Stýrt af Twitter Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 7. apríl 2018 10:00 Síðan Donald Trump tók við embætti sem forseti Bandaríkjanna hefur ófáum dálksentimetrum verið varið í að hneykslast á framgöngu hans og embættisverkum. Þótt fjölmiðlar og álitsgjafar hafi ekki miklar mætur á Trump er það ekki endilega svo meðal kjósenda. Trump nýtur nefnilega sambærilegs stuðnings nú og Barack Obama naut á sama tíma í sinni forsetatíð. Sé tekið mið af því er ekki ólíklegt að Trump nái endurkjöri í næstu forsetakosningum. Trump er einstakur forseti. Hann hefur verið viðriðinn svo mörg hneykslismál að engin leið er að halda um það nákvæma tölu. Vanalega myndi eitt slíkt duga til að koma sitjandi forseta í vandræði og mögulega leiða til afsagnar. En Trump hefur tekist að gera kjósendur svo ónæma fyrir vafasamri hegðan að vitnisburður klámstjörnu í sjónvarpi á besta tíma bítur ekki einu sinni á hann. Hneykslismálin eru eitt og eiginlegar embættisathafnir annað. Trump hefur ekki haft áhyggjur af kosningaloforðum sínum. Lítið bólar á veggnum fræga við landamæri Mexíkó þrátt fyrir endurtekin stóryrði á tyllidögum. Mantran hans að „setja Bandaríkin í fyrsta sæti“, virðist helst birtast í tollastríði við Kína, sem þó virðist fremur táknrænt en nokkuð annað. Að minnsta kosti hefur engum ofurtollum enn verið skellt á vörur sem skipta viðskiptasamband landanna raunverulegu máli. Derringurinn við Kínverjana er þó um margt til samræmis við þá tilhneigingu Trumps að skipta heiminum í vini og óvini. Meðal annarra helstu óvina Trumps það sem af er embættistíðinni eru Kim Jong-un leiðtogi Norður-Kóreu, sjónvarpsstöðin CNN, dagblaðið Washington Post og Jeff Bezos, forstjóri Amazon. Óvíst er hvort telja má Vladímír Pútín Rússlandsforseta meðal vina forsetans eða óvina, en eftir að hafa fordæmt Rússa vegna tilræðisins í Salisbury á Englandi tók Trump upp tólið, einn vestrænna leiðtoga, og óskaði Rússlandsforseta til hamingju með sigurinn í nýafstöðnum kosningum. Starfsmannamál Hvíta hússins eru svo efni í sérkapítula og raunar ekki nokkur leið að átta sig á, hver gegnir hvaða starfi svo hröð hefur starfsmannaveltan verið. Afstaða Trumps til einstakra mála virðist líka oftar en ekki stjórnast af geðþótta fremur en ígrunduðum skoðunum. Þannig hefur Trump undanfarið farið mikinn gagnvart Amazon sem er að stórum hluta í eigu Jeffs Bezos sem á Washington Post. Telur hann að Amazon kosti skattgreiðendur stórfé með því að nýta sér bandaríska póstinn fyrir bögglasendingar. Trump hefur einnig barist harkalega gegn samruna AT&T og Warner, en síðastnefnda félagið er eigandi CNN. Í báðum tilvikum grunar þá sem til þekkja að andstaðan við þessi stórfyrirtæki grundvallist fremur á óbeit hans á fjölmiðlunum sem þeim tengjast en nokkru öðru. Þrátt fyrir þetta er forsetinn almennt vinsæll á Wall Street, enda hlutabréf þar verið almennt á mikilli siglingu frá embættistöku Trumps. Kannski er Trump forsetinn sem nútíminn á skilið. Hann virðist ekki halda einbeitingu lengur en örfá augnablik í senn, og stýrir landinu öðrum þræði með vanhugsuðum Twitter-skeytasendingum. Alþjóðapólitík í 280 stafabilum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Síðan Donald Trump tók við embætti sem forseti Bandaríkjanna hefur ófáum dálksentimetrum verið varið í að hneykslast á framgöngu hans og embættisverkum. Þótt fjölmiðlar og álitsgjafar hafi ekki miklar mætur á Trump er það ekki endilega svo meðal kjósenda. Trump nýtur nefnilega sambærilegs stuðnings nú og Barack Obama naut á sama tíma í sinni forsetatíð. Sé tekið mið af því er ekki ólíklegt að Trump nái endurkjöri í næstu forsetakosningum. Trump er einstakur forseti. Hann hefur verið viðriðinn svo mörg hneykslismál að engin leið er að halda um það nákvæma tölu. Vanalega myndi eitt slíkt duga til að koma sitjandi forseta í vandræði og mögulega leiða til afsagnar. En Trump hefur tekist að gera kjósendur svo ónæma fyrir vafasamri hegðan að vitnisburður klámstjörnu í sjónvarpi á besta tíma bítur ekki einu sinni á hann. Hneykslismálin eru eitt og eiginlegar embættisathafnir annað. Trump hefur ekki haft áhyggjur af kosningaloforðum sínum. Lítið bólar á veggnum fræga við landamæri Mexíkó þrátt fyrir endurtekin stóryrði á tyllidögum. Mantran hans að „setja Bandaríkin í fyrsta sæti“, virðist helst birtast í tollastríði við Kína, sem þó virðist fremur táknrænt en nokkuð annað. Að minnsta kosti hefur engum ofurtollum enn verið skellt á vörur sem skipta viðskiptasamband landanna raunverulegu máli. Derringurinn við Kínverjana er þó um margt til samræmis við þá tilhneigingu Trumps að skipta heiminum í vini og óvini. Meðal annarra helstu óvina Trumps það sem af er embættistíðinni eru Kim Jong-un leiðtogi Norður-Kóreu, sjónvarpsstöðin CNN, dagblaðið Washington Post og Jeff Bezos, forstjóri Amazon. Óvíst er hvort telja má Vladímír Pútín Rússlandsforseta meðal vina forsetans eða óvina, en eftir að hafa fordæmt Rússa vegna tilræðisins í Salisbury á Englandi tók Trump upp tólið, einn vestrænna leiðtoga, og óskaði Rússlandsforseta til hamingju með sigurinn í nýafstöðnum kosningum. Starfsmannamál Hvíta hússins eru svo efni í sérkapítula og raunar ekki nokkur leið að átta sig á, hver gegnir hvaða starfi svo hröð hefur starfsmannaveltan verið. Afstaða Trumps til einstakra mála virðist líka oftar en ekki stjórnast af geðþótta fremur en ígrunduðum skoðunum. Þannig hefur Trump undanfarið farið mikinn gagnvart Amazon sem er að stórum hluta í eigu Jeffs Bezos sem á Washington Post. Telur hann að Amazon kosti skattgreiðendur stórfé með því að nýta sér bandaríska póstinn fyrir bögglasendingar. Trump hefur einnig barist harkalega gegn samruna AT&T og Warner, en síðastnefnda félagið er eigandi CNN. Í báðum tilvikum grunar þá sem til þekkja að andstaðan við þessi stórfyrirtæki grundvallist fremur á óbeit hans á fjölmiðlunum sem þeim tengjast en nokkru öðru. Þrátt fyrir þetta er forsetinn almennt vinsæll á Wall Street, enda hlutabréf þar verið almennt á mikilli siglingu frá embættistöku Trumps. Kannski er Trump forsetinn sem nútíminn á skilið. Hann virðist ekki halda einbeitingu lengur en örfá augnablik í senn, og stýrir landinu öðrum þræði með vanhugsuðum Twitter-skeytasendingum. Alþjóðapólitík í 280 stafabilum.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun