Heilbrigðisþing aftur á dagskrá Ingimar Einarsson skrifar 23. mars 2018 07:00 Um áratugaskeið innihélt heilbrigðislöggjöfin ákvæði um að halda heilbrigðisþing eigi sjaldnar en fjórða hvert ár. Til heilbrigðisþings voru boðaðir stjórnendur, fagfólk, fulltrúar félagasamtaka, stjórnmálamenn og fleiri sem létu sig málefni heilbrigðisþjónustunnar einhverju varða. Hélst sú skipan þar til ný heilbrigðislög voru samþykkt á árinu 2007. Heilbrigðisþing voru haldin 1980, 1995, 1999 og 2003. Sambærilegar samkomur voru einnig haldnar á árunum 2000 og 2001. Annars vegar snerust þær um gæði og árangur heilbrigðisþjónustu og hins vegar um menntun heilbrigðisstétta og mannaflaspár heilbrigðisþjónustunnar.Vettvangur hugmynda Heilbrigðisþingin voru hugsuð sem eins konar vettvangur ráðgjafar- og umsagnarstarfa á sviði heilbrigðismála og um leið grundvöllur stefnumótunar og áætlanagerðar til langs tíma. Heilbrigðisráðuneytinu var venjulega falið að undirbúa heilbrigðisþingin, í samráði við Embætti landlæknis, og jafnframt hefur ráðuneytinu verið falið að fullvinna þau mál sem fram komu á hverju þingi fyrir sig. Í flestum tilvikum vantaði nokkuð upp á að niðurstöðum heilbrigðisþinga væru fylgt eftir í samræmi við þær kröfur sem gera verður um framkvæmd slíkra verkefna.Heilbrigðisþingin Fyrsta heilbrigðisþingið var haldið á haustdögum árið 1980, í embættistíð Svavars Gestssonar, og segir í skýrslu frá þinginu að þátttaka hafi verið mikil og áhugi og metnaður fyrir hönd íslensku heilbrigðisþjónustunnar hafi einkennt umræðurnar. Annað heilbrigðisþingið var haldið í byrjun árs 1995. Umfjöllunarefni þingsins var heilbrigðisástand Íslendinga og horfur um heilsufar þjóðarinnar á næstu árum. Á þriðja heilbrigðisþinginu 1999 kom greinilega fram að í heilbrigðismálum, sem og á öðrum sviðum þjóðlífsins, væri nauðsynlegt að vinna skipulega að áætlanagerð og setningu markmiða á öllum sviðum heilbrigðiskerfisins. Loks var heilbrigðisþing haldið fjórum árum síðar, eða 7. nóvember 2003. Viðfangsefnið var Háskólasjúkrahús á Íslandi – Framtíðarsýn, hlutverk og samfélagsleg ábyrgð.Aftur á dagskrá Engum vafa er undirorpið að heilbrigðisþingin hafa verið mikilsverður vettvangur samskipta og skoðanaskipta um heilbrigðismál. Þar voru á dagskrá helstu stefnumál heilbrigðisþjónustunnar og málefni sem hafa verið til umræðu víða um lönd. Það er hins vegar umhugsunarefni hvers vegna þessi samtöl hafa ekki skilað sér nema að takmörkuðu leyti inn í hina pólitísku umræðu og ákvarðanatöku. Undantekningin er gerð heilbrigðisáætlunar til ársins 2010 sem samþykkt var af Alþingi á vormánuðum árið 2001. Spurningin er hvort ekki sé þörf á að taka upp þráðinn að nýju og efna til heilbrigðisþings til að leggja grundvöll að heilbrigðisstefnu til framtíðar og tryggja að ákvörðunum þess efnis verði fylgt eftir.Höfundur er félags- og stjórnmálafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingimar Einarsson Mest lesið Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Vandað verklag við aðhald í ríkisrekstri Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skoðun Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Um áratugaskeið innihélt heilbrigðislöggjöfin ákvæði um að halda heilbrigðisþing eigi sjaldnar en fjórða hvert ár. Til heilbrigðisþings voru boðaðir stjórnendur, fagfólk, fulltrúar félagasamtaka, stjórnmálamenn og fleiri sem létu sig málefni heilbrigðisþjónustunnar einhverju varða. Hélst sú skipan þar til ný heilbrigðislög voru samþykkt á árinu 2007. Heilbrigðisþing voru haldin 1980, 1995, 1999 og 2003. Sambærilegar samkomur voru einnig haldnar á árunum 2000 og 2001. Annars vegar snerust þær um gæði og árangur heilbrigðisþjónustu og hins vegar um menntun heilbrigðisstétta og mannaflaspár heilbrigðisþjónustunnar.Vettvangur hugmynda Heilbrigðisþingin voru hugsuð sem eins konar vettvangur ráðgjafar- og umsagnarstarfa á sviði heilbrigðismála og um leið grundvöllur stefnumótunar og áætlanagerðar til langs tíma. Heilbrigðisráðuneytinu var venjulega falið að undirbúa heilbrigðisþingin, í samráði við Embætti landlæknis, og jafnframt hefur ráðuneytinu verið falið að fullvinna þau mál sem fram komu á hverju þingi fyrir sig. Í flestum tilvikum vantaði nokkuð upp á að niðurstöðum heilbrigðisþinga væru fylgt eftir í samræmi við þær kröfur sem gera verður um framkvæmd slíkra verkefna.Heilbrigðisþingin Fyrsta heilbrigðisþingið var haldið á haustdögum árið 1980, í embættistíð Svavars Gestssonar, og segir í skýrslu frá þinginu að þátttaka hafi verið mikil og áhugi og metnaður fyrir hönd íslensku heilbrigðisþjónustunnar hafi einkennt umræðurnar. Annað heilbrigðisþingið var haldið í byrjun árs 1995. Umfjöllunarefni þingsins var heilbrigðisástand Íslendinga og horfur um heilsufar þjóðarinnar á næstu árum. Á þriðja heilbrigðisþinginu 1999 kom greinilega fram að í heilbrigðismálum, sem og á öðrum sviðum þjóðlífsins, væri nauðsynlegt að vinna skipulega að áætlanagerð og setningu markmiða á öllum sviðum heilbrigðiskerfisins. Loks var heilbrigðisþing haldið fjórum árum síðar, eða 7. nóvember 2003. Viðfangsefnið var Háskólasjúkrahús á Íslandi – Framtíðarsýn, hlutverk og samfélagsleg ábyrgð.Aftur á dagskrá Engum vafa er undirorpið að heilbrigðisþingin hafa verið mikilsverður vettvangur samskipta og skoðanaskipta um heilbrigðismál. Þar voru á dagskrá helstu stefnumál heilbrigðisþjónustunnar og málefni sem hafa verið til umræðu víða um lönd. Það er hins vegar umhugsunarefni hvers vegna þessi samtöl hafa ekki skilað sér nema að takmörkuðu leyti inn í hina pólitísku umræðu og ákvarðanatöku. Undantekningin er gerð heilbrigðisáætlunar til ársins 2010 sem samþykkt var af Alþingi á vormánuðum árið 2001. Spurningin er hvort ekki sé þörf á að taka upp þráðinn að nýju og efna til heilbrigðisþings til að leggja grundvöll að heilbrigðisstefnu til framtíðar og tryggja að ákvörðunum þess efnis verði fylgt eftir.Höfundur er félags- og stjórnmálafræðingur
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar