Aftur í vagninn! Guðmundur Andri Thorsson skrifar 20. febrúar 2018 07:00 Þegar ég var að alast upp í Vogahverfinu í Reykjavík á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar tókum við flestöll strætó til að fara á milli borgarhluta. Við sátum hvert með öðru, krakkar og forstjórar, fiskverkafólk og erindrekar, skósmiðir og fulltrúar, húsmæður og tannlæknar – og borgarfulltrúar: Kristján Benediktsson sá góði fulltrúi Framsóknarflokksins var alltaf í Vogavagninum á morgnana. Í strætó var maður innan um fólk, maður sá fólk, fékk tilfinningu fyrir öðru fólki og sjálfum sér í samhengi við það. Reglulega vorum við beðin af vagnstjóra að gjörasvovelog færa okkur aftar í vagninn, svo að fleiri kæmust fyrir. Það efldi félagsandann og tillitssemina og tilfinninguna fyrir því að búa í borg með öðru fólki. Frá þessum árum hefur höfuðborgarsvæðið færst fjær því að standa undir nafni sem borg, hvað varðar þjónustu og mannlíf í hverfunum, sem eru mörg bara samsafn af svefnherbergjum. Almenningssamgöngur sem hafa um árabil mátt þoka fyrir sífellt aukinni notkun einkabíla, en eins og kunnugt er líta margir Íslendingar á bíla sem nokkurs konar úlpu, skrifstofu á hjólum eða vélknúinn hest sem rati sjálfur meðan bílstjórinn er í símanum, og telja það til marks um meiriháttar ósigur í lífinu að þurfa að deila rými með öðru fólki meðan farið er milli bæjarhluta. Nú stendur til að gera stórátak í almenningssamgöngum með svokallaðri Borgarlínu, sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa sameinast um að byggja upp með atbeina ríkisins. Takist þetta átak er þess jafnvel að vænta að almenningssamgöngur komist í svipað horf og var á uppvaxtarárum mínum. Það er verðugt markmið. Samt virðast sumir frambjóðendur ætla að bjóða fram undir kjörorðinu: Enginn í strætó! Við þurfum öll að færa okkur aftar í vagninn ef við eigum að komast hér öll fyrir. Það er óskiljanlegt að á því herrans ári 2018, sé deilt um það hvort raunhæfar og áreiðanlegar almenningssamgöngur – eins og tíðkast um allan heim – skuli vera hluti grunnþjónustu sveitarfélaganna.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Sjá meira
Þegar ég var að alast upp í Vogahverfinu í Reykjavík á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar tókum við flestöll strætó til að fara á milli borgarhluta. Við sátum hvert með öðru, krakkar og forstjórar, fiskverkafólk og erindrekar, skósmiðir og fulltrúar, húsmæður og tannlæknar – og borgarfulltrúar: Kristján Benediktsson sá góði fulltrúi Framsóknarflokksins var alltaf í Vogavagninum á morgnana. Í strætó var maður innan um fólk, maður sá fólk, fékk tilfinningu fyrir öðru fólki og sjálfum sér í samhengi við það. Reglulega vorum við beðin af vagnstjóra að gjörasvovelog færa okkur aftar í vagninn, svo að fleiri kæmust fyrir. Það efldi félagsandann og tillitssemina og tilfinninguna fyrir því að búa í borg með öðru fólki. Frá þessum árum hefur höfuðborgarsvæðið færst fjær því að standa undir nafni sem borg, hvað varðar þjónustu og mannlíf í hverfunum, sem eru mörg bara samsafn af svefnherbergjum. Almenningssamgöngur sem hafa um árabil mátt þoka fyrir sífellt aukinni notkun einkabíla, en eins og kunnugt er líta margir Íslendingar á bíla sem nokkurs konar úlpu, skrifstofu á hjólum eða vélknúinn hest sem rati sjálfur meðan bílstjórinn er í símanum, og telja það til marks um meiriháttar ósigur í lífinu að þurfa að deila rými með öðru fólki meðan farið er milli bæjarhluta. Nú stendur til að gera stórátak í almenningssamgöngum með svokallaðri Borgarlínu, sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa sameinast um að byggja upp með atbeina ríkisins. Takist þetta átak er þess jafnvel að vænta að almenningssamgöngur komist í svipað horf og var á uppvaxtarárum mínum. Það er verðugt markmið. Samt virðast sumir frambjóðendur ætla að bjóða fram undir kjörorðinu: Enginn í strætó! Við þurfum öll að færa okkur aftar í vagninn ef við eigum að komast hér öll fyrir. Það er óskiljanlegt að á því herrans ári 2018, sé deilt um það hvort raunhæfar og áreiðanlegar almenningssamgöngur – eins og tíðkast um allan heim – skuli vera hluti grunnþjónustu sveitarfélaganna.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun