BrewDog stefnir á að opna bar á Íslandi Benedikt Bóas skrifar 16. apríl 2018 06:00 James Watt, annar stofnenda BrewDog-brugghússins sem boðar komu sína til Íslands. Vísir/Getty Brugghúsið BrewDog hefur tilkynnt að það ætli að opna bari í Suður-Kóreu, á Spáni og Íslandi. Stofnendur BrewDog, James Watt og Martin Dickie, uppljóstruðu áætlunum fyrirtækisins á hinum árlega General Mayhem fundi í Aberdeen í Skotlandi fyrir framan 8.000 manns. Alls ætlar BrewDog að opna 17 nýja bari á árinu. Sex verða í Skotlandi, fjórir á Englandi og sjö víða um heim, meðal annars í Reykjavík. Auk þess að tilkynna útrás BrewDog um heiminn upplýstu þeir Watt og Dickie að salan hefði aukist um 78 prósent á milli ára og veltan um 55 prósent. Það er því von á risa inn á barmarkaðinn hér á landi.Sjá einnig: Brewdog vill opna Brewdog-bar í Reykjavík Guðfinnur Sölvi Karlsson, löngum þekktur sem Finni, sem á og rekur Prikið segist ekkert kvíða komu BrewDog á íslenskan bar- og bjórmarkað. „Þeir eru velkomnir á markaðinn og vonandi verða þeir bara í stuði. Einn BrewDog verður gott innlegg í barflóruna hér á landi. Hefur kannski áhrif á einhverja án þess að ég viti það. Kannski endar það þannig að við kaupum af þeim bjór og bjóðum upp á ódýran gæðabjór frá BrewDog,“ segir hann. Finni vill þó ekki taka svo djúpt í árinni að þetta jafnist á við komu Costco til landsins.BrewDog er gríðarlega stórt brugghús og einn fyrsti IPA-bjórinn sem Íslendingar gátu keypt í ÁTVR var einmitt frá fyrirtækinu. Jafnvel væri hægt að orða það sem svo að IPA-klikkunin sé þeim að kennaVísir/getty Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Tengdar fréttir Brewdog vill opna Brewdog-bar í Reykjavík Skoska bruggsmiðjan leitar nú að samstarfsaðilum til þess að opna bar í Reykjavík. 25. janúar 2016 13:15 Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
Brugghúsið BrewDog hefur tilkynnt að það ætli að opna bari í Suður-Kóreu, á Spáni og Íslandi. Stofnendur BrewDog, James Watt og Martin Dickie, uppljóstruðu áætlunum fyrirtækisins á hinum árlega General Mayhem fundi í Aberdeen í Skotlandi fyrir framan 8.000 manns. Alls ætlar BrewDog að opna 17 nýja bari á árinu. Sex verða í Skotlandi, fjórir á Englandi og sjö víða um heim, meðal annars í Reykjavík. Auk þess að tilkynna útrás BrewDog um heiminn upplýstu þeir Watt og Dickie að salan hefði aukist um 78 prósent á milli ára og veltan um 55 prósent. Það er því von á risa inn á barmarkaðinn hér á landi.Sjá einnig: Brewdog vill opna Brewdog-bar í Reykjavík Guðfinnur Sölvi Karlsson, löngum þekktur sem Finni, sem á og rekur Prikið segist ekkert kvíða komu BrewDog á íslenskan bar- og bjórmarkað. „Þeir eru velkomnir á markaðinn og vonandi verða þeir bara í stuði. Einn BrewDog verður gott innlegg í barflóruna hér á landi. Hefur kannski áhrif á einhverja án þess að ég viti það. Kannski endar það þannig að við kaupum af þeim bjór og bjóðum upp á ódýran gæðabjór frá BrewDog,“ segir hann. Finni vill þó ekki taka svo djúpt í árinni að þetta jafnist á við komu Costco til landsins.BrewDog er gríðarlega stórt brugghús og einn fyrsti IPA-bjórinn sem Íslendingar gátu keypt í ÁTVR var einmitt frá fyrirtækinu. Jafnvel væri hægt að orða það sem svo að IPA-klikkunin sé þeim að kennaVísir/getty
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Tengdar fréttir Brewdog vill opna Brewdog-bar í Reykjavík Skoska bruggsmiðjan leitar nú að samstarfsaðilum til þess að opna bar í Reykjavík. 25. janúar 2016 13:15 Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
Brewdog vill opna Brewdog-bar í Reykjavík Skoska bruggsmiðjan leitar nú að samstarfsaðilum til þess að opna bar í Reykjavík. 25. janúar 2016 13:15