Staðan í borginni Guðmundur Steingrímsson skrifar 31. mars 2018 09:45 Ég get ekki sagt að ég sé brjálaður yfir neinu sérstöku í Reykjavík. Í aðdraganda borgarstjórnarkosninga hefur maður svolítið verið að skoða hug sinn og velta fyrir sér hvaða mál það eru sem brenna á manni. Það sem ég hef einkum komist að er það, að ég er alla vega ekki brjálaður yfir málum sem margir aðrir virðast brjálaðir yfir. Fínn veggur Ég segi kannski ekki að fólk sé snælduvitlaust. En það eru stór orð látin falla og ég er ekki alltaf að tengja. Kári Stefánsson er til dæmis reiður út af veggnum við Klambratún og skrifaði um það harðorða grein hér í blaðinu á dögunum. Mér er fyrirmunað að láta þennan vegg fara í taugarnar á mér. Mér finnst þetta fínn veggur. Hann aðskilur túnið, útivistarsvæðið, frá bílaumferðinni. Að líkja Degi við Donald Trump út af þessum vegg finnst mér hlægilega ofsafengið. Svo eru aðrir brjálaðir yfir ferðamönnunum í miðbænum. Ég er mjög ánægður með þá. Reykjavík er svo margfalt skemmtilegri borg að mínu mati eftir að ferðamenn fóru að setja svip sinn á miðbæinn. Að fara niður í miðbæ á laugardegi er nánast eins og að fara til útlanda. Mér finnst það frábært. Ódýr leið til að fara til útlanda. Stóru málin Þó nokkuð af fólki er brjálað yfir því að áformað skuli að spítalinn skuli vaxa og byggjast upp á þeim stað þar sem hann er núna. Það vill hafa hann annars staðar. Hér er ég ekki með á nótunum. Mér finnst fullt af góðum rökum mæla með núverandi staðsetningu. Almennt séð finnst mér það líka góð stefna að reyna að hafa stóra vinnustaði í nálægð við svæði þar sem flestir búa. Það er umhverfisvænt. Svo finnst mér líka auðveldara að treysta staðarvali sem er fengið með ígrundaðri skoðun margra kosta — eins og búið er að gera nokkrum sinnum — heldur en staðarvali sem virðist í mesta lagi byggt á kroti besserwissers á servíettu. Þétt byggð er minn bolli af te. Kem ég þá auðvitað að máli málanna, deiluefninu sem virðist gera fólk raunverulega snælduvitlaust. Ég hef orðið vitni að fundum leysast upp í skæting og dólgslæti út af því máli. Fólk froðufellir. Hér á ég að sjálfsögðu við Reykjavíkurflugvöll. Mér finnst það sallafín hugmynd að byggja frekar íbúðir og hafa fagurt mannlíf með alls konar atvinnulífi og afþreyingu á þeim stað þar sem hann er núna. Ég er því ekki brjálaður yfir því að hann eigi að fara. Eitt og annað Er ég þá bara sáttur? Nei, ekki alveg. Eitt og annað myndi ég vilja sjá lagað. Mér finnst að þjónusta við fólk sem vill endurvinna meira og flokka rusl megi vera betri. Mér finnst fjölbreytni í tómstundastarfi fyrir börn og unglinga mega vera mun meiri. Það mætti koma með fleiri valkosti við allar þessar keppnisíþróttir. Mér finnst líka sorglegt að bernska barna líði hjá án þess að þau komist lengra en á biðlista eftir listnámi, eins og tónlist og myndlist. Svo fannst mér ekki ánægjulegt að eiga viðskipti við skrifstofu Skipulagssviðs þegar við hjónin fórum í endurbætur á húsinu okkar. Þjónustulundin og sveigjanleikinn gagnvart íbúum borgarinnar, sem vilja leggja vinnu á sig við að gera húsin sín fallegri eða jafnvel byggja ný, mætti vera töluvert meiri. Svo fannst mér það líka arfaslakt þegar lítill, sætur veitingastaður í hverfinu okkar fékk ekki leyfi frá borginni til að selja rautt og hvítt til klukkan ellefu á kvöldin. Það fer í taugarnar á mér. Að öðru leyti er ég bara nokkuð góður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Fátæk börn á Íslandi Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég get ekki sagt að ég sé brjálaður yfir neinu sérstöku í Reykjavík. Í aðdraganda borgarstjórnarkosninga hefur maður svolítið verið að skoða hug sinn og velta fyrir sér hvaða mál það eru sem brenna á manni. Það sem ég hef einkum komist að er það, að ég er alla vega ekki brjálaður yfir málum sem margir aðrir virðast brjálaðir yfir. Fínn veggur Ég segi kannski ekki að fólk sé snælduvitlaust. En það eru stór orð látin falla og ég er ekki alltaf að tengja. Kári Stefánsson er til dæmis reiður út af veggnum við Klambratún og skrifaði um það harðorða grein hér í blaðinu á dögunum. Mér er fyrirmunað að láta þennan vegg fara í taugarnar á mér. Mér finnst þetta fínn veggur. Hann aðskilur túnið, útivistarsvæðið, frá bílaumferðinni. Að líkja Degi við Donald Trump út af þessum vegg finnst mér hlægilega ofsafengið. Svo eru aðrir brjálaðir yfir ferðamönnunum í miðbænum. Ég er mjög ánægður með þá. Reykjavík er svo margfalt skemmtilegri borg að mínu mati eftir að ferðamenn fóru að setja svip sinn á miðbæinn. Að fara niður í miðbæ á laugardegi er nánast eins og að fara til útlanda. Mér finnst það frábært. Ódýr leið til að fara til útlanda. Stóru málin Þó nokkuð af fólki er brjálað yfir því að áformað skuli að spítalinn skuli vaxa og byggjast upp á þeim stað þar sem hann er núna. Það vill hafa hann annars staðar. Hér er ég ekki með á nótunum. Mér finnst fullt af góðum rökum mæla með núverandi staðsetningu. Almennt séð finnst mér það líka góð stefna að reyna að hafa stóra vinnustaði í nálægð við svæði þar sem flestir búa. Það er umhverfisvænt. Svo finnst mér líka auðveldara að treysta staðarvali sem er fengið með ígrundaðri skoðun margra kosta — eins og búið er að gera nokkrum sinnum — heldur en staðarvali sem virðist í mesta lagi byggt á kroti besserwissers á servíettu. Þétt byggð er minn bolli af te. Kem ég þá auðvitað að máli málanna, deiluefninu sem virðist gera fólk raunverulega snælduvitlaust. Ég hef orðið vitni að fundum leysast upp í skæting og dólgslæti út af því máli. Fólk froðufellir. Hér á ég að sjálfsögðu við Reykjavíkurflugvöll. Mér finnst það sallafín hugmynd að byggja frekar íbúðir og hafa fagurt mannlíf með alls konar atvinnulífi og afþreyingu á þeim stað þar sem hann er núna. Ég er því ekki brjálaður yfir því að hann eigi að fara. Eitt og annað Er ég þá bara sáttur? Nei, ekki alveg. Eitt og annað myndi ég vilja sjá lagað. Mér finnst að þjónusta við fólk sem vill endurvinna meira og flokka rusl megi vera betri. Mér finnst fjölbreytni í tómstundastarfi fyrir börn og unglinga mega vera mun meiri. Það mætti koma með fleiri valkosti við allar þessar keppnisíþróttir. Mér finnst líka sorglegt að bernska barna líði hjá án þess að þau komist lengra en á biðlista eftir listnámi, eins og tónlist og myndlist. Svo fannst mér ekki ánægjulegt að eiga viðskipti við skrifstofu Skipulagssviðs þegar við hjónin fórum í endurbætur á húsinu okkar. Þjónustulundin og sveigjanleikinn gagnvart íbúum borgarinnar, sem vilja leggja vinnu á sig við að gera húsin sín fallegri eða jafnvel byggja ný, mætti vera töluvert meiri. Svo fannst mér það líka arfaslakt þegar lítill, sætur veitingastaður í hverfinu okkar fékk ekki leyfi frá borginni til að selja rautt og hvítt til klukkan ellefu á kvöldin. Það fer í taugarnar á mér. Að öðru leyti er ég bara nokkuð góður.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun