Arsenal átti á hættu að tapa sínum fimmta leik í röð sem hafði ekki gerst hjá Skyttunum síðan árið 1977. Henrikh Mkhitaryan og Aaron Ramsey skoruðu mörkin í fyrri hálfleik og Arsenal er í frábærri stöðu fyrir seinni leikinn.
„Þetta var mikilvægur sigur því þetta var martraðarvika,“ sagði Arsene Wenger en hann og liðið hafði fengið á sig harða gagnrýni eftir hvert tapið á fætur öðru.
Arsene Wenger said his team was like a boxer struggling to get up after a knockdown in their Europa League win at AC Milan.
Report https://t.co/NfhuuOnw32pic.twitter.com/aQ5cE5t7m4
— BBC Sport (@BBCSport) March 9, 2018
„Þegar þú ert sleginn svona niður þá verður þetta svolítið eins og boxbardagi. Þú ert kominn hálfa leið niður og hefur ekki mikinn tíma til að jafna þig áður en næsta högg kemur. Þannig var þetta hjá okkur,“ sagði Wenger.
„Á einhverjum tímapunkti þá veistu að þú þarft að svara. Stolt þitt og ástríðan fyrir að sýna þína hæfileika verður að brjótast í gegn,“ sagði Wenger.
Before kick-off last night, Arsenal had arguably hit the lowest point of Arsene Wenger's 22-year reign.
But a polished performance brought them victory over AC Milan.
Reporthttps://t.co/mccQRitaoZpic.twitter.com/M9fxsz7tf0
— BBC Sport (@BBCSport) March 9, 2018
„Fólk gleymir því stundum að til þess að komast alla leið í úrslitaleik á Englandi þá þarftu andlegan styrk og sterkan haus. Við töpuðum þessum úrslitaleik á móti liði sem er með yfirburði í enska fótboltanum eins og er. Við verðum að sætta okkur við það en það þýðir ekki að liðið hafi ekki öflugan liðsanda,“ sagði Wenger.