Páskar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 29. mars 2018 15:00 Páskar eru trúarhátíð kristinna manna með hinum sterka boðskap um fórnfýsi og sigur lífsins yfir dauðanum. Ekki taka allir eftir þessum fallega boðskap og sumir gefa reyndar afar lítið fyrir hann. Á mörgum bæjum telst einfaldlega ekki sérlega fínt að flagga trú. Hún þykir jafnvel hrein tímaskekkja í nútímasamfélagi og því eru öfl sem vilja draga úr vægi hennar og telja sig með því vera að gera mikið gagn. Þessum öflum hefur orðið nokkuð ágengt, en eiga þó langt í land með að takast það ætlunarverk sitt að afkristna þjóðina. Það auðveldar þessum hópi reyndar verkið að nútímamaðurinn er yfirleitt á þönum, stöðugt að flýta sér og gefur sér alla jafna lítinn tíma til íhugunar. Hátíð eins og páskar verða í huga hans að kærkominni röð frídaga, þegar þeir ættu að vera svo miklu meira en það. Þarna er nútímamaðurinn, eins og stundum áður, fastur á villigötum neysluhyggjunnar. Hann er of upptekinn af þægindum þegar hann mætti gjarnan vera meira brennandi í andanum. Í umhverfi eins og þessu á þjóðkirkjan að mörgu leyti erfitt uppdráttar. Hún nýtur ekki sömu virðingar og áður og getur sumpart sjálfri sér um kennt. Of margir kirkjunnar þjónar hafa reynst mun breyskari en góðu hófi gegnir. Þar sýnir sig að mun auðveldara er að vera talsmaður boðskapar en að breyta eftir honum. Kristin trú boðar kærleika, umburðarlyndi og fórnfýsi og það skipir öllu máli að prestar landsins breyti samkvæmt því. Það er siðferðileg skylda þeirra að starfa í þágu kærleikans og það gera þeir blessunarlega flestir. Þótt þjóðkirkjan eigi undir högg að sækja og úrsögnum úr henni fjölgi þá standa kirkjur landsins samt ekki auðar, síst á stórhátíðum eins og páskum. Páskaboðskapurinn kemst rækilega til skila í predikunum, upplestri og tónlist, þar er nánast eins og kirkjugestir séu umfaðmaðir. Einhverjir myndu kannski ætla sem svo að einungis þarna ætti páskaboðskapurinn heima. Hann fái ekki ýkja mikla athygli annars staðar. En svo er alls ekki. Jafn ágætt starf og prestar vinna þegar þeir boða kærleiksboðskapinn þá eru aðrir sem hafa afrekað enn meir. Það eru listamennirnir sem skapað hafa ódauðleg verk með tilvísunum í sögur Biblíunnar. Þeir sem vilja geta auðveldlega leitt hjá sér orð og predikanir prestanna. Ekkert fær hins vegar unnið á þeim stórbrotnu listaverkum sem vísa til kristni og kristins boðskapar. Passíusálmar Hallgríms Péturssonar hafa verið lesnir í útvarpi svo lengi sem elstu menn muna. Jafn ólík verk og Mattheusarpassía Bachs og Jesus Christ Superstar eru flutt á þessum tíma, ásamt fleiri gimsteinum tónlistarsögunnar. Heimurinn á ódauðleg verk eftir meistara myndlistarsögunnar af Kristi á krossinum og upprisu hans. Enn verður sú saga skáldum að yrkisefni og kvikmyndagerðarmenn gera henni skil á hvíta tjaldinu. Ef við höfum í huga öll þau listaverk sem mannsandinn hefur skapað vegna áhrifa frá sögunni um Krist, krossfestingu hans og upprisu þá hlýtur okkur um leið að verða ljóst að páskaboðskapurinn mun aldrei gleymast. Hann á ætíð erindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Sjá meira
Páskar eru trúarhátíð kristinna manna með hinum sterka boðskap um fórnfýsi og sigur lífsins yfir dauðanum. Ekki taka allir eftir þessum fallega boðskap og sumir gefa reyndar afar lítið fyrir hann. Á mörgum bæjum telst einfaldlega ekki sérlega fínt að flagga trú. Hún þykir jafnvel hrein tímaskekkja í nútímasamfélagi og því eru öfl sem vilja draga úr vægi hennar og telja sig með því vera að gera mikið gagn. Þessum öflum hefur orðið nokkuð ágengt, en eiga þó langt í land með að takast það ætlunarverk sitt að afkristna þjóðina. Það auðveldar þessum hópi reyndar verkið að nútímamaðurinn er yfirleitt á þönum, stöðugt að flýta sér og gefur sér alla jafna lítinn tíma til íhugunar. Hátíð eins og páskar verða í huga hans að kærkominni röð frídaga, þegar þeir ættu að vera svo miklu meira en það. Þarna er nútímamaðurinn, eins og stundum áður, fastur á villigötum neysluhyggjunnar. Hann er of upptekinn af þægindum þegar hann mætti gjarnan vera meira brennandi í andanum. Í umhverfi eins og þessu á þjóðkirkjan að mörgu leyti erfitt uppdráttar. Hún nýtur ekki sömu virðingar og áður og getur sumpart sjálfri sér um kennt. Of margir kirkjunnar þjónar hafa reynst mun breyskari en góðu hófi gegnir. Þar sýnir sig að mun auðveldara er að vera talsmaður boðskapar en að breyta eftir honum. Kristin trú boðar kærleika, umburðarlyndi og fórnfýsi og það skipir öllu máli að prestar landsins breyti samkvæmt því. Það er siðferðileg skylda þeirra að starfa í þágu kærleikans og það gera þeir blessunarlega flestir. Þótt þjóðkirkjan eigi undir högg að sækja og úrsögnum úr henni fjölgi þá standa kirkjur landsins samt ekki auðar, síst á stórhátíðum eins og páskum. Páskaboðskapurinn kemst rækilega til skila í predikunum, upplestri og tónlist, þar er nánast eins og kirkjugestir séu umfaðmaðir. Einhverjir myndu kannski ætla sem svo að einungis þarna ætti páskaboðskapurinn heima. Hann fái ekki ýkja mikla athygli annars staðar. En svo er alls ekki. Jafn ágætt starf og prestar vinna þegar þeir boða kærleiksboðskapinn þá eru aðrir sem hafa afrekað enn meir. Það eru listamennirnir sem skapað hafa ódauðleg verk með tilvísunum í sögur Biblíunnar. Þeir sem vilja geta auðveldlega leitt hjá sér orð og predikanir prestanna. Ekkert fær hins vegar unnið á þeim stórbrotnu listaverkum sem vísa til kristni og kristins boðskapar. Passíusálmar Hallgríms Péturssonar hafa verið lesnir í útvarpi svo lengi sem elstu menn muna. Jafn ólík verk og Mattheusarpassía Bachs og Jesus Christ Superstar eru flutt á þessum tíma, ásamt fleiri gimsteinum tónlistarsögunnar. Heimurinn á ódauðleg verk eftir meistara myndlistarsögunnar af Kristi á krossinum og upprisu hans. Enn verður sú saga skáldum að yrkisefni og kvikmyndagerðarmenn gera henni skil á hvíta tjaldinu. Ef við höfum í huga öll þau listaverk sem mannsandinn hefur skapað vegna áhrifa frá sögunni um Krist, krossfestingu hans og upprisu þá hlýtur okkur um leið að verða ljóst að páskaboðskapurinn mun aldrei gleymast. Hann á ætíð erindi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar