Sautján fallnir og 1.400 særðir eftir átök við Gaza-ströndina Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. apríl 2018 12:55 Yfirvöld í Egyptalandi og Jórdaníu fordæma framgöngu Ísraela vegna yfirstandandi mótmæla Palestínumanna. Vísir/Getty Sautján hafa fallið í átökum við Gaza-ströndina síðan á föstudag og yfir fjórtán hundruð eru særðir. Yfirvöld í Egyptalandi og Jórdaníu fordæma framgöngu Ísraela vegna yfirstandandi mótmæla Palestínumanna. Í sameiginlegri yfirlýsingu frá utanríkisráðuneytum Egyptalands og Jórdaníu er Ísraelsher sakaður um að beita árásum og ofbeldi gegn Palestínumönnum sem stundi friðsamleg mótmæli. Þá dragi átökin sem nú standa yfir úr líkunum á því að friðarumleitanir í langvarandi deilu Ísraela og Palestínumanna beri árangur, en Palestínumenn hafa boðað sex vikna mótmæli gegn landtökuhernaði Ísraela. Átökin við Gaza-ströndina hafa jafnframt valdið kergju milli Ísraela og Tyrkja en Tyyip Erdogan Tyrklandsforseti sakaði í gær Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, um hryðjuverk þegar hann gagnrýndi framgöngu Ísraelshers gagnvart palestínskum mótmælendum við Gaza. Ísraelar hafa vísað því á bug að dauðsföllin 17 megi rekja til ólögmætrar framgöngu Ísraelshers en Nethanyahu sagði á Twitter í gær að Ísraelsher muni ekki sitja undir ásökunum um slíkt af hálfu ríkja sem sjálf hafi svo árum skipti varpað sprengjum á eigin borgara, og vísaði hann þar til Tyrklands. Sameinuðu þjóðirnar hafa farið fram á óháða rannsókn á dauðsföllunum, sem rekja má til mestu átakanna sem voru á föstudag, en því hefur varnarmálaráðherra Ísraels hafnað. Egyptaland Ísrael Jórdanía Palestína Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Lögðu um ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Sautján hafa fallið í átökum við Gaza-ströndina síðan á föstudag og yfir fjórtán hundruð eru særðir. Yfirvöld í Egyptalandi og Jórdaníu fordæma framgöngu Ísraela vegna yfirstandandi mótmæla Palestínumanna. Í sameiginlegri yfirlýsingu frá utanríkisráðuneytum Egyptalands og Jórdaníu er Ísraelsher sakaður um að beita árásum og ofbeldi gegn Palestínumönnum sem stundi friðsamleg mótmæli. Þá dragi átökin sem nú standa yfir úr líkunum á því að friðarumleitanir í langvarandi deilu Ísraela og Palestínumanna beri árangur, en Palestínumenn hafa boðað sex vikna mótmæli gegn landtökuhernaði Ísraela. Átökin við Gaza-ströndina hafa jafnframt valdið kergju milli Ísraela og Tyrkja en Tyyip Erdogan Tyrklandsforseti sakaði í gær Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, um hryðjuverk þegar hann gagnrýndi framgöngu Ísraelshers gagnvart palestínskum mótmælendum við Gaza. Ísraelar hafa vísað því á bug að dauðsföllin 17 megi rekja til ólögmætrar framgöngu Ísraelshers en Nethanyahu sagði á Twitter í gær að Ísraelsher muni ekki sitja undir ásökunum um slíkt af hálfu ríkja sem sjálf hafi svo árum skipti varpað sprengjum á eigin borgara, og vísaði hann þar til Tyrklands. Sameinuðu þjóðirnar hafa farið fram á óháða rannsókn á dauðsföllunum, sem rekja má til mestu átakanna sem voru á föstudag, en því hefur varnarmálaráðherra Ísraels hafnað.
Egyptaland Ísrael Jórdanía Palestína Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Lögðu um ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira