Samkeppnin yfir hafið gæti minnkað Kristinn Ingi Jónsson skrifar 18. apríl 2018 05:30 Svo gæti farið að verðið á fargjöldum hjá Norwegian muni hækka. Vísir/GEtty Ef International Airlines Group (IAG), móðurfélag breska flugfélagsins British Airways, yfirtekur norska lággjaldaflugfélagið Norwegian er sennilegt að létta muni á þrýstingi á verð á flugi yfir Norður-Atlantshafið, að sögn hlutabréfagreinenda sem Markaðurinn ræddi við. „Ég held að flestir fjárfestar séu sammála því enda hækkuðu hlutabréf helstu keppinauta norska félagsins eftir að tíðindin bárust,“ segir Sveinn Þórarinsson, hlutabréfagreinandi í hagfræðideild Landsbankans. „Það kæmi í það minnsta á óvart ef IAG keypti félagið og héldi sömu stefnu til streitu að öllu leyti.“ Norwegian hafi verið „mjög erfiður keppinautur“. Elvar Ingi Möller, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka, segir að margir hafi bent á að evrópsk flugfélög þurfi að ganga í gegnum sama tímabil og bandarísk flugfélög hafa gert, þar sem „samrunar félaga og samþætting hafa leitt til þess að betra jafnvægi hefur náðst með tilliti til verðlagningar og framboðsvaxtar. Það hefur svo leitt til bættrar afkomu. Ef af slíku yrði má leiða að því líkur að þrátt fyrir að vera ekki beinir þátttakendur gætu íslensku flugfélögin notið góðs af, meðal annars í formi hækkunar á meðalfargjöldum,“ segir hann.Sveinn Þórarinsson, greinandi í hagfræðideild LandsbankansHlutabréf í Icelandair Group hækkuðu um tæp þrjú prósent í verði síðasta fimmtudag eftir að tilkynnt var um að breski flugrisinn hefði keypt 4,6 prósenta hlut í Norwegian og íhugaði jafnframt að hefja viðræður um yfirtöku á norska félaginu. Norwegian, sem hefur á undanförnum fimm árum boðið ódýr fargjöld á flugferðum yfir Norður-Atlantshafið, er einn helsti keppinautur íslensku flugfélaganna Icelandair, WOW air og Primera Air og má segja það sama um öll helstu flugfélög álfunnar, þar á meðal British Airways. „Það er ekkert launungarmál að Norwegian hefur hrist upp í markaðinum fyrir flug yfir hafið á síðustu árum með því að bjóða upp á afar lágt verð, sér í lagi yfir vetrarmánuðina þegar eftirspurn er lítil. Innkoma þeirra hefur tvímælalaust haft áhrif, ekki hvað síst á íslensku flugfélögin,“ útskýrir Sveinn. Elvar Ingi segir fjárfesta hér á landi hafa tekið vel í tíðindi síðustu viku. „Norwegian hefur á undanförnum árum verið afar fyrirferðarmikið á þessum markaði sem Icelandair starfar á og leitt til þrýstings á meðalverð. Það má leiða að því líkur að fjárfestar vænti þess að afkoma á hverja flugleið Icelandair verði betri ef Norwegian verður hluti af stærra félagi,“ segir hann. Bjorn Kjos, forstjóri og stærsti eigandi Norwegian, með tæplega fjórðungshlut, neitaði að svara því hvort félagið hygðist ganga til yfirtökuviðræðna við IAG á blaðamannafundi í síðustu viku. „Ég hef ekki einu sinni hugleitt það. Það eina sem ég get sagt er að IAG er mjög fagmannlegt flugfélag með góða stjórnendur,“ sagði hann. Hlutabréf í Norwegian snarhækkuðu í verði um allt að 47 prósent eftir að fregnir bárust af áhuga IAG á félaginu. Hefur gengi bréfanna ekki verið hærra í yfir eitt ár.Samkeppnin áfram hörð Sveinn segir það þó ekki endilega gefið að verð á flugi yfir hafið muni hækka ef af yfirtökunni verður. Samkeppnin verði áfram afar hörð á markaðinum. Önnur lággjaldaflugfélög, líkt og WOW air, muni reyna að halda verðinu niðri. „IAG gæti einnig ákveðið að kaupa félagið og reynt að byggja það upp sem sitt eigið lággjaldaflugfélag. Þeir eiga nú þegar annað lággjaldaflugfélag, Level, þannig að það er ekki eins og þetta sé alveg nýtt fyrir þeim,“ segir Sveinn. Til marks um öran vöxt Norwegian á markaðinum fyrir flug yfir Atlantshafið jókst sætaframboð félagsins á slíkum flugleiðum um 111 prósent frá vetrinum 2016 til vetrarins 2017, samkvæmt tölum frá greinendum OAG. Er félagið með sjöundu mestu hlutdeildina á markaðinum. Athygli vekur að hátt í 50 prósent af auknu framboði sæta í flugi yfir hafið síðasta vetur má rekja til aukins framboðs af hálfu lággjaldaflugfélaganna Norwegian og WOW air. Hjá síðarnefnda félaginu nam vöxturinn 31 prósenti. Til samanburðar var vöxturinn hjá Icelandair ríflega 12 prósent. British Airways er sem fyrr með mestu hlutdeildina á Atlantshafsmarkaðinum en þó jókst sætaframboð félagsins aðeins um 1,1 prósent frá 2016 til 2017.Elvar Ingi Möller, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka.Elvar Ingi nefnir að samkeppnin yfir hafið hafi farið mjög harðnandi á undanförnum árum, einkum fyrir tilstuðlan lággjaldaflugfélaga eins og Norwegian. „Sem dæmi voru lággjaldaflugfélög með 0,5 prósenta hlutdeild á Atlantshafsmarkaðinum árið 2013 en á síðasta ári var þetta hlutfall komið í tæp 10 prósent. Það kann að vera að samkeppnin haldi áfram að fara harðnandi með auknu framboði áfangastaða en almennt er þess frekar að vænta að meðalfargjöld fari hækkandi á þessu ári vegna eldsneytisverðshækkana sem við höfum séð á undanförnum vikum og mánuðum,“ segir Elvar Ingi. Norwegian skuldum vafið Sveinn segir að drifkrafturinn að baki kaupum IAG í Norwegian sé fjárhagsstaða norska félagsins sem hafi um nokkurt skeið verið afar bágborin. „Félagið er gríðarlega skuldsett og rekstrarhagnaðurinn hefur verið við núllið. Svo virðist sem reksturinn sé að verða þyngri og þyngri og það hefur væntanlega þrýst á önnur flugfélög að nýta sér tækifærið, ef svo má segja, til þess að kaupa flugfélagið ódýrt.“ Viðskiptamódel norska flugfélagsins hefur nefnilega kostað félagið skildinginn. Þrátt fyrir að aðstæður til flugrekstrar hafi almennt verið ákjósanlegar síðustu ár hefur mikið tap verið á rekstrinum. Tap síðasta árs nam 299 milljónum norskra króna, um 3,8 milljörðum íslenskra króna, en um var að ræða þriðja tapár félagsins á síðustu fjórum árum. Félagið skuldaði um 22 milljarða norskra króna, sem jafngildir um 280 milljörðum króna, í lok síðasta árs. Neyddust stjórnendurnir til þess að leita til hluthafa fyrr á árinu til að styrkja efnahagsreikninginn en alls aflaði félagið 1,3 milljarða norskra króna í aukið hlutafé. Um leið tilkynntu stjórnendurnir um áform sín um að selja fimm Airbus-flugvélar. Michael O’Leary, forstjóri lággjaldaflugfélagsins Ryanair, sem hefur margoft lýst yfir efasemdum um viðskiptamódel Norwegian, gekk svo langt síðasta haust að spá því að norska flugfélagið myndi ekki lifa veturinn af. Hlutabréf í Norwegian eru aukinheldur með þeim mest skortseldu í Evrópu. Er heildarskortstaða fjárfesta í félaginu ríflega 9 prósent af hlutafé þess en á meðal þeirra sem hafa skortselt bréfin er vogunarsjóður heimsþekkta auðjöfursins George Soros. Talið er að hann hafi tapað hundruðum milljóna króna þegar hlutabréfin ruku upp í verði í síðustu viku.Íslensku flugfélögin gætu notið góðs af hinn hugsanlegu yfirtöku.VísirAðspurður segir Sveinn að túlka megi áhuga IAG á Norwegian á þann veg að breski risinn hafi trú á viðskiptamódeli norska félagsins og annarra lággjaldaflugfélaga sem fljúga langa leið yfir Norður-Atlantshafið. „Sú er alls ekki raunin að flugfélög vilji kaupa Norwegian til þess að rústa félaginu. Þeir hafa byggt upp ákveðið viðskiptamódel og það er alveg ljóst að margir, sérstaklega Skúli Mogensen í WOW, eru sammála þeim um að það muni ganga upp og sé framtíðin.“ Sama hversu vel viðskiptamódelið virkar má hins vegar lítið út af bregða í eins sveiflukenndum rekstri og flugrekstri til þess að illa fari, að sögn Sveins. Það eigi sérstaklega við um skuldsett félög líkt og Norwegian. „Ef það hægist á vextinum, hvað þá ef eftirspurn eftir flugi dregst saman, gæti það fljótt leitt til þess að skuldsett félög hafi einfaldlega ekki fjárhagslegt bolmagn til þess að halda rekstrinum gangandi. Þá skiptir engu máli hversu gott viðskiptamódelið er.“ Annað kunni að gilda um fjárhagslega stöndugri félög, líkt og Icelandair, sem sé lítið skuldsett og liggi á miklu eigin fé. Leysir ekki vandann Hvað varðar næstu skref segir Sveinn að nú bíði menn og sjái hvað stjórnendur IAG ákveði til bragðs að taka. „Það hefur verið bent á að það geti verið afar áhættusamt að kaupa svona lítinn hlut, tæplega fimm prósent, í félaginu. Ef hugmyndir um yfirtöku verða ekki að veruleika situr IAG uppi með þennan hlut sem félagið getur lítið gert með og þarf væntanlega að losa sig við. Bjorn Kjos, stofnandi og stærsti eigandi Norwegian, hefur ekki nýlega breytt þeirri skoðun sinni að hann vilji ekki selja félagið. Kannski er IAG að veðja á að bág fjárhagsstaða félagsins muni neyða hann til þess. Það er aldrei að vita.“ En fjárfesting IAG í Norwegian, hvað þá möguleg yfirtaka, mun þó ekki leysa þann grundvallarvanda sem norska flugfélagið glímir við. Hvernig ætlar félagið sér að hagnast á því að flytja farþega yfir Atlantshafið eins ódýrt og raun ber vitni? „Dýpri vasar munu aðeins hjálpa þeim að fjármagna tapreksturinn yfir lengri tíma,“ segir Jonathan Wober, greinandi hjá CAPA Centre for Aviation, í samtali við The Financial Times. Frekari aðgerða sé þörf. „Norwegian þarf, í hreinskilni sagt, á aðgerðaáætlun og fjármagni að halda og mögulega getur IAG hjálpað félaginu með það,“ segir Stephen Furlong, greinandi hjá Davy, í samtali við fréttaveitu Reuters. Heimildarmaður Reuters, sem þekkir vel til stöðu mála, segir líklegt að Willie Walsh, forstjóri IAG, hafi mestan áhuga á langflugsstarfsemi og vörumerki Norwegian. Hann gæti viljað skipta norska flugfélaginu upp og selja skammflugsstarfsemina (e. short haul). „Niðurstaðan gæti þannig orðið sú að Willie kaupi félagið, skipti því upp og O’Leary [forstjóri Ryanair] kaupi skammflugsreksturinn af honum,“ nefnir hann. Hann bætir því við að það yrðu góðar fregnir fyrir evrópsk flugfélög ef IAG yfirtæki Norwegian, enda þyrftu þau þá ekki lengur að keppa við flugfélag sem væri reiðubúið til þess að vaxa hratt þó að það kostaði það mikla fjármuni. „Ef Norwegian væri hluti af IAG-samstæðunni myndi félagið draga úr vextinum enda er það ekki að skila neinum hagnaði eins og rekstrinum er nú háttað.“ Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Tengdar fréttir Vogunarsjóður Soros skortseldi fyrir 550 milljónir í Norwegian Vogunarsjóður heimsþekkta auðjöfursins George Soros hefur skortselt 183 þúsund hlutabréf í norska flugfélaginu Norwegian fyrir alls 42 milljónir norskra króna sem jafngildir um 547 milljónum króna. 1. febrúar 2018 07:00 Eigandi British Airways skoðar kaup á Norwegian IAG SA, eigandi breska flugfélagsins British Airways, hefur keypt rúman fjögurra prósenta hlut í norska flugfélaginu Norwegian Air. 12. apríl 2018 13:47 Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira
Ef International Airlines Group (IAG), móðurfélag breska flugfélagsins British Airways, yfirtekur norska lággjaldaflugfélagið Norwegian er sennilegt að létta muni á þrýstingi á verð á flugi yfir Norður-Atlantshafið, að sögn hlutabréfagreinenda sem Markaðurinn ræddi við. „Ég held að flestir fjárfestar séu sammála því enda hækkuðu hlutabréf helstu keppinauta norska félagsins eftir að tíðindin bárust,“ segir Sveinn Þórarinsson, hlutabréfagreinandi í hagfræðideild Landsbankans. „Það kæmi í það minnsta á óvart ef IAG keypti félagið og héldi sömu stefnu til streitu að öllu leyti.“ Norwegian hafi verið „mjög erfiður keppinautur“. Elvar Ingi Möller, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka, segir að margir hafi bent á að evrópsk flugfélög þurfi að ganga í gegnum sama tímabil og bandarísk flugfélög hafa gert, þar sem „samrunar félaga og samþætting hafa leitt til þess að betra jafnvægi hefur náðst með tilliti til verðlagningar og framboðsvaxtar. Það hefur svo leitt til bættrar afkomu. Ef af slíku yrði má leiða að því líkur að þrátt fyrir að vera ekki beinir þátttakendur gætu íslensku flugfélögin notið góðs af, meðal annars í formi hækkunar á meðalfargjöldum,“ segir hann.Sveinn Þórarinsson, greinandi í hagfræðideild LandsbankansHlutabréf í Icelandair Group hækkuðu um tæp þrjú prósent í verði síðasta fimmtudag eftir að tilkynnt var um að breski flugrisinn hefði keypt 4,6 prósenta hlut í Norwegian og íhugaði jafnframt að hefja viðræður um yfirtöku á norska félaginu. Norwegian, sem hefur á undanförnum fimm árum boðið ódýr fargjöld á flugferðum yfir Norður-Atlantshafið, er einn helsti keppinautur íslensku flugfélaganna Icelandair, WOW air og Primera Air og má segja það sama um öll helstu flugfélög álfunnar, þar á meðal British Airways. „Það er ekkert launungarmál að Norwegian hefur hrist upp í markaðinum fyrir flug yfir hafið á síðustu árum með því að bjóða upp á afar lágt verð, sér í lagi yfir vetrarmánuðina þegar eftirspurn er lítil. Innkoma þeirra hefur tvímælalaust haft áhrif, ekki hvað síst á íslensku flugfélögin,“ útskýrir Sveinn. Elvar Ingi segir fjárfesta hér á landi hafa tekið vel í tíðindi síðustu viku. „Norwegian hefur á undanförnum árum verið afar fyrirferðarmikið á þessum markaði sem Icelandair starfar á og leitt til þrýstings á meðalverð. Það má leiða að því líkur að fjárfestar vænti þess að afkoma á hverja flugleið Icelandair verði betri ef Norwegian verður hluti af stærra félagi,“ segir hann. Bjorn Kjos, forstjóri og stærsti eigandi Norwegian, með tæplega fjórðungshlut, neitaði að svara því hvort félagið hygðist ganga til yfirtökuviðræðna við IAG á blaðamannafundi í síðustu viku. „Ég hef ekki einu sinni hugleitt það. Það eina sem ég get sagt er að IAG er mjög fagmannlegt flugfélag með góða stjórnendur,“ sagði hann. Hlutabréf í Norwegian snarhækkuðu í verði um allt að 47 prósent eftir að fregnir bárust af áhuga IAG á félaginu. Hefur gengi bréfanna ekki verið hærra í yfir eitt ár.Samkeppnin áfram hörð Sveinn segir það þó ekki endilega gefið að verð á flugi yfir hafið muni hækka ef af yfirtökunni verður. Samkeppnin verði áfram afar hörð á markaðinum. Önnur lággjaldaflugfélög, líkt og WOW air, muni reyna að halda verðinu niðri. „IAG gæti einnig ákveðið að kaupa félagið og reynt að byggja það upp sem sitt eigið lággjaldaflugfélag. Þeir eiga nú þegar annað lággjaldaflugfélag, Level, þannig að það er ekki eins og þetta sé alveg nýtt fyrir þeim,“ segir Sveinn. Til marks um öran vöxt Norwegian á markaðinum fyrir flug yfir Atlantshafið jókst sætaframboð félagsins á slíkum flugleiðum um 111 prósent frá vetrinum 2016 til vetrarins 2017, samkvæmt tölum frá greinendum OAG. Er félagið með sjöundu mestu hlutdeildina á markaðinum. Athygli vekur að hátt í 50 prósent af auknu framboði sæta í flugi yfir hafið síðasta vetur má rekja til aukins framboðs af hálfu lággjaldaflugfélaganna Norwegian og WOW air. Hjá síðarnefnda félaginu nam vöxturinn 31 prósenti. Til samanburðar var vöxturinn hjá Icelandair ríflega 12 prósent. British Airways er sem fyrr með mestu hlutdeildina á Atlantshafsmarkaðinum en þó jókst sætaframboð félagsins aðeins um 1,1 prósent frá 2016 til 2017.Elvar Ingi Möller, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka.Elvar Ingi nefnir að samkeppnin yfir hafið hafi farið mjög harðnandi á undanförnum árum, einkum fyrir tilstuðlan lággjaldaflugfélaga eins og Norwegian. „Sem dæmi voru lággjaldaflugfélög með 0,5 prósenta hlutdeild á Atlantshafsmarkaðinum árið 2013 en á síðasta ári var þetta hlutfall komið í tæp 10 prósent. Það kann að vera að samkeppnin haldi áfram að fara harðnandi með auknu framboði áfangastaða en almennt er þess frekar að vænta að meðalfargjöld fari hækkandi á þessu ári vegna eldsneytisverðshækkana sem við höfum séð á undanförnum vikum og mánuðum,“ segir Elvar Ingi. Norwegian skuldum vafið Sveinn segir að drifkrafturinn að baki kaupum IAG í Norwegian sé fjárhagsstaða norska félagsins sem hafi um nokkurt skeið verið afar bágborin. „Félagið er gríðarlega skuldsett og rekstrarhagnaðurinn hefur verið við núllið. Svo virðist sem reksturinn sé að verða þyngri og þyngri og það hefur væntanlega þrýst á önnur flugfélög að nýta sér tækifærið, ef svo má segja, til þess að kaupa flugfélagið ódýrt.“ Viðskiptamódel norska flugfélagsins hefur nefnilega kostað félagið skildinginn. Þrátt fyrir að aðstæður til flugrekstrar hafi almennt verið ákjósanlegar síðustu ár hefur mikið tap verið á rekstrinum. Tap síðasta árs nam 299 milljónum norskra króna, um 3,8 milljörðum íslenskra króna, en um var að ræða þriðja tapár félagsins á síðustu fjórum árum. Félagið skuldaði um 22 milljarða norskra króna, sem jafngildir um 280 milljörðum króna, í lok síðasta árs. Neyddust stjórnendurnir til þess að leita til hluthafa fyrr á árinu til að styrkja efnahagsreikninginn en alls aflaði félagið 1,3 milljarða norskra króna í aukið hlutafé. Um leið tilkynntu stjórnendurnir um áform sín um að selja fimm Airbus-flugvélar. Michael O’Leary, forstjóri lággjaldaflugfélagsins Ryanair, sem hefur margoft lýst yfir efasemdum um viðskiptamódel Norwegian, gekk svo langt síðasta haust að spá því að norska flugfélagið myndi ekki lifa veturinn af. Hlutabréf í Norwegian eru aukinheldur með þeim mest skortseldu í Evrópu. Er heildarskortstaða fjárfesta í félaginu ríflega 9 prósent af hlutafé þess en á meðal þeirra sem hafa skortselt bréfin er vogunarsjóður heimsþekkta auðjöfursins George Soros. Talið er að hann hafi tapað hundruðum milljóna króna þegar hlutabréfin ruku upp í verði í síðustu viku.Íslensku flugfélögin gætu notið góðs af hinn hugsanlegu yfirtöku.VísirAðspurður segir Sveinn að túlka megi áhuga IAG á Norwegian á þann veg að breski risinn hafi trú á viðskiptamódeli norska félagsins og annarra lággjaldaflugfélaga sem fljúga langa leið yfir Norður-Atlantshafið. „Sú er alls ekki raunin að flugfélög vilji kaupa Norwegian til þess að rústa félaginu. Þeir hafa byggt upp ákveðið viðskiptamódel og það er alveg ljóst að margir, sérstaklega Skúli Mogensen í WOW, eru sammála þeim um að það muni ganga upp og sé framtíðin.“ Sama hversu vel viðskiptamódelið virkar má hins vegar lítið út af bregða í eins sveiflukenndum rekstri og flugrekstri til þess að illa fari, að sögn Sveins. Það eigi sérstaklega við um skuldsett félög líkt og Norwegian. „Ef það hægist á vextinum, hvað þá ef eftirspurn eftir flugi dregst saman, gæti það fljótt leitt til þess að skuldsett félög hafi einfaldlega ekki fjárhagslegt bolmagn til þess að halda rekstrinum gangandi. Þá skiptir engu máli hversu gott viðskiptamódelið er.“ Annað kunni að gilda um fjárhagslega stöndugri félög, líkt og Icelandair, sem sé lítið skuldsett og liggi á miklu eigin fé. Leysir ekki vandann Hvað varðar næstu skref segir Sveinn að nú bíði menn og sjái hvað stjórnendur IAG ákveði til bragðs að taka. „Það hefur verið bent á að það geti verið afar áhættusamt að kaupa svona lítinn hlut, tæplega fimm prósent, í félaginu. Ef hugmyndir um yfirtöku verða ekki að veruleika situr IAG uppi með þennan hlut sem félagið getur lítið gert með og þarf væntanlega að losa sig við. Bjorn Kjos, stofnandi og stærsti eigandi Norwegian, hefur ekki nýlega breytt þeirri skoðun sinni að hann vilji ekki selja félagið. Kannski er IAG að veðja á að bág fjárhagsstaða félagsins muni neyða hann til þess. Það er aldrei að vita.“ En fjárfesting IAG í Norwegian, hvað þá möguleg yfirtaka, mun þó ekki leysa þann grundvallarvanda sem norska flugfélagið glímir við. Hvernig ætlar félagið sér að hagnast á því að flytja farþega yfir Atlantshafið eins ódýrt og raun ber vitni? „Dýpri vasar munu aðeins hjálpa þeim að fjármagna tapreksturinn yfir lengri tíma,“ segir Jonathan Wober, greinandi hjá CAPA Centre for Aviation, í samtali við The Financial Times. Frekari aðgerða sé þörf. „Norwegian þarf, í hreinskilni sagt, á aðgerðaáætlun og fjármagni að halda og mögulega getur IAG hjálpað félaginu með það,“ segir Stephen Furlong, greinandi hjá Davy, í samtali við fréttaveitu Reuters. Heimildarmaður Reuters, sem þekkir vel til stöðu mála, segir líklegt að Willie Walsh, forstjóri IAG, hafi mestan áhuga á langflugsstarfsemi og vörumerki Norwegian. Hann gæti viljað skipta norska flugfélaginu upp og selja skammflugsstarfsemina (e. short haul). „Niðurstaðan gæti þannig orðið sú að Willie kaupi félagið, skipti því upp og O’Leary [forstjóri Ryanair] kaupi skammflugsreksturinn af honum,“ nefnir hann. Hann bætir því við að það yrðu góðar fregnir fyrir evrópsk flugfélög ef IAG yfirtæki Norwegian, enda þyrftu þau þá ekki lengur að keppa við flugfélag sem væri reiðubúið til þess að vaxa hratt þó að það kostaði það mikla fjármuni. „Ef Norwegian væri hluti af IAG-samstæðunni myndi félagið draga úr vextinum enda er það ekki að skila neinum hagnaði eins og rekstrinum er nú háttað.“
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Tengdar fréttir Vogunarsjóður Soros skortseldi fyrir 550 milljónir í Norwegian Vogunarsjóður heimsþekkta auðjöfursins George Soros hefur skortselt 183 þúsund hlutabréf í norska flugfélaginu Norwegian fyrir alls 42 milljónir norskra króna sem jafngildir um 547 milljónum króna. 1. febrúar 2018 07:00 Eigandi British Airways skoðar kaup á Norwegian IAG SA, eigandi breska flugfélagsins British Airways, hefur keypt rúman fjögurra prósenta hlut í norska flugfélaginu Norwegian Air. 12. apríl 2018 13:47 Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira
Vogunarsjóður Soros skortseldi fyrir 550 milljónir í Norwegian Vogunarsjóður heimsþekkta auðjöfursins George Soros hefur skortselt 183 þúsund hlutabréf í norska flugfélaginu Norwegian fyrir alls 42 milljónir norskra króna sem jafngildir um 547 milljónum króna. 1. febrúar 2018 07:00
Eigandi British Airways skoðar kaup á Norwegian IAG SA, eigandi breska flugfélagsins British Airways, hefur keypt rúman fjögurra prósenta hlut í norska flugfélaginu Norwegian Air. 12. apríl 2018 13:47