Lýðskrumari leiðréttur Líf Magneudóttir skrifar 17. apríl 2018 08:28 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórnarkosningunum, brást ókvæða við þeirri ábendingu minni að eitt helsta kosningaloforð flokksins í vor sé óframkvæmanlegt. Loforð Eyþórs um að fella niður alla fasteignaskatta á eldri borgara stangast á við sveitastjórnarlög eins og ráðuneyti sveitastjórnarmála hefur þegar úrskurðað um. Það er beinlínis ólöglegt að fella niður fasteignagjöld við ákveðinn aldur. Það er hvorki þrætubók né lagatækni eins og Eyþór virðist halda. Það er bláköld staðreynd.Tekjulágir eldri borgarar njóta afsláttar Önnur staðreynd málsins er sú að eldra fólk í Reykjavík nýtur nú þegar afslátta af fasteignasköttum sem taka mið af tekjum þess. Í árslok 2017 samþykkti borgarráð að auka þá afslætti sem tekjulægri eldra fólk og öryrkjar njóta af fasteignagjöldum og fráveitugjöldum. Í dag er það þannig að einstaklingur með tekjur allt að 3.910.000 krónur og samskattaðir einstaklingar með tekjur allt að 5.450.000 krónur fá fasteignaskatta fellda niður að fullu, 100%. Þeir sem eru með tekjur á bilinu 3.910.000 til 4.480.000 krónur og samskattaðir einstaklingar með tekjur á bilinu 5.450.000 til 6.060.000 krónur fá 80% afslátt og loks fá einstaklingar með tekjur á bilinu 4.480.000 til 5.210.000 krónur og samskattaðir einstaklingar með tekjur á bilinu 6.060.000 til 7.240.000 krónur, 50% afslátt.Óréttlát aðgerð sem eykur ójöfnuð Tekjutenging fasteignaskatts og fráveitugjalda er bæði réttlát og skynsöm. Ég er í stjórnmálum til að jafna kjör fólks og búa þannig um hnútana að við höfum öll jöfn tækifæri. Flöt niðurfelling á afmarkaðan aldurshóp er ekki til þess fallin að ná þeim markmiðum. Flöt niðurfelling fasteignagjalda á alla eldri borgara mun fyrst og fremst nýtast þeim tekjuhæstu. Ekki má gleyma því að þó margt eldra fólk búi við mjög kröpp kjör og jafnvel í sárri fátækt þá er annað eldra fólk með háar tekjur og miklar eignir. Tekjuhæsta tíund eldri borgara, sem er með yfir milljón í mánaðartekjur, fær þannig samkvæmt kosningaloforði Eyþórs 115.761 króna afslátt á ári.Beitum gjaldskrám til að bæta kjör Við Vinstri græn höfum talað fyrir því að tekjumörk þessara afslátta séu hærri, þannig að þeir nýtist betur þeim sem raunverulega búa við kröpp kjör þrátt fyrir að eiga eigið húsnæði. Það er sjálfsagt réttlætismál að borgin komi til móts við það fólk. Það er ekki aðeins margt eldra fólk sem býr við kröpp kjör. Fátækt er raunverulegt vandamál og fjölmargar barnafjölskyldur berjast í bökkum við að ná endum saman. Við Vinstri græn viljum endurskoða gjaldskrár með það fyrir augum að lækka álögur tekjulágra hópa og barnafjölskyldna. Við eigum að hafa kjark til að búa til réttláta borg og jafna kjör fólks svo við getum öll notið lífsins áhyggjulaus, óháð aldri. Það er stefna jöfnuðar og velferðar og það er stefna okkar Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Eyþór í klemmu vegna kosningaloforða Fullyrt að ólöglegt sé að fella niður fasteignagjöld á eldri borgara. 16. apríl 2018 13:59 Eyþór telur tvískinnung einkenna gagnrýni Lífar Leiðtogi Sjálfstæðismanna segir gagnrýnendur sína kasta steinum úr glerhúsi. 16. apríl 2018 17:38 Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórnarkosningunum, brást ókvæða við þeirri ábendingu minni að eitt helsta kosningaloforð flokksins í vor sé óframkvæmanlegt. Loforð Eyþórs um að fella niður alla fasteignaskatta á eldri borgara stangast á við sveitastjórnarlög eins og ráðuneyti sveitastjórnarmála hefur þegar úrskurðað um. Það er beinlínis ólöglegt að fella niður fasteignagjöld við ákveðinn aldur. Það er hvorki þrætubók né lagatækni eins og Eyþór virðist halda. Það er bláköld staðreynd.Tekjulágir eldri borgarar njóta afsláttar Önnur staðreynd málsins er sú að eldra fólk í Reykjavík nýtur nú þegar afslátta af fasteignasköttum sem taka mið af tekjum þess. Í árslok 2017 samþykkti borgarráð að auka þá afslætti sem tekjulægri eldra fólk og öryrkjar njóta af fasteignagjöldum og fráveitugjöldum. Í dag er það þannig að einstaklingur með tekjur allt að 3.910.000 krónur og samskattaðir einstaklingar með tekjur allt að 5.450.000 krónur fá fasteignaskatta fellda niður að fullu, 100%. Þeir sem eru með tekjur á bilinu 3.910.000 til 4.480.000 krónur og samskattaðir einstaklingar með tekjur á bilinu 5.450.000 til 6.060.000 krónur fá 80% afslátt og loks fá einstaklingar með tekjur á bilinu 4.480.000 til 5.210.000 krónur og samskattaðir einstaklingar með tekjur á bilinu 6.060.000 til 7.240.000 krónur, 50% afslátt.Óréttlát aðgerð sem eykur ójöfnuð Tekjutenging fasteignaskatts og fráveitugjalda er bæði réttlát og skynsöm. Ég er í stjórnmálum til að jafna kjör fólks og búa þannig um hnútana að við höfum öll jöfn tækifæri. Flöt niðurfelling á afmarkaðan aldurshóp er ekki til þess fallin að ná þeim markmiðum. Flöt niðurfelling fasteignagjalda á alla eldri borgara mun fyrst og fremst nýtast þeim tekjuhæstu. Ekki má gleyma því að þó margt eldra fólk búi við mjög kröpp kjör og jafnvel í sárri fátækt þá er annað eldra fólk með háar tekjur og miklar eignir. Tekjuhæsta tíund eldri borgara, sem er með yfir milljón í mánaðartekjur, fær þannig samkvæmt kosningaloforði Eyþórs 115.761 króna afslátt á ári.Beitum gjaldskrám til að bæta kjör Við Vinstri græn höfum talað fyrir því að tekjumörk þessara afslátta séu hærri, þannig að þeir nýtist betur þeim sem raunverulega búa við kröpp kjör þrátt fyrir að eiga eigið húsnæði. Það er sjálfsagt réttlætismál að borgin komi til móts við það fólk. Það er ekki aðeins margt eldra fólk sem býr við kröpp kjör. Fátækt er raunverulegt vandamál og fjölmargar barnafjölskyldur berjast í bökkum við að ná endum saman. Við Vinstri græn viljum endurskoða gjaldskrár með það fyrir augum að lækka álögur tekjulágra hópa og barnafjölskyldna. Við eigum að hafa kjark til að búa til réttláta borg og jafna kjör fólks svo við getum öll notið lífsins áhyggjulaus, óháð aldri. Það er stefna jöfnuðar og velferðar og það er stefna okkar Vinstri grænna.
Eyþór í klemmu vegna kosningaloforða Fullyrt að ólöglegt sé að fella niður fasteignagjöld á eldri borgara. 16. apríl 2018 13:59
Eyþór telur tvískinnung einkenna gagnrýni Lífar Leiðtogi Sjálfstæðismanna segir gagnrýnendur sína kasta steinum úr glerhúsi. 16. apríl 2018 17:38
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun