Um umræðuna um umskurð Guðmundur Steingrímsson skrifar 3. mars 2018 11:00 Í vikunni þegar ég var á leið í háttinn var ég tekinn í bólinu. „Hvað finnst þér um að drengir séu umskornir?“ spurði konan mín af rælni upp úr vefsíðuvafri. „Ha?“ hváði ég. Ég kom af fjöllum. „Hver var að umskera hvern?“ Ég hafði lítið fylgst með umræðunni. Af eðlislægri hvöt til karllægra hrútskýringa reyndi ég þó auðvitað að hugsa hratt og segja eitthvað mjög fræðandi og spaklegt við konu mína um umskurð drengja, sögu umskurðar, fjölmenningarleg álitamál og svo framvegis. Það mistókst. Það er skemmst frá því að segja að ég fór mjög illa út úr þessari samræðu, sagði margt vanhugsað og fór ringlaður að sofa.Úti á þekju Af hverju á maður allt í einu að hafa skoðun á umskurði? Hvað gerðist? Af hverju missti ég? Málið er þetta: Alls konar ágreiningsmál skjóta jafnan upp kollinum í samfélaginu án þess að maður nái almennilega að undirbúa sig. Svo staldra þau stutt við. Ég lendi ítrekað í því að maður er rétt byrjaður að mynda sér skoðun þegar flestir eru farnir að tala um eitthvað allt annað. Núna fyndist mér til dæmis hallærislegt af mér að fara að básúna einhverjar skoðanir um umskurð rétt í sömu andrá og fólk er almennt að fara að tala um vopnaflutninga. Ég hef hins vegar ekki náð að kynna mér almennilega staðreyndir um vopnaflutningamálið, sem þó lítur vægast sagt ekki vel út. Þannig lendir maður ítrekað milli skips og bryggju sem almennur borgari þessa lands. Of seinn að mynda sér skoðun, of seinn að átta sig á nýjum málum.Ópið Þegar verst lætur breytist maður í manneskjuna í Ópinu eftir Munch. Maður stendur á brú milli tveggja hitamála, þess sem sem er að hverfa og þess sem er að koma, og bara heldur um höfuð sér og æpir. Ópið er þetta: Ég hef hvorki djúpa skoðun á þessu né þekkingu! Ég var að hugsa um aðra hluti! Auðvitað er þetta full dramatísk samlíking, en þó með sannleikskorni. Sagt er að skoðanir séu eins og afturendar. Allir hafi svoleiðis. Ég er svolítið sammála því. Mér finnst þessi mál öll sem skjóta upp kollinum oftast vera mjög áhugaverð og mig langar oftast að vita meira. Mér finnst áhugavert að heyra báðar hliðar. Mig langar að vita staðreyndir málsins. Mér finnst hins vegar oft ríkja algjört offramboð af mjög heitum skoðunum um þessi mál. Ég skil stundum ekki á hverju þær eru byggðar.Hlutverk þingsins Mig grunar að löngun margra til að mynda sér skoðun á málum sé ekki í réttu sinki við hraðann sem ríkir á miðlunum. Víkur þá sögunni að Alþingi Íslendinga og hinu raunverulega markmiði þessa pistils. Ég hyggst nú reyna að auka virðingu þingsins. Í veröld hinna ófyrirsjáanlegu hvirfilbylja hitamála er Alþingi frábært fyrirbrigði. Þegar flestir eru að hætta að tala um umskurð er Alþingi rétt að byrja. Einungis fyrsta umræða um umskurð hefur farið fram þar. Núna fer málið í nefnd og auglýst er eftir ígrunduðum umsögnum allra þeirra sem hafa eitthvað um málið að segja. Í þingnefndinni er hlustað á allar hliðar. Svo skrifa nefndarmenn álit. Svo er önnur umræða. Svo atkvæðagreiðsla. Svo getur málið farið aftur í nefnd. Svo er kannski aftur umræða í þingsal. Svo er aftur atkvæðagreiðsla. Alþingi er þannig kærkomið mótvægi við Facebook. Ég fíla það. Þetta tekst auðvitað ekki alltaf en pælingin er góð. Stundum er gott að mynda sér skoðun hægt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni þegar ég var á leið í háttinn var ég tekinn í bólinu. „Hvað finnst þér um að drengir séu umskornir?“ spurði konan mín af rælni upp úr vefsíðuvafri. „Ha?“ hváði ég. Ég kom af fjöllum. „Hver var að umskera hvern?“ Ég hafði lítið fylgst með umræðunni. Af eðlislægri hvöt til karllægra hrútskýringa reyndi ég þó auðvitað að hugsa hratt og segja eitthvað mjög fræðandi og spaklegt við konu mína um umskurð drengja, sögu umskurðar, fjölmenningarleg álitamál og svo framvegis. Það mistókst. Það er skemmst frá því að segja að ég fór mjög illa út úr þessari samræðu, sagði margt vanhugsað og fór ringlaður að sofa.Úti á þekju Af hverju á maður allt í einu að hafa skoðun á umskurði? Hvað gerðist? Af hverju missti ég? Málið er þetta: Alls konar ágreiningsmál skjóta jafnan upp kollinum í samfélaginu án þess að maður nái almennilega að undirbúa sig. Svo staldra þau stutt við. Ég lendi ítrekað í því að maður er rétt byrjaður að mynda sér skoðun þegar flestir eru farnir að tala um eitthvað allt annað. Núna fyndist mér til dæmis hallærislegt af mér að fara að básúna einhverjar skoðanir um umskurð rétt í sömu andrá og fólk er almennt að fara að tala um vopnaflutninga. Ég hef hins vegar ekki náð að kynna mér almennilega staðreyndir um vopnaflutningamálið, sem þó lítur vægast sagt ekki vel út. Þannig lendir maður ítrekað milli skips og bryggju sem almennur borgari þessa lands. Of seinn að mynda sér skoðun, of seinn að átta sig á nýjum málum.Ópið Þegar verst lætur breytist maður í manneskjuna í Ópinu eftir Munch. Maður stendur á brú milli tveggja hitamála, þess sem sem er að hverfa og þess sem er að koma, og bara heldur um höfuð sér og æpir. Ópið er þetta: Ég hef hvorki djúpa skoðun á þessu né þekkingu! Ég var að hugsa um aðra hluti! Auðvitað er þetta full dramatísk samlíking, en þó með sannleikskorni. Sagt er að skoðanir séu eins og afturendar. Allir hafi svoleiðis. Ég er svolítið sammála því. Mér finnst þessi mál öll sem skjóta upp kollinum oftast vera mjög áhugaverð og mig langar oftast að vita meira. Mér finnst áhugavert að heyra báðar hliðar. Mig langar að vita staðreyndir málsins. Mér finnst hins vegar oft ríkja algjört offramboð af mjög heitum skoðunum um þessi mál. Ég skil stundum ekki á hverju þær eru byggðar.Hlutverk þingsins Mig grunar að löngun margra til að mynda sér skoðun á málum sé ekki í réttu sinki við hraðann sem ríkir á miðlunum. Víkur þá sögunni að Alþingi Íslendinga og hinu raunverulega markmiði þessa pistils. Ég hyggst nú reyna að auka virðingu þingsins. Í veröld hinna ófyrirsjáanlegu hvirfilbylja hitamála er Alþingi frábært fyrirbrigði. Þegar flestir eru að hætta að tala um umskurð er Alþingi rétt að byrja. Einungis fyrsta umræða um umskurð hefur farið fram þar. Núna fer málið í nefnd og auglýst er eftir ígrunduðum umsögnum allra þeirra sem hafa eitthvað um málið að segja. Í þingnefndinni er hlustað á allar hliðar. Svo skrifa nefndarmenn álit. Svo er önnur umræða. Svo atkvæðagreiðsla. Svo getur málið farið aftur í nefnd. Svo er kannski aftur umræða í þingsal. Svo er aftur atkvæðagreiðsla. Alþingi er þannig kærkomið mótvægi við Facebook. Ég fíla það. Þetta tekst auðvitað ekki alltaf en pælingin er góð. Stundum er gott að mynda sér skoðun hægt.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun