Ógnin úr austri Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 17. mars 2018 11:00 Þau tíðindi urðu í vikunni að leiðtogar þriggja evrópskra stórþjóða: Bretlands, Frakklands og Þýskalands, auk Bandaríkjanna sendu frá sér yfirlýsingu þar sem leiðtogarnir fordæmdu eiturárásina í Salisbury á Englandi. Greinilegt er að leiðtogarnir telja hafið yfir allan vafa að Rússar hafi staðið á bak við árásina. Slík samstaða meðal leiðtoga hlýtur að teljast fréttnæm á tímum sundrungar í Evrópu vegna Brexit, og einangrunarstefnu Trumps Bandaríkjaforseta. Fyrir þá sem muna tímana tvenna er þetta heldur alls ekki óþekkt stef. Rússland gegn hinum vestrænu bandamönnum. Nýtt kalt stríð. Þótt viðbrögðin hafi verið óvenjulega samhent í þetta skiptið er þetta alls ekki í fyrsta skipti á liðnum árum sem grunur vaknar um afskipti Rússa á alþjóðlegum vettvangi. Breskir fjölmiðlar hafa sagt frá því að skoða eigi fleiri en tíu andlát þar í landi í þessu ljósi. Í öll skiptin var um að ræða annaðhvort landflótta Rússa eða menn sem stundað höfðu viðskipti í Rússlandi. Frægasta dæmið er mál Alexanders Litvínenko sem eitrað var fyrir í miðborg London fyrir rúmum áratug. Dauði auðkýfingsins Borís Beresovskí vakti einnig grunsemdir. Pútín Rússlandsforseti verður endurkjörinn í kosningum sem fara nú fram. Það vita allir. Brölt hans á alþjóðavettvangi hefur þann eina tilgang að styrkja stöðu hans heima fyrir. Mál eins og tilræðið við Skrípal-feðginin í Salisbury eykur einungis á styrk hans. Svikarar við Rússland kemba ekki hærurnar. Í því samhengi eru viðbrögð hinna vestrænu leiðtoga heldur máttlítil. Nokkrum njósnurum er sparkað úr landi og breska konungsfjölskyldan fær ekki að fara úr landi. Nú stendur þó til að innleiða löggjöf sem gerir breskum yfirvöldum kleift að gera illa fengnar eignir upptækar. Stærstu eignirnar sem þar eru undir eru fasteignir rússnesku ólígarkanna í London, og kannski helst enska knattspyrnuliðið Chelsea, sem er í eigu Romans Abramovich. Þessi löggjöf þarf þó vitaskuld að fara sína leið í breska þinginu. Í þessu kristallast munurinn á Rússum og Vesturveldunum. Pútín þarf ekki að hafa áhyggjur af þingi eða þjóð. Hann gerir það sem honum hentar – þegar honum hentar. Okkar lýðræðislega kerfi er í senn viðkvæmt og verðmætt. Það getur hins vegar stundum reynst þunglamalegt þegar mæta þarf einræðisherrum stál í stál. Lýðræðislega kjörnir fulltrúar eru heldur ekki fullkomnir frekar en kjósendurnir sem veita þeim brautargengi. Í samanburði getum við þó prísað okkar sæla, eða eins og Churchill sagði: „Lýðræðið er versta stjórnarformið, fyrir utan öll hin.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þau tíðindi urðu í vikunni að leiðtogar þriggja evrópskra stórþjóða: Bretlands, Frakklands og Þýskalands, auk Bandaríkjanna sendu frá sér yfirlýsingu þar sem leiðtogarnir fordæmdu eiturárásina í Salisbury á Englandi. Greinilegt er að leiðtogarnir telja hafið yfir allan vafa að Rússar hafi staðið á bak við árásina. Slík samstaða meðal leiðtoga hlýtur að teljast fréttnæm á tímum sundrungar í Evrópu vegna Brexit, og einangrunarstefnu Trumps Bandaríkjaforseta. Fyrir þá sem muna tímana tvenna er þetta heldur alls ekki óþekkt stef. Rússland gegn hinum vestrænu bandamönnum. Nýtt kalt stríð. Þótt viðbrögðin hafi verið óvenjulega samhent í þetta skiptið er þetta alls ekki í fyrsta skipti á liðnum árum sem grunur vaknar um afskipti Rússa á alþjóðlegum vettvangi. Breskir fjölmiðlar hafa sagt frá því að skoða eigi fleiri en tíu andlát þar í landi í þessu ljósi. Í öll skiptin var um að ræða annaðhvort landflótta Rússa eða menn sem stundað höfðu viðskipti í Rússlandi. Frægasta dæmið er mál Alexanders Litvínenko sem eitrað var fyrir í miðborg London fyrir rúmum áratug. Dauði auðkýfingsins Borís Beresovskí vakti einnig grunsemdir. Pútín Rússlandsforseti verður endurkjörinn í kosningum sem fara nú fram. Það vita allir. Brölt hans á alþjóðavettvangi hefur þann eina tilgang að styrkja stöðu hans heima fyrir. Mál eins og tilræðið við Skrípal-feðginin í Salisbury eykur einungis á styrk hans. Svikarar við Rússland kemba ekki hærurnar. Í því samhengi eru viðbrögð hinna vestrænu leiðtoga heldur máttlítil. Nokkrum njósnurum er sparkað úr landi og breska konungsfjölskyldan fær ekki að fara úr landi. Nú stendur þó til að innleiða löggjöf sem gerir breskum yfirvöldum kleift að gera illa fengnar eignir upptækar. Stærstu eignirnar sem þar eru undir eru fasteignir rússnesku ólígarkanna í London, og kannski helst enska knattspyrnuliðið Chelsea, sem er í eigu Romans Abramovich. Þessi löggjöf þarf þó vitaskuld að fara sína leið í breska þinginu. Í þessu kristallast munurinn á Rússum og Vesturveldunum. Pútín þarf ekki að hafa áhyggjur af þingi eða þjóð. Hann gerir það sem honum hentar – þegar honum hentar. Okkar lýðræðislega kerfi er í senn viðkvæmt og verðmætt. Það getur hins vegar stundum reynst þunglamalegt þegar mæta þarf einræðisherrum stál í stál. Lýðræðislega kjörnir fulltrúar eru heldur ekki fullkomnir frekar en kjósendurnir sem veita þeim brautargengi. Í samanburði getum við þó prísað okkar sæla, eða eins og Churchill sagði: „Lýðræðið er versta stjórnarformið, fyrir utan öll hin.“
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun