Þegar ríkið gefur með annarri og tekur með hinni Ásta Hlín Magnúsdóttir og Elísabet D. Sveinsdóttir og Óttar Már Kárason skrifa 20. febrúar 2018 11:39 Um daginn var Borgarfjörður eystri tekinn inn í verkefnið Brothættar byggðir sem Byggðastofnun hefur yfirumsjón með. Verkefnið hefur verið í gangi hjá Byggðastofnun síðan 2012 þegar það fór af stað á Raufarhöfn en hugmyndafræðin snýst um að virkja íbúa brothættra byggða til þátttöku og vinna með þeim tillögur til úrbóta til að stöðva viðvarandi fólksfækkun. Við erum alveg viss um að verkefnið muni bera árangur og einhver snilld gerist á Borgarfirði á næstu árum. Enda er dásamlegt að vera hér og Borgfirðingar bjartsýnir eftir frábært íbúaþing þar sem myndaðist ótrúlegur kraftur og samstaða. Flestir gera sér líka grein fyrir að það gerist ekkert nema með samvinnu. Íbúar verða að taka sig saman og vinna að þessu verkefni sem heild. En er það nóg? Í gær tóku Borgfirðingar sig saman í Njarðvíkurskriðunum til þess að mótmæla óboðlegum vegsamgöngum og hreinlega að byrja sjálfir á vegaframkvæmdum til þess að eitthvað verði gert. Byggðastofnun er ríkisstofnun. Sem sagt; ríkið vill fjárfesta í að gera Borgarfjörð að betri búsetukosti. Sem er flott. Ríkið er hins vegar stórt og hefur marga arma sem aðhafast misjafnt. Á meðan Byggðastofnun ráðstafar sínum fjármunum í að byggja upp á Borgarfirði hverfa aðrir armar ríkisins. Við ítrekum að við erum mjög ánægð og bjartsýn með verkefnið en það mikilvægasta sem samfélag þarf til að halda lífi er samt grunnþjónusta og innviðir. Vegsamgöngur sem standast nútíma kröfur eru nauðsynlegir innviðir, grunnþjónusta sem ríkið á að tryggja. Vegurinn til Borgarfjarðar stenst ekki nútímakröfur. Árum saman hefur það verið á langtíma plani að leggja bundið slitlag á Borgarfjarðarveg. Árum saman hefur því verið frestað. Íbúum hefur fækkað smám saman á meðan samkeppnishæfni atvinnulífsins minnkar vegna bágra samgangna. Úrbótum er frestað, fólki fækkar. Á endanum sér ríkið að eitthvað þarf að gera til að fólki haldi ekki áfram að fækka og hrindir af stað átaksverkefni með Byggðastofnun. Heldur samt áfram að fresta samgöngubótum. Það er ekki erfitt að færa rök fyrir mikilvægi þess að leggja bundið slitlag um borgarfjarðarveg sem fyrst. Borgfirðingar þurfa að sækja nánast alla þjónustu um þennan veg allan ársins hring þar sem hvorki er verslun né heilbrigðisþjónusta í heimabyggð. Borgarfjörður eystra er eini þéttbýlisstaður landsins sem ekki hefur tengingu við annan þéttbýlisstað með bundnu slitlagi. Um borgarfjarðarveg fara 300-400 bílar að meðaltali á dag að sumarlagi þegar fjöldi ferðamanna sækir fjörðinn heim en ferðaþjónusta er meðal aðal atvinnugreina á staðnum. Vegurinn er nú í hræðilegu ásigkomulagi og dæmi um að bílaleigur hreinlega banni viðskiptavinum sínum að fara til Borgarfjarðar vegna þess. Ferðamenn á eigin vegum hefur líka snúið við á þegar þeir sjá frammá að eyðileggja bíla eða aftaní vagna. Nú stendur til að leggja ljósleiðara og þriggja fasa rafmagn um svæðið og eðlilegast væri að gera það samhliða vegaframkvæmdum. Ef beðið verður með vegaframkvæmdir er líklegt að strengur í jörðu trufli þær auk þess sem og mikil samlegðaráhrif hljóta að vera með því að gera bæði samtímis. Í gær átti eftir að leggja 28 kílómetra af bundnu slitlagi, í dag erum við byrjuð að steypa og bara 27,999 km eftir. Við vonum að ríkið taki við sem fyrst og tryggi okkur þá innviði sem byggðin okkar þarf til að lifa af. Innviðalaus byggð er dæmd til að vera brothætt. Það er mjög gott að við skulum ætla að hjálpa Borgarfirði að verða betri og hætta að vera brothættur. En á meðan ríkið gefur með annarri mætti það gjarnan hætta að taka með hinni. Ásta Hlín Magnúsdóttir Elísabet D. Sveinsdóttir Óttar Már Kárason Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Um daginn var Borgarfjörður eystri tekinn inn í verkefnið Brothættar byggðir sem Byggðastofnun hefur yfirumsjón með. Verkefnið hefur verið í gangi hjá Byggðastofnun síðan 2012 þegar það fór af stað á Raufarhöfn en hugmyndafræðin snýst um að virkja íbúa brothættra byggða til þátttöku og vinna með þeim tillögur til úrbóta til að stöðva viðvarandi fólksfækkun. Við erum alveg viss um að verkefnið muni bera árangur og einhver snilld gerist á Borgarfirði á næstu árum. Enda er dásamlegt að vera hér og Borgfirðingar bjartsýnir eftir frábært íbúaþing þar sem myndaðist ótrúlegur kraftur og samstaða. Flestir gera sér líka grein fyrir að það gerist ekkert nema með samvinnu. Íbúar verða að taka sig saman og vinna að þessu verkefni sem heild. En er það nóg? Í gær tóku Borgfirðingar sig saman í Njarðvíkurskriðunum til þess að mótmæla óboðlegum vegsamgöngum og hreinlega að byrja sjálfir á vegaframkvæmdum til þess að eitthvað verði gert. Byggðastofnun er ríkisstofnun. Sem sagt; ríkið vill fjárfesta í að gera Borgarfjörð að betri búsetukosti. Sem er flott. Ríkið er hins vegar stórt og hefur marga arma sem aðhafast misjafnt. Á meðan Byggðastofnun ráðstafar sínum fjármunum í að byggja upp á Borgarfirði hverfa aðrir armar ríkisins. Við ítrekum að við erum mjög ánægð og bjartsýn með verkefnið en það mikilvægasta sem samfélag þarf til að halda lífi er samt grunnþjónusta og innviðir. Vegsamgöngur sem standast nútíma kröfur eru nauðsynlegir innviðir, grunnþjónusta sem ríkið á að tryggja. Vegurinn til Borgarfjarðar stenst ekki nútímakröfur. Árum saman hefur það verið á langtíma plani að leggja bundið slitlag á Borgarfjarðarveg. Árum saman hefur því verið frestað. Íbúum hefur fækkað smám saman á meðan samkeppnishæfni atvinnulífsins minnkar vegna bágra samgangna. Úrbótum er frestað, fólki fækkar. Á endanum sér ríkið að eitthvað þarf að gera til að fólki haldi ekki áfram að fækka og hrindir af stað átaksverkefni með Byggðastofnun. Heldur samt áfram að fresta samgöngubótum. Það er ekki erfitt að færa rök fyrir mikilvægi þess að leggja bundið slitlag um borgarfjarðarveg sem fyrst. Borgfirðingar þurfa að sækja nánast alla þjónustu um þennan veg allan ársins hring þar sem hvorki er verslun né heilbrigðisþjónusta í heimabyggð. Borgarfjörður eystra er eini þéttbýlisstaður landsins sem ekki hefur tengingu við annan þéttbýlisstað með bundnu slitlagi. Um borgarfjarðarveg fara 300-400 bílar að meðaltali á dag að sumarlagi þegar fjöldi ferðamanna sækir fjörðinn heim en ferðaþjónusta er meðal aðal atvinnugreina á staðnum. Vegurinn er nú í hræðilegu ásigkomulagi og dæmi um að bílaleigur hreinlega banni viðskiptavinum sínum að fara til Borgarfjarðar vegna þess. Ferðamenn á eigin vegum hefur líka snúið við á þegar þeir sjá frammá að eyðileggja bíla eða aftaní vagna. Nú stendur til að leggja ljósleiðara og þriggja fasa rafmagn um svæðið og eðlilegast væri að gera það samhliða vegaframkvæmdum. Ef beðið verður með vegaframkvæmdir er líklegt að strengur í jörðu trufli þær auk þess sem og mikil samlegðaráhrif hljóta að vera með því að gera bæði samtímis. Í gær átti eftir að leggja 28 kílómetra af bundnu slitlagi, í dag erum við byrjuð að steypa og bara 27,999 km eftir. Við vonum að ríkið taki við sem fyrst og tryggi okkur þá innviði sem byggðin okkar þarf til að lifa af. Innviðalaus byggð er dæmd til að vera brothætt. Það er mjög gott að við skulum ætla að hjálpa Borgarfirði að verða betri og hætta að vera brothættur. En á meðan ríkið gefur með annarri mætti það gjarnan hætta að taka með hinni. Ásta Hlín Magnúsdóttir Elísabet D. Sveinsdóttir Óttar Már Kárason
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun