Vorhreinsun Eyþór Arnalds skrifar 13. mars 2018 07:00 Nú þegar borgin kemur undan snjónum sést bágt ástand gatna og göngustíga vel. Viðhald hefur verið of lítið og sums staðar eru götur bókstaflega í molum. Það blasir við að í þessum efnum þarf önnur og breytt vinnubrögð. Þrátt fyrir að vindar blási hressilega er svifryk með mesta móti miðað við erlendar borgir. Uppruni svifryksins er að mestu leyti úr götum borgarinnar eða 49% úr malbiki. Næst á eftir kemur sót sem er 31% og á uppruna sinn að miklu leyti úr dísilknúnum farartækjum. Svifryk þarf að stórminnka í borginni. Fara þarf í fyrirbyggjandi aðgerðir eins og kostur er. Við getum dregið úr svifryksmengun með því að leggja slitsterkara malbik á göturnar en nú er gert. Skoða þarf hvort unnt sé að draga enn frekar úr svifryki með því að steypa umferðarþyngstu göturnar. Jafnframt þarf Reykjavíkurborg að sópa götur og gangstéttir oftar og skola með vatni eftir þörfum. Svifryk endar inni í húsum fólks og lungum þess. Þessu þarf að breyta.Reykjavík getur gert betur Annað mál sem er ekki síður mikilvægt er sorphirða og flokkun á sorpi. Hér getur Reykjavík gert betur. Við sjáum önnur sveitarfélög þar sem meiri metnaður er lagður í flokkun og sorphirðu. Höfuðborgin Reykjavík, langstærsta sveitarfélag landsins, á að sýna gott fordæmi og vera leiðandi í sorphirðu. Í öðrum sveitarfélögum hefur flokkun verið meiri á sorpi en í Reykjavík í mörg ár og þar af leiðandi minni urðun. Til að mynda á Akureyri. Þar munu þrír af hverjum fjórum strætisvögnum ganga fyrir metangasi sem annars gufaði upp af sorphaugunum til skaða fyrir andrúmsloftið. Í Reykjavík gætu Strætó og Sorpa unnið betur saman og minnkað bæði uppgufun metangass af sorphaugunum sem og losun dísilvéla strætó. Rafmagnsstrætisvagnar eru áhugaverð lausn en enn hefur enginn vagn komið til landsins. Allt eru þetta mál sem skipta okkur Reykvíkinga máli. Í vor gefst tækifæri til að breyta um stefnu í þessum málum. Gerum betur. Vilji er allt sem þarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyþór Arnalds Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Sjá meira
Nú þegar borgin kemur undan snjónum sést bágt ástand gatna og göngustíga vel. Viðhald hefur verið of lítið og sums staðar eru götur bókstaflega í molum. Það blasir við að í þessum efnum þarf önnur og breytt vinnubrögð. Þrátt fyrir að vindar blási hressilega er svifryk með mesta móti miðað við erlendar borgir. Uppruni svifryksins er að mestu leyti úr götum borgarinnar eða 49% úr malbiki. Næst á eftir kemur sót sem er 31% og á uppruna sinn að miklu leyti úr dísilknúnum farartækjum. Svifryk þarf að stórminnka í borginni. Fara þarf í fyrirbyggjandi aðgerðir eins og kostur er. Við getum dregið úr svifryksmengun með því að leggja slitsterkara malbik á göturnar en nú er gert. Skoða þarf hvort unnt sé að draga enn frekar úr svifryki með því að steypa umferðarþyngstu göturnar. Jafnframt þarf Reykjavíkurborg að sópa götur og gangstéttir oftar og skola með vatni eftir þörfum. Svifryk endar inni í húsum fólks og lungum þess. Þessu þarf að breyta.Reykjavík getur gert betur Annað mál sem er ekki síður mikilvægt er sorphirða og flokkun á sorpi. Hér getur Reykjavík gert betur. Við sjáum önnur sveitarfélög þar sem meiri metnaður er lagður í flokkun og sorphirðu. Höfuðborgin Reykjavík, langstærsta sveitarfélag landsins, á að sýna gott fordæmi og vera leiðandi í sorphirðu. Í öðrum sveitarfélögum hefur flokkun verið meiri á sorpi en í Reykjavík í mörg ár og þar af leiðandi minni urðun. Til að mynda á Akureyri. Þar munu þrír af hverjum fjórum strætisvögnum ganga fyrir metangasi sem annars gufaði upp af sorphaugunum til skaða fyrir andrúmsloftið. Í Reykjavík gætu Strætó og Sorpa unnið betur saman og minnkað bæði uppgufun metangass af sorphaugunum sem og losun dísilvéla strætó. Rafmagnsstrætisvagnar eru áhugaverð lausn en enn hefur enginn vagn komið til landsins. Allt eru þetta mál sem skipta okkur Reykvíkinga máli. Í vor gefst tækifæri til að breyta um stefnu í þessum málum. Gerum betur. Vilji er allt sem þarf.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun