Ari Leví Guðmundur Brynjólfsson skrifar 19. mars 2018 07:00 Á Alþingi hefur maður nokkur lagt út í þann fábjánaskap að spyrja um hitt og þetta. Mest þó um það hvernig peningum landsmanna er varið. Eins og einhvern varði um það? Þessum manni gengur misvel að fá spurningum sínum svarað. Hann spyr samt áfram. Þegar þessi blessaði þingmaður hafði spurt og þráspurt um eitt og annað lengi dags, og haft uppi orð um að hann myndi spyrja meira, fóru reiknimeistarar – þeir sem áttu að svara spurningunum um kostnaðinn – að reikna út hvað hver spurning kostaði. Plús hvert svar. Þeir þóttust þá vera að vinna vinnuna sína; stundum kallað „ábyrg meðferð opinberra fjármuna“. Í viðleitni sinni við að svara ekki spurningum mannsins sem spurði, ákváðu þeir að reikna út hvað það hefði kostað þjóðarbúið ef Ari hefði verið á þingi. Þessi sem Ingibjörg Þorbergs söng um hérna á síðustu öld og spurði eins og hver annar Pírati um alls konar þvælu og gekk svo nærri foreldrum sínum að þau fóru undan, ýmist í flæmingi eða á Valíum. Fyrir svo utan að reiknilíkanið Ari drap nánast ömmu sína með spurningaflóði – og afi hans brotnaði víst undan fitufordómum barnsins. Ern gamalmenni rámar eflaust í að Ari spurði móður sína: „Mamma af hverju er himininn blár?“ Nú er Björn Leví, nafnið á þessum kostnaðarsama í þinginu, ekki að spyrja mömmu sína að neinu. Hann hefði samt kannski betur gert það, kauplaust, áður en hann náði kjöri. En, það má samt nota spurningar Ara sem viðmið. Ekki vegna þess að þær séu sambærilegar í öllu heldur vegna heimskulegrar sannfæringar, spurula píratans og strákóbermisins sem var alla að kæfa með krefjandi leiðindum: „Þið eigið að segja mér satt.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Brynjólfsson Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Á Alþingi hefur maður nokkur lagt út í þann fábjánaskap að spyrja um hitt og þetta. Mest þó um það hvernig peningum landsmanna er varið. Eins og einhvern varði um það? Þessum manni gengur misvel að fá spurningum sínum svarað. Hann spyr samt áfram. Þegar þessi blessaði þingmaður hafði spurt og þráspurt um eitt og annað lengi dags, og haft uppi orð um að hann myndi spyrja meira, fóru reiknimeistarar – þeir sem áttu að svara spurningunum um kostnaðinn – að reikna út hvað hver spurning kostaði. Plús hvert svar. Þeir þóttust þá vera að vinna vinnuna sína; stundum kallað „ábyrg meðferð opinberra fjármuna“. Í viðleitni sinni við að svara ekki spurningum mannsins sem spurði, ákváðu þeir að reikna út hvað það hefði kostað þjóðarbúið ef Ari hefði verið á þingi. Þessi sem Ingibjörg Þorbergs söng um hérna á síðustu öld og spurði eins og hver annar Pírati um alls konar þvælu og gekk svo nærri foreldrum sínum að þau fóru undan, ýmist í flæmingi eða á Valíum. Fyrir svo utan að reiknilíkanið Ari drap nánast ömmu sína með spurningaflóði – og afi hans brotnaði víst undan fitufordómum barnsins. Ern gamalmenni rámar eflaust í að Ari spurði móður sína: „Mamma af hverju er himininn blár?“ Nú er Björn Leví, nafnið á þessum kostnaðarsama í þinginu, ekki að spyrja mömmu sína að neinu. Hann hefði samt kannski betur gert það, kauplaust, áður en hann náði kjöri. En, það má samt nota spurningar Ara sem viðmið. Ekki vegna þess að þær séu sambærilegar í öllu heldur vegna heimskulegrar sannfæringar, spurula píratans og strákóbermisins sem var alla að kæfa með krefjandi leiðindum: „Þið eigið að segja mér satt.“
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar