Smálán eru vaxandi vandamál Ásta S. Helgadóttir skrifar 8. mars 2018 07:00 Embætti umboðsmanns skuldara greindi frá því á dögunum að fjöldi þeirra sem sóttu um aðstoð hjá embættinu hefur verið vaxandi frá árinu 2015. Greining á þessari aukningu leiðir í ljós að mest fjölgun er meðal umsækjenda á aldrinum 18-29 ára en um 70% þeirra hafa tekið smálán. Alla jafna er um að ræða tekjulága einstaklinga, á leigumarkaði, með neysluskuldir sem oft eru með óhagstæðum lánaskilmálum. Markaðssetning smálána hefur verið áberandi undanfarin misseri og virðist einkum beint að þessum aldurshópi. Embættið hefur vakið athygli á því hversu einfalt er að nálgast smálán en nægilegt er að einstaklingur skrái nafn, kennitölu og bankareikning á vefsvæði og þá getur hann fengið lán sé hann ekki á vanskilaskrá. Þessi staða er alvarleg og leggur embættið áherslu á að með auknu aðgengi að lánsfé fyrir þennan hóp er mikilvægt að stuðla að auknu fjármálalæsi og þarf sú fræðsla meðal annars að beinast að þessu tiltekna lánsformi og því hvaða afleiðingar það getur haft fyrir einstaklinginn að nýta sér það. Embættið fagnar þeirri þörfu umræðu sem skapast hefur undanfarið og ekki síst þeim áhuga sem Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur sýnt þessu mikilvæga málefni. Að mati umboðsmanns skuldara er þetta verkefni tvíþætt. Til að taka á þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir þarf að gera ítarlega könnun á umfangi og starfsemi smálánafyrirtækja hér á landi. Kanna þarf til hvaða aðgerða grípa þarf til að koma böndum á starfsemina t.d. með því að gera hana eftirlitsskylda með sama hætti og fjármálafyrirtæki. Þá er ljóst að efla þarf fjármálalæsi og er brýnt að kennsla um fjármál verði hluti af almennu námi á grunn- og framhaldsskólastigi hér á landi. Embætti umboðsmanns skuldara vill leita allra leiða til að forða þeim sem sækja um þessi lán frá því að lenda í greiðsluerfiðleikum og er embættið tilbúið að leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að svo megi verða.Höfundur er umboðsmaður skuldara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Smálán Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Embætti umboðsmanns skuldara greindi frá því á dögunum að fjöldi þeirra sem sóttu um aðstoð hjá embættinu hefur verið vaxandi frá árinu 2015. Greining á þessari aukningu leiðir í ljós að mest fjölgun er meðal umsækjenda á aldrinum 18-29 ára en um 70% þeirra hafa tekið smálán. Alla jafna er um að ræða tekjulága einstaklinga, á leigumarkaði, með neysluskuldir sem oft eru með óhagstæðum lánaskilmálum. Markaðssetning smálána hefur verið áberandi undanfarin misseri og virðist einkum beint að þessum aldurshópi. Embættið hefur vakið athygli á því hversu einfalt er að nálgast smálán en nægilegt er að einstaklingur skrái nafn, kennitölu og bankareikning á vefsvæði og þá getur hann fengið lán sé hann ekki á vanskilaskrá. Þessi staða er alvarleg og leggur embættið áherslu á að með auknu aðgengi að lánsfé fyrir þennan hóp er mikilvægt að stuðla að auknu fjármálalæsi og þarf sú fræðsla meðal annars að beinast að þessu tiltekna lánsformi og því hvaða afleiðingar það getur haft fyrir einstaklinginn að nýta sér það. Embættið fagnar þeirri þörfu umræðu sem skapast hefur undanfarið og ekki síst þeim áhuga sem Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur sýnt þessu mikilvæga málefni. Að mati umboðsmanns skuldara er þetta verkefni tvíþætt. Til að taka á þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir þarf að gera ítarlega könnun á umfangi og starfsemi smálánafyrirtækja hér á landi. Kanna þarf til hvaða aðgerða grípa þarf til að koma böndum á starfsemina t.d. með því að gera hana eftirlitsskylda með sama hætti og fjármálafyrirtæki. Þá er ljóst að efla þarf fjármálalæsi og er brýnt að kennsla um fjármál verði hluti af almennu námi á grunn- og framhaldsskólastigi hér á landi. Embætti umboðsmanns skuldara vill leita allra leiða til að forða þeim sem sækja um þessi lán frá því að lenda í greiðsluerfiðleikum og er embættið tilbúið að leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að svo megi verða.Höfundur er umboðsmaður skuldara
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar