Hvarf viljinn með vindinum? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 1. mars 2018 07:00 Fangar eru vinsælir um þessar mundir. Svo vinsælir að á sunnudögum gefst sjónvarpsáhorfendum tækifæri til að sjá ekki einn heldur tvo vandaða þætti um lífshlaup þeirra sem horfið hafa af beinu brautinni og hafnað á bak við lás og slá. Eins hlaut þáttaröðin Fangar flestar tilnefningar til Edduverðlaunanna þetta árið, fjórtán talsins. Í þessu landslagi getur reynst ánægjulegt að sinna starfi formanns Afstöðu, félags fanga. Á þeim fjölmörgu fundum sem ég hef átt með ráðherrum, þingmönnum, embættismönnum og stjórnmálamönnum sem ganga með þingmanninn í maganum á undanförnum misserum hefur mér tekist að fara vel yfir stöðuna í fangelsismálum á Íslandi og bera hana saman við hvað er að gerast í öðrum löndum. Undantekningalaust fer ég ánægður út af þessum fundum enda fundargestir sérlega áhugasamir og lýsa þeir yfir miklum vilja til að gera betur í málefnum fanga, að stefna skuli að betrun. Allir hafa verið sammála um að málaflokkurinn sé vanræktur og að svo hafi verið um langa hríð. Ég hef nánast aldrei farið bónleiður af fundi með stjórnmálamanni. Hver einasti fundur hefur gefið fögur fyrirheit og ég fer bjartsýnn af fundi. Nánast allir sem ég hitti vilja hjálpa mér og okkur í Afstöðu að gera breytingar og jafnvel róttækar breytingar til að spara fjármagn til lengri tíma, draga úr glæpum og endurkomum í fangelsi. Samt gerist aldrei neitt. Það verða engar breytingar. Og því miður hafa stjórnmálamennirnir bara ekki staðið við stóru orðin. Fangar halda áfram að fyrirfara sér, verða öryrkjar, einangrast enn frekar frá samfélagi manna og halda áfram að fara inn og út úr fangelsi í vitahring kerfisins. Og svo falla ríkisstjórnir og við kjósum aftur og aftur og við þurfum að byrja upp á nýtt að funda með nýjum frambjóðendum, þingmönnum og ráðherrum til að kynna þeim stöðuna. Og aftur gerist það sama. Allir sýna sama áhuga á að gera nú skurk í fangelsismálum. Og enn gerist ekkert. Engin svör fást frá ráðuneytum, þingmenn vísa frá sér ábyrgð, stjórnarandstöðuþingmenn sem látið hafa í sér heyra þagna þegar þeir komast í stjórn og ungir stjórnmálamenn, sem barist hafa hvað harðast með Afstöðu, hætta að hugsa um hag fanga um leið og þeir ná kjöri. Stjórnmálamenn kunna vissulega að orða hlutina fallega og lofa öllu fögru. En það er sárlega lýjandi þegar sama fólk hverfur frá baráttunni. Við fangar erum frelsissvipt fólk og lifum það á hverjum degi hve illa fangelsiskerfið er búið. Við bindum alvöru vonir við það sem valdhafar segja við okkur. Nú verð ég að biðja stjórnmálamenn og aðra valdhafa að vera heiðarlega og þykjast ekki hafa áhuga sem þeir hafa ekki. Þau ykkar sem hafið ekki raunverulegan áhuga á að koma á raunverulegum breytingum til betrunar fyrir kerfið og okkur fangana, látið bara eiga sig að boða mig á fund eða taka á móti mér. Ykkur hin bið ég endilega að hafa samband og látum það gerast. Ég bíð við símann.Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Fangar eru vinsælir um þessar mundir. Svo vinsælir að á sunnudögum gefst sjónvarpsáhorfendum tækifæri til að sjá ekki einn heldur tvo vandaða þætti um lífshlaup þeirra sem horfið hafa af beinu brautinni og hafnað á bak við lás og slá. Eins hlaut þáttaröðin Fangar flestar tilnefningar til Edduverðlaunanna þetta árið, fjórtán talsins. Í þessu landslagi getur reynst ánægjulegt að sinna starfi formanns Afstöðu, félags fanga. Á þeim fjölmörgu fundum sem ég hef átt með ráðherrum, þingmönnum, embættismönnum og stjórnmálamönnum sem ganga með þingmanninn í maganum á undanförnum misserum hefur mér tekist að fara vel yfir stöðuna í fangelsismálum á Íslandi og bera hana saman við hvað er að gerast í öðrum löndum. Undantekningalaust fer ég ánægður út af þessum fundum enda fundargestir sérlega áhugasamir og lýsa þeir yfir miklum vilja til að gera betur í málefnum fanga, að stefna skuli að betrun. Allir hafa verið sammála um að málaflokkurinn sé vanræktur og að svo hafi verið um langa hríð. Ég hef nánast aldrei farið bónleiður af fundi með stjórnmálamanni. Hver einasti fundur hefur gefið fögur fyrirheit og ég fer bjartsýnn af fundi. Nánast allir sem ég hitti vilja hjálpa mér og okkur í Afstöðu að gera breytingar og jafnvel róttækar breytingar til að spara fjármagn til lengri tíma, draga úr glæpum og endurkomum í fangelsi. Samt gerist aldrei neitt. Það verða engar breytingar. Og því miður hafa stjórnmálamennirnir bara ekki staðið við stóru orðin. Fangar halda áfram að fyrirfara sér, verða öryrkjar, einangrast enn frekar frá samfélagi manna og halda áfram að fara inn og út úr fangelsi í vitahring kerfisins. Og svo falla ríkisstjórnir og við kjósum aftur og aftur og við þurfum að byrja upp á nýtt að funda með nýjum frambjóðendum, þingmönnum og ráðherrum til að kynna þeim stöðuna. Og aftur gerist það sama. Allir sýna sama áhuga á að gera nú skurk í fangelsismálum. Og enn gerist ekkert. Engin svör fást frá ráðuneytum, þingmenn vísa frá sér ábyrgð, stjórnarandstöðuþingmenn sem látið hafa í sér heyra þagna þegar þeir komast í stjórn og ungir stjórnmálamenn, sem barist hafa hvað harðast með Afstöðu, hætta að hugsa um hag fanga um leið og þeir ná kjöri. Stjórnmálamenn kunna vissulega að orða hlutina fallega og lofa öllu fögru. En það er sárlega lýjandi þegar sama fólk hverfur frá baráttunni. Við fangar erum frelsissvipt fólk og lifum það á hverjum degi hve illa fangelsiskerfið er búið. Við bindum alvöru vonir við það sem valdhafar segja við okkur. Nú verð ég að biðja stjórnmálamenn og aðra valdhafa að vera heiðarlega og þykjast ekki hafa áhuga sem þeir hafa ekki. Þau ykkar sem hafið ekki raunverulegan áhuga á að koma á raunverulegum breytingum til betrunar fyrir kerfið og okkur fangana, látið bara eiga sig að boða mig á fund eða taka á móti mér. Ykkur hin bið ég endilega að hafa samband og látum það gerast. Ég bíð við símann.Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun