Skammsýni og sóun Steingrímur Ari Arason skrifar 17. apríl 2018 07:00 Systur tvær „skammsýni og sóun“ fara oft saman. Í atvinnurekstri og stjórnmálum er viðvarandi viðfangsefni að fyrirbyggja að þær fái ráðið för.Kerfið segir nei Ragnar Hall lögmaður skrifaði 13. apríl sl. athyglisverða grein þar sem fjallað er um þá niðurstöðu Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og úrskurðarnefndar velferðarmála að synja einstaklingi um greiðsluþátttöku vegna liðskiptaaðgerðar hjá Klíníkinni Ármúla. Þetta gerist þrátt fyrir að einstaklingurinn hafi verið í brýnni þörf fyrir aðgerðina, þrátt fyrir meira en árs bið eftir aðgerðinni hjá Landspítalanum, þrátt fyrir að Klíníkin Ármúla hafi uppfyllt öll fagleg skilyrði og þrátt fyrir lægri kostnað ríkisins við að samþykkja aðgerðina hjá íslenskum fremur en sænskum aðila. Nei skal það vera þar sem SÍ hafa einungis heimild til að taka þátt í kostnaði við liðskiptaaðgerðir sem framkvæmdar eru erlendis. Í byrjun árs biðu um 1.100 einstaklingar eftir að komast í liðskiptaaðgerð. Meðalbiðtíminn var um sex mánuðir, en jafnframt upplýst að biðin eftir að komast á biðlistann gæti verið 6-8 mánuðir! Starfsmenn sjúkrahúsa, ekki síst Landspítalans, eru þannig settir í óbærilega stöðu. Synja þarf fólki um þjónustu sem það á rétt á. Jafnframt fer mikill tími starfsmanna í að flokka sjúklingana og í raun að mismuna þeim: „Hvort á að komast á undan í aðgerð sá sem er búinn að bíða í tólf mánuði uppdópaður á verkjalyfjum eða sá sem er búinn að bíða í sex mánuði sárkvalinn?“ Skammsýni Frá árinu 2016, þegar sérstakt átak til að stytta biðlista hófst, hafa þrír heilbrigðisráðherrar ákveðið að liðskiptaaðgerðir í íslenska heibrigðiskerfinu skuli einungis vera í boði hjá stofnunum ríkisins. Samtímis hefur þeirri ósk SÍ verið hafnað að semja um gerviliðaaðgerðir á þeim grunni að „mæli fagleg og fjárhagsleg rök með því verði SÍ jafnframt heimilað að semja um hluta aðgerðanna við sjálfstætt starfandi bæklunarlækna.“ Ósk sem er sett fram til að tryggja sjúkratryggðum greiðan aðgang að þjónustunni og að nýta fjármuni ríkisins eins vel og kostur er. Árið 2018 hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að fela Landspítala, Sjúkrahúsinu á Akureyri og Heilbrigðisstofnun Vesturlands að framkvæma allar biðlistaaðgerðir átaksins án sérstaks samnings. Þetta er ákveðið þó að fyrir liggi að sjálfstætt starfandi aðilar séu einnig reiðubúnir að veita þjónustuna og að biðlistaaðgerðirnar koma orðið niður á annarri þjónustu Landspítalans. Þannig mátti nýverið lesa í blöðum að takmarkaður mannskapur og aðstöðuleysi valda því að oft þarf að fresta stærri aðgerðum á skurðstofum. Dæmi er um að hjartaaðgerð sjúklings hafi verið frestað sex sinnum. Vegna skorts á legurýmum á gjörgæsludeild og skorts á sérhæfðu hjúkrunarfólki kemst Landspítalinn ekki hjá því að fresta skipulögðum aðgerðum sem krefjast gjörgæslu „jafnvel þótt um lífsnauðsynlegar aðgerðir sé að ræða.“ Sóun Ragnar Hall bendir á að kostnaður sjúkratrygginganna vegna liðskiptaaðgerða sé í flestum tilvikum hærri erlendis en hérlendis. Með því að sækja þjónustuna til útlanda kemur óhjákvæmilega alls konar viðbótarkostnaður til sögunnar. Löngu og erfiðu ferðalagi fylgir fyrirhöfn og óþægindi. Sjúkdómar og aðstöðuleysi geta auk þess útilokað að einstaklingar eigi þess kost að sækja meðferð erlendis á eigin vegum. Staða þeirra er þannig að þeir verða að bíða eftir meðferð innan íslenska heilbrigðiskerfisins. Þessu til viðbótar má svo ekki gleyma sóuninni sem fylgir því að íslenska heilbrigðiskerfið skuli láta það líðast ár eftir ár að sjúklingar þurfi að bíða í neyð eftir aðgerð umfram þrjá mánuði. Svo dæmi sé tekið sýnir íslensk athugun frá árinu 2014 að lækka mætti samfélagslegan kostnað á hvern sjúkling um a.m.k. 500 þús.kr. með því að stytta biðlista eftir liðskiptaaðgerð á hné niður í þrjá mánuði, en bið umfram það er talin óásættanleg samkvæmt viðmiði Embættis landlæknis. Skynsemin segir já Árið 2004 sagði Birgir Jakobsson, nú nýskipaður aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, að biðraðamenning innan heilbrigðiskerfisins væri krónískur sjúkdómur sem að verulegu leyti væri skipulagsgalli. Undir það er tekið. Flest Evrópulönd hafa nú leyst þennan skipulagsgalla og treyst réttarstöðu sjúkratryggðra, sbr. „vårdgaranti-fyrirkomulagið“ í Svíþjóð. Ef stofnanir ríkisins og samningsbundnir þjónustuveitendur eru ekki sjálfir í stakk búnir til að veita þjónustu sem sjúkratryggðir eiga rétt á innan ásættanlegra tímamarka ber þeim að vísa á tiltekinn annan veitanda. Að öðrum kosti er sjúkratryggðum gert kleift að leita eftir þjónustunni út fyrir „kerfið“. Þar af leiðandi verður það einungis í undantekningartilvikum að ekki tekst að framkvæma umsamda aðgerð á réttum tíma.Höfundur er forstjóri Sjúkratrygginga Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Systur tvær „skammsýni og sóun“ fara oft saman. Í atvinnurekstri og stjórnmálum er viðvarandi viðfangsefni að fyrirbyggja að þær fái ráðið för.Kerfið segir nei Ragnar Hall lögmaður skrifaði 13. apríl sl. athyglisverða grein þar sem fjallað er um þá niðurstöðu Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og úrskurðarnefndar velferðarmála að synja einstaklingi um greiðsluþátttöku vegna liðskiptaaðgerðar hjá Klíníkinni Ármúla. Þetta gerist þrátt fyrir að einstaklingurinn hafi verið í brýnni þörf fyrir aðgerðina, þrátt fyrir meira en árs bið eftir aðgerðinni hjá Landspítalanum, þrátt fyrir að Klíníkin Ármúla hafi uppfyllt öll fagleg skilyrði og þrátt fyrir lægri kostnað ríkisins við að samþykkja aðgerðina hjá íslenskum fremur en sænskum aðila. Nei skal það vera þar sem SÍ hafa einungis heimild til að taka þátt í kostnaði við liðskiptaaðgerðir sem framkvæmdar eru erlendis. Í byrjun árs biðu um 1.100 einstaklingar eftir að komast í liðskiptaaðgerð. Meðalbiðtíminn var um sex mánuðir, en jafnframt upplýst að biðin eftir að komast á biðlistann gæti verið 6-8 mánuðir! Starfsmenn sjúkrahúsa, ekki síst Landspítalans, eru þannig settir í óbærilega stöðu. Synja þarf fólki um þjónustu sem það á rétt á. Jafnframt fer mikill tími starfsmanna í að flokka sjúklingana og í raun að mismuna þeim: „Hvort á að komast á undan í aðgerð sá sem er búinn að bíða í tólf mánuði uppdópaður á verkjalyfjum eða sá sem er búinn að bíða í sex mánuði sárkvalinn?“ Skammsýni Frá árinu 2016, þegar sérstakt átak til að stytta biðlista hófst, hafa þrír heilbrigðisráðherrar ákveðið að liðskiptaaðgerðir í íslenska heibrigðiskerfinu skuli einungis vera í boði hjá stofnunum ríkisins. Samtímis hefur þeirri ósk SÍ verið hafnað að semja um gerviliðaaðgerðir á þeim grunni að „mæli fagleg og fjárhagsleg rök með því verði SÍ jafnframt heimilað að semja um hluta aðgerðanna við sjálfstætt starfandi bæklunarlækna.“ Ósk sem er sett fram til að tryggja sjúkratryggðum greiðan aðgang að þjónustunni og að nýta fjármuni ríkisins eins vel og kostur er. Árið 2018 hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að fela Landspítala, Sjúkrahúsinu á Akureyri og Heilbrigðisstofnun Vesturlands að framkvæma allar biðlistaaðgerðir átaksins án sérstaks samnings. Þetta er ákveðið þó að fyrir liggi að sjálfstætt starfandi aðilar séu einnig reiðubúnir að veita þjónustuna og að biðlistaaðgerðirnar koma orðið niður á annarri þjónustu Landspítalans. Þannig mátti nýverið lesa í blöðum að takmarkaður mannskapur og aðstöðuleysi valda því að oft þarf að fresta stærri aðgerðum á skurðstofum. Dæmi er um að hjartaaðgerð sjúklings hafi verið frestað sex sinnum. Vegna skorts á legurýmum á gjörgæsludeild og skorts á sérhæfðu hjúkrunarfólki kemst Landspítalinn ekki hjá því að fresta skipulögðum aðgerðum sem krefjast gjörgæslu „jafnvel þótt um lífsnauðsynlegar aðgerðir sé að ræða.“ Sóun Ragnar Hall bendir á að kostnaður sjúkratrygginganna vegna liðskiptaaðgerða sé í flestum tilvikum hærri erlendis en hérlendis. Með því að sækja þjónustuna til útlanda kemur óhjákvæmilega alls konar viðbótarkostnaður til sögunnar. Löngu og erfiðu ferðalagi fylgir fyrirhöfn og óþægindi. Sjúkdómar og aðstöðuleysi geta auk þess útilokað að einstaklingar eigi þess kost að sækja meðferð erlendis á eigin vegum. Staða þeirra er þannig að þeir verða að bíða eftir meðferð innan íslenska heilbrigðiskerfisins. Þessu til viðbótar má svo ekki gleyma sóuninni sem fylgir því að íslenska heilbrigðiskerfið skuli láta það líðast ár eftir ár að sjúklingar þurfi að bíða í neyð eftir aðgerð umfram þrjá mánuði. Svo dæmi sé tekið sýnir íslensk athugun frá árinu 2014 að lækka mætti samfélagslegan kostnað á hvern sjúkling um a.m.k. 500 þús.kr. með því að stytta biðlista eftir liðskiptaaðgerð á hné niður í þrjá mánuði, en bið umfram það er talin óásættanleg samkvæmt viðmiði Embættis landlæknis. Skynsemin segir já Árið 2004 sagði Birgir Jakobsson, nú nýskipaður aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, að biðraðamenning innan heilbrigðiskerfisins væri krónískur sjúkdómur sem að verulegu leyti væri skipulagsgalli. Undir það er tekið. Flest Evrópulönd hafa nú leyst þennan skipulagsgalla og treyst réttarstöðu sjúkratryggðra, sbr. „vårdgaranti-fyrirkomulagið“ í Svíþjóð. Ef stofnanir ríkisins og samningsbundnir þjónustuveitendur eru ekki sjálfir í stakk búnir til að veita þjónustu sem sjúkratryggðir eiga rétt á innan ásættanlegra tímamarka ber þeim að vísa á tiltekinn annan veitanda. Að öðrum kosti er sjúkratryggðum gert kleift að leita eftir þjónustunni út fyrir „kerfið“. Þar af leiðandi verður það einungis í undantekningartilvikum að ekki tekst að framkvæma umsamda aðgerð á réttum tíma.Höfundur er forstjóri Sjúkratrygginga Íslands
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar