Til varnar viðskiptahalla Kristrún Frostadóttir skrifar 4. apríl 2018 07:00 Viðskiptaafgangur síðustu ára hefur verið okkur haldreipi í endurreisn efnahagslífsins. Slíkur afgangur bendir ekki bara til þess að við flytjum meira út en inn heldur líka að við spörum meira en við fjárfestum. Stóra spurningin er hvort sparnaðurinn dugi næstu árin til að mæta nauðsynlegri uppbyggingu. Ungir einstaklingar fjárfesta umfram sparnað, t.a.m. í húsnæði. Fyrirtæki í uppbyggingarfasa fjárfesta fyrir meira en sem nemur hagnaði. Og ungar þjóðir sem standa í uppbyggingu á nýjum atvinnugreinum og eru með lága framleiðni ráðast gjarnan í fjárfestingar umfram þjóðarsparnað til að auka framleiðslugetu sína. Íslenski afgangurinn fer nú minnkandi, og ekki útilokað að hann hverfi eða snúist í halla eftir nokkur ár, en viðskiptahalli er ekki slæmur ef hann skapast vegna aukinnar fjárfestingar í arðbærum verkefnum. Norðmenn voru með mikinn halla á viðskiptum við útlönd þegar þeir byrjuðu að bora í Norðursjó á áttunda áratugnum. Olíufjárfestingin var að mestu leyti fjármögnuð með erlendri skuldsetningu, og sló fjármagnshallinn í 15% af landsframleiðslu þegar hæst lét. Þetta var mjög skynsamlegur viðskipta- og fjármagnshalli. Hagfræðilega séð er lítill munur á fjárfestingum í olíugeiranum og annars slags fjárfestingu sem stuðlar að aukinni framleiðni og því ekkert athugavert við að hagkerfi sé með viðskiptahalla, eða lítinn afgang, í uppbyggingarfasa. Viðskiptahalla fylgir fjármagnshalli – þ.e. hagkerfi „flytur inn“ meira fjármagn en það „flytur út“. Þannig eru tilkomin ferskustu hugrenningatengsl Íslendinga milli viðskiptahalla og mikillar skuldasöfnunar, enda viðskiptahallinn rúmlega 10% af landsframleiðslu árin fyrir hrun. Það er þó ekki stærð fjármagnsinnflæðisins, og þar með hallans eða afgangsins, sem skiptir öllu máli heldur nýting fjármagnsins eins og norska dæmið sýnir. Vandamál Íslands í aðdraganda fjármálakreppunnar, sem og einnig Grikklands, Írlands og Spánar, var ekki hallinn sem slíkur heldur að svigrúmið sem skapaðist í efnahagslífinu með fjármagnsinnflæðinu var að miklu leyti nýtt í neyslu og áhættusamar og misskynsamlegar skuldsettar fjárfestingar (ekki síst erlendis). Ein leið til að tryggja skynsamlegri og áhættuminni fjárfestingar er að stýra erlendu fjármagnsflæði í beina fjárfestingu eða eigið fé fyrirtækja, frekar en í skuldapappíra (sér í lagi erlend bankalán). Slíkt fjármagn er síður kvikt og auðveldara er að skrifa niður þær skuldbindingar ef illa fer. Ágætt dæmi í þessu samhengi er ólík reynsla Grikklands og Búlgaríu í alþjóðlegu fjármálakreppunni. Bæði lönd voru með mikinn viðskiptahalla í aðdraganda kreppunnar og mjög neikvæða erlenda stöðu. Búlgaría náði sér þó fljótt eftir harða en stutta niðursveiflu, ólíkt Grikklandi. Hér skipti sköpum að erlendar kröfur voru mestmegnis í formi beinnar fjárfestingar, en ekki ríkisskulda sem krefjast fastra vaxta- og höfuðstólsgreiðslna sama hvað á gengur. Samstaða virðist nú ríkja um mikla uppsafnaða fjárfestingarþörf í íslenska hagkerfinu. Því mun fylgja aukinn innflutningur og aukið erlent innflæði fjármagns ef uppbyggingu er sinnt sem skyldi. Ungar þjóðir með ungar atvinnugreinar í uppbyggingarfasa eiga að nýta sér þá hagkvæmni og þekkingu sem felst í innfluttum framleiðslutækjum (fjármagn, vörur og vinnuafl). Áhættusemi fjárfestinga þarf alltaf að meta, en eðli fjármögnunarinnar skiptir sérstaklega máli fyrir hagkerfið í heild sinni í tilviki erlends fjármagns. Norðmenn juku skuldir sínar í uppbyggingu, enda höfðu þeir mikla hagsmuni af því að halda eignarhaldi á olíuinnviðunum. Á móti kom að há arðsemi verkefnisins lá fyrir langt fram í tímann. Í tilvikum þar sem meiri óvissa er um langtíma arðsemi gæti borgað sig að bjóða erlendum aðilum frekar eignarhluti í undirliggjandi verkefni, og minnka þannig áhættuna. Norðmenn hafa sýnt og sannað að til er skynsamlegur viðskiptahalli og að erlend aðstoð við uppbyggingu á útflutningsgreinum getur margborgað sig. Undir réttum kringumstæðum er minnkandi viðskiptaafgangur því styrkleikamerki, fremur en áhyggjuefni. Við spöruðum okkur út úr síðustu kreppu, en sparnaður umfram fjárfestingu getur líka verið áhyggjuefni ef slíkt ástand festist í sessi sem markmið í sjálfu sér, óháð fjárfestingarþörf hagkerfisins. Höfundur er aðalhagfræðingur Kviku banka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Viðskiptaafgangur síðustu ára hefur verið okkur haldreipi í endurreisn efnahagslífsins. Slíkur afgangur bendir ekki bara til þess að við flytjum meira út en inn heldur líka að við spörum meira en við fjárfestum. Stóra spurningin er hvort sparnaðurinn dugi næstu árin til að mæta nauðsynlegri uppbyggingu. Ungir einstaklingar fjárfesta umfram sparnað, t.a.m. í húsnæði. Fyrirtæki í uppbyggingarfasa fjárfesta fyrir meira en sem nemur hagnaði. Og ungar þjóðir sem standa í uppbyggingu á nýjum atvinnugreinum og eru með lága framleiðni ráðast gjarnan í fjárfestingar umfram þjóðarsparnað til að auka framleiðslugetu sína. Íslenski afgangurinn fer nú minnkandi, og ekki útilokað að hann hverfi eða snúist í halla eftir nokkur ár, en viðskiptahalli er ekki slæmur ef hann skapast vegna aukinnar fjárfestingar í arðbærum verkefnum. Norðmenn voru með mikinn halla á viðskiptum við útlönd þegar þeir byrjuðu að bora í Norðursjó á áttunda áratugnum. Olíufjárfestingin var að mestu leyti fjármögnuð með erlendri skuldsetningu, og sló fjármagnshallinn í 15% af landsframleiðslu þegar hæst lét. Þetta var mjög skynsamlegur viðskipta- og fjármagnshalli. Hagfræðilega séð er lítill munur á fjárfestingum í olíugeiranum og annars slags fjárfestingu sem stuðlar að aukinni framleiðni og því ekkert athugavert við að hagkerfi sé með viðskiptahalla, eða lítinn afgang, í uppbyggingarfasa. Viðskiptahalla fylgir fjármagnshalli – þ.e. hagkerfi „flytur inn“ meira fjármagn en það „flytur út“. Þannig eru tilkomin ferskustu hugrenningatengsl Íslendinga milli viðskiptahalla og mikillar skuldasöfnunar, enda viðskiptahallinn rúmlega 10% af landsframleiðslu árin fyrir hrun. Það er þó ekki stærð fjármagnsinnflæðisins, og þar með hallans eða afgangsins, sem skiptir öllu máli heldur nýting fjármagnsins eins og norska dæmið sýnir. Vandamál Íslands í aðdraganda fjármálakreppunnar, sem og einnig Grikklands, Írlands og Spánar, var ekki hallinn sem slíkur heldur að svigrúmið sem skapaðist í efnahagslífinu með fjármagnsinnflæðinu var að miklu leyti nýtt í neyslu og áhættusamar og misskynsamlegar skuldsettar fjárfestingar (ekki síst erlendis). Ein leið til að tryggja skynsamlegri og áhættuminni fjárfestingar er að stýra erlendu fjármagnsflæði í beina fjárfestingu eða eigið fé fyrirtækja, frekar en í skuldapappíra (sér í lagi erlend bankalán). Slíkt fjármagn er síður kvikt og auðveldara er að skrifa niður þær skuldbindingar ef illa fer. Ágætt dæmi í þessu samhengi er ólík reynsla Grikklands og Búlgaríu í alþjóðlegu fjármálakreppunni. Bæði lönd voru með mikinn viðskiptahalla í aðdraganda kreppunnar og mjög neikvæða erlenda stöðu. Búlgaría náði sér þó fljótt eftir harða en stutta niðursveiflu, ólíkt Grikklandi. Hér skipti sköpum að erlendar kröfur voru mestmegnis í formi beinnar fjárfestingar, en ekki ríkisskulda sem krefjast fastra vaxta- og höfuðstólsgreiðslna sama hvað á gengur. Samstaða virðist nú ríkja um mikla uppsafnaða fjárfestingarþörf í íslenska hagkerfinu. Því mun fylgja aukinn innflutningur og aukið erlent innflæði fjármagns ef uppbyggingu er sinnt sem skyldi. Ungar þjóðir með ungar atvinnugreinar í uppbyggingarfasa eiga að nýta sér þá hagkvæmni og þekkingu sem felst í innfluttum framleiðslutækjum (fjármagn, vörur og vinnuafl). Áhættusemi fjárfestinga þarf alltaf að meta, en eðli fjármögnunarinnar skiptir sérstaklega máli fyrir hagkerfið í heild sinni í tilviki erlends fjármagns. Norðmenn juku skuldir sínar í uppbyggingu, enda höfðu þeir mikla hagsmuni af því að halda eignarhaldi á olíuinnviðunum. Á móti kom að há arðsemi verkefnisins lá fyrir langt fram í tímann. Í tilvikum þar sem meiri óvissa er um langtíma arðsemi gæti borgað sig að bjóða erlendum aðilum frekar eignarhluti í undirliggjandi verkefni, og minnka þannig áhættuna. Norðmenn hafa sýnt og sannað að til er skynsamlegur viðskiptahalli og að erlend aðstoð við uppbyggingu á útflutningsgreinum getur margborgað sig. Undir réttum kringumstæðum er minnkandi viðskiptaafgangur því styrkleikamerki, fremur en áhyggjuefni. Við spöruðum okkur út úr síðustu kreppu, en sparnaður umfram fjárfestingu getur líka verið áhyggjuefni ef slíkt ástand festist í sessi sem markmið í sjálfu sér, óháð fjárfestingarþörf hagkerfisins. Höfundur er aðalhagfræðingur Kviku banka
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar