening, og í lok mánaðar lánar hann sama fólki fyrir reddingum og óvæntum útgjöldum á okurvöxtum. Gildran sem fátækir festast í kristallast í skilmálum smálána. Á meðan ríkt fólk getur fengið kúlulán á lágum vöxtum og borgað þau (ef það hentar þeim, eða fengið þau afskrifuð), þá þarft fátækt fólk að taka lán á mörghundruð prósenta vöxtum. Ríkt fólk kemst í gegnum hvaða greiðslumat sem er. Fátæklingar mega bara fá lán hjá þeim sem gefa skít í þau. Þetta bætist ofaná aðra seyru sem fylgir fátækt: þak yfir höfuðið kostar bróðurpart af tekjum, maturinn er af ódýrustu sort sem skemmir heilsuna og bætir læknisgjöldum ofaná okurvextina og kúgandi leiguverðið. Það er klisja, en það er klisja því það er satt: það er dýrt að vera fátækur. Smálán eru samfélagslegt eitur -- og þau eru ekki smart. Síðustu daga hafa þau aftur rekið skrímslahöfuðið sitt uppí fjölmiðla, og betra fólk hrekkur við og vill láta banna ógeðið. (Þetta er, einsog fyrri daginn, fólkið sem á meiri peninga en svo að það þurfi sjálft smálán, en á samt ekki nógu marga peninga til að láta GAMMA ávaxta þá með rekstri smálánafyrirtækis.) En hér er svekkjandi sannleikurinn. Ef tekjurnar þínar eru of lágar til að endast mánuðinn, þá þarftu einfaldlega stundum smálán til að redda þér. Ef þú átt nákvæmlega engan pening fyrir mat, því þú varðst að fara til tannlæknis, þá er betra að taka smálán en að svelta. Stundum viltu frekar herða beltið (ennþá meira) í næsta mánuði heldur en að eiga ekki fyrir afmælisgjöf handa barninu. Stundum þarftu smálán til að komast í eða klára nám. Smálán eru ekki rót vandans. Þau eru sullurinn sem lekur úr veiku samfélagi. Maður bannar ekki sárin, og maður bannar ekki plástrana sem eru settir á þau. Maður læknar sjúkdóminn -- og sjúkdómurinn er fátækt. Allt of lág laun, sum í boði Reykjavíkurborgar, og allt of lágar bætur, ofaní gersamlega hömlulausan húsnæðismarkað, eru ekki boðlegar þegar við erum í lengsta góðæri og mesta ríkidæmi Íslands frá upphafi. Ekki bara óboðlegar, þær eru glæpsamlegar. Við höfum oft heyrt að kröfur láglaunastéttanna miði að því að leggja samfélagið á hliðina, að allt fari í rúst ef allir fá mannsæmandi laun. Þessi blekking er engu sannari í dag en hún var áður. Eini munurinn er að nú eru svonefndir vinstriflokkar farnir að bergmála þennan áróður auðvaldsins. Sannleikurinn er sá að samfélagið er þegar farið á hliðina. Til að koma því aftur í lag þarf fólkið sem verður fyrir hversdagslegu ofríki braskara og félagsmálayfirvalda og láglaunavinnustaða að fá hlutdeild í stjórnun þess. “Ekkert um okkur án okkar” gildir líka um fátækt, og það er undir leiðsögn hinna fátæku sem við getum ráðið úr henni. Bönnum ekki smálán; útrýmum fátækt.Höfundur er frambjóðandi fyrir Sósíalistaflokkinn í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Smálán Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Árið 2009, þegar fólki var hent úr húsum og vinnu, á leigumarkað eða inná fjölskylduna, birtust jakkafataklæddir björgunarhringir: smálánafyrirtækin. Alla sem vantaði reddingu í ólgusjónum þurftu bara að senda SMS. „Lögin eru nokkuð víð,“ sagði einn framkvæmdastjórinn. Hann meinti að þau væru ginnungagap. Uppfrá því hafa verið átök á þingi: Einhverjir vilja banna fátæklingum að taka smálán, aðrir vilja kenna þeim fjármálalæsi svo þeir falli ekki fyrir þeim. En það er bara eitt heilbrigt svar, þegar samfélagið er orðið svo morkið að smálánafyrirtæki eru farin að vaxa á því: Það þarf að útrýma fátækt. Þetta þýðir ekki að smálán séu ekki ógeðslegt fyrirbæri. Það er til dæmis eitthvað alveg einstaklega svívirðilegt við það að GAMMA, sem kúgar úr fátækum leigjendum líftóruna, hafi á sínum snærum smálánafyrirtæki líka. Í upphafi mánaðar tekur þessi fjárfestingasjóður íslensku elítunnar næstum alla útborgun lágstéttarinnar í leigupening, og í lok mánaðar lánar hann sama fólki fyrir reddingum og óvæntum útgjöldum á okurvöxtum. Gildran sem fátækir festast í kristallast í skilmálum smálána. Á meðan ríkt fólk getur fengið kúlulán á lágum vöxtum og borgað þau (ef það hentar þeim, eða fengið þau afskrifuð), þá þarft fátækt fólk að taka lán á mörghundruð prósenta vöxtum. Ríkt fólk kemst í gegnum hvaða greiðslumat sem er. Fátæklingar mega bara fá lán hjá þeim sem gefa skít í þau. Þetta bætist ofaná aðra seyru sem fylgir fátækt: þak yfir höfuðið kostar bróðurpart af tekjum, maturinn er af ódýrustu sort sem skemmir heilsuna og bætir læknisgjöldum ofaná okurvextina og kúgandi leiguverðið. Það er klisja, en það er klisja því það er satt: það er dýrt að vera fátækur. Smálán eru samfélagslegt eitur -- og þau eru ekki smart. Síðustu daga hafa þau aftur rekið skrímslahöfuðið sitt uppí fjölmiðla, og betra fólk hrekkur við og vill láta banna ógeðið. (Þetta er, einsog fyrri daginn, fólkið sem á meiri peninga en svo að það þurfi sjálft smálán, en á samt ekki nógu marga peninga til að láta GAMMA ávaxta þá með rekstri smálánafyrirtækis.) En hér er svekkjandi sannleikurinn. Ef tekjurnar þínar eru of lágar til að endast mánuðinn, þá þarftu einfaldlega stundum smálán til að redda þér. Ef þú átt nákvæmlega engan pening fyrir mat, því þú varðst að fara til tannlæknis, þá er betra að taka smálán en að svelta. Stundum viltu frekar herða beltið (ennþá meira) í næsta mánuði heldur en að eiga ekki fyrir afmælisgjöf handa barninu. Stundum þarftu smálán til að komast í eða klára nám. Smálán eru ekki rót vandans. Þau eru sullurinn sem lekur úr veiku samfélagi. Maður bannar ekki sárin, og maður bannar ekki plástrana sem eru settir á þau. Maður læknar sjúkdóminn -- og sjúkdómurinn er fátækt. Allt of lág laun, sum í boði Reykjavíkurborgar, og allt of lágar bætur, ofaní gersamlega hömlulausan húsnæðismarkað, eru ekki boðlegar þegar við erum í lengsta góðæri og mesta ríkidæmi Íslands frá upphafi. Ekki bara óboðlegar, þær eru glæpsamlegar. Við höfum oft heyrt að kröfur láglaunastéttanna miði að því að leggja samfélagið á hliðina, að allt fari í rúst ef allir fá mannsæmandi laun. Þessi blekking er engu sannari í dag en hún var áður. Eini munurinn er að nú eru svonefndir vinstriflokkar farnir að bergmála þennan áróður auðvaldsins. Sannleikurinn er sá að samfélagið er þegar farið á hliðina. Til að koma því aftur í lag þarf fólkið sem verður fyrir hversdagslegu ofríki braskara og félagsmálayfirvalda og láglaunavinnustaða að fá hlutdeild í stjórnun þess. “Ekkert um okkur án okkar” gildir líka um fátækt, og það er undir leiðsögn hinna fátæku sem við getum ráðið úr henni. Bönnum ekki smálán; útrýmum fátækt.Höfundur er frambjóðandi fyrir Sósíalistaflokkinn í Reykjavík.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar