Að bjarga heiminum Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 16. apríl 2018 10:00 Löngum hafa foreldrar lagt börnum sínum hinar ýmsu lífsreglur, bæði í stóru og smáu. Ein af þeim er að ganga vel um umhverfið. Kynslóðir hafa fengið þessa ábendingu, en eitthvað gleymist greinilega á vegferðinni í gegnum lífið því það er nokkuð sama hvert er farið, ruslið blasir við. Þetta gerist þrátt fyrir að það teljist til almennra mannasiða að henda ekki frá sér rusli og skilja eftir í umhverfinu. Almennir mannasiðir eru kannski ekki svo almennir. Þótt útlitið sé ekki fallegt og sóðaskapurinn blasi við í alltof miklum mæli þá glittir samt í sólargeisla. Þar er á ferð hópur fólks sem hefur ekki geð í sér til að horfa upp á torg, stræti og náttúru fyllast af rusli. Þetta röska fólk telur ekki eftir sér að ganga um og tína upp ruslið sem náunginn fleygði frá sér í hugsunarleysi. Þarna er alls konar fólk á ferð og á öllum aldri. Sumir vekja óneitanlega meiri athygli en aðrir. Það á til dæmis við um hinn unga Atla Svavarsson, sem á dögunum hlaut Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins í flokknum Frá kynslóð til kynslóðar. Þessi ellefu ára gamli verðlaunahafi stofnaði fyrir rúmu ári verkefni, sem nefnist hinu hugumstóra nafni, „Save the world“ og snýst um að tína rusl úr umhverfinu. „Það er ekki gott fyrir umhverfið að henda rusli á víðavangi. Hættið þessu og setjið það í ruslatunnu. Það er ekki það erfitt,“ segir Atli réttilega. Í ljóði eftir Guðmund Böðvarsson stendur: „Ef æskan bregst þeirri ættjörð sem henni var gefin/ er ekkert í heiminum til sem bjargar því landi.“ Æskan er ekki að bregðast landinu, eins og sést í verkum hins unga Atla. Meðan fullorðnar sjóaðar sálir eru margar hverjar orðnar fremur hertar í kaldlyndi sínu og hafa fyrir löngu gefist upp á hugmyndinni um að bjarga heimi sem virðist ekki vera viðbjargandi þá lætur Atli hendur standa fram úr ermum. Honum tekst á hverjum degi að gera umhverfið fegurra. Það framtak hlýtur að vekja okkur til umhugsunar um að ef allir leggja sitt litla lóð á vogarskálar þá verður árangur um leið afar sjáanlegur. Það er ekki vita vonlaust að bjarga heiminum. Það veit Atli mætavel og vonandi verður hann alltaf á þeirri skoðun. Um allt land er fólk sem ann náttúrunni og situr ekki aðgerðarlaust hjá heldur fer af stað til að tína upp rusl og fylla poka og sekki. Einhvers staðar eru þeir líka sóðarnir sem stöðugt menga umhverfið með því að henda frá sér rusli. Þeir þurfa ekki að bera ábyrgð á gjörðum sínum og sennilega hugsa þeir ekkert sérstaklega um það að þeir séu að skemma umhverfi sitt, hvað þá að þeir fyllist votti af sektarkennd við tilhugsunina um að það komi í annarra hlut að taka til eftir þá. Skilaboðin til þeirra eru hins vegar skýr, þökk sé þeim fjölda landsmanna sem ofbýður ástandið og reyna að grípa í taumana með því að láta verkin tala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Löngum hafa foreldrar lagt börnum sínum hinar ýmsu lífsreglur, bæði í stóru og smáu. Ein af þeim er að ganga vel um umhverfið. Kynslóðir hafa fengið þessa ábendingu, en eitthvað gleymist greinilega á vegferðinni í gegnum lífið því það er nokkuð sama hvert er farið, ruslið blasir við. Þetta gerist þrátt fyrir að það teljist til almennra mannasiða að henda ekki frá sér rusli og skilja eftir í umhverfinu. Almennir mannasiðir eru kannski ekki svo almennir. Þótt útlitið sé ekki fallegt og sóðaskapurinn blasi við í alltof miklum mæli þá glittir samt í sólargeisla. Þar er á ferð hópur fólks sem hefur ekki geð í sér til að horfa upp á torg, stræti og náttúru fyllast af rusli. Þetta röska fólk telur ekki eftir sér að ganga um og tína upp ruslið sem náunginn fleygði frá sér í hugsunarleysi. Þarna er alls konar fólk á ferð og á öllum aldri. Sumir vekja óneitanlega meiri athygli en aðrir. Það á til dæmis við um hinn unga Atla Svavarsson, sem á dögunum hlaut Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins í flokknum Frá kynslóð til kynslóðar. Þessi ellefu ára gamli verðlaunahafi stofnaði fyrir rúmu ári verkefni, sem nefnist hinu hugumstóra nafni, „Save the world“ og snýst um að tína rusl úr umhverfinu. „Það er ekki gott fyrir umhverfið að henda rusli á víðavangi. Hættið þessu og setjið það í ruslatunnu. Það er ekki það erfitt,“ segir Atli réttilega. Í ljóði eftir Guðmund Böðvarsson stendur: „Ef æskan bregst þeirri ættjörð sem henni var gefin/ er ekkert í heiminum til sem bjargar því landi.“ Æskan er ekki að bregðast landinu, eins og sést í verkum hins unga Atla. Meðan fullorðnar sjóaðar sálir eru margar hverjar orðnar fremur hertar í kaldlyndi sínu og hafa fyrir löngu gefist upp á hugmyndinni um að bjarga heimi sem virðist ekki vera viðbjargandi þá lætur Atli hendur standa fram úr ermum. Honum tekst á hverjum degi að gera umhverfið fegurra. Það framtak hlýtur að vekja okkur til umhugsunar um að ef allir leggja sitt litla lóð á vogarskálar þá verður árangur um leið afar sjáanlegur. Það er ekki vita vonlaust að bjarga heiminum. Það veit Atli mætavel og vonandi verður hann alltaf á þeirri skoðun. Um allt land er fólk sem ann náttúrunni og situr ekki aðgerðarlaust hjá heldur fer af stað til að tína upp rusl og fylla poka og sekki. Einhvers staðar eru þeir líka sóðarnir sem stöðugt menga umhverfið með því að henda frá sér rusli. Þeir þurfa ekki að bera ábyrgð á gjörðum sínum og sennilega hugsa þeir ekkert sérstaklega um það að þeir séu að skemma umhverfi sitt, hvað þá að þeir fyllist votti af sektarkennd við tilhugsunina um að það komi í annarra hlut að taka til eftir þá. Skilaboðin til þeirra eru hins vegar skýr, þökk sé þeim fjölda landsmanna sem ofbýður ástandið og reyna að grípa í taumana með því að láta verkin tala.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun