Leyfið foreldrunum – Opið bréf til Alþingis Íslendinga Kári Stefánsson skrifar 22. febrúar 2018 07:00 Ágætu alþingismenn. Fyrir rúmlega tuttugu árum var ég prófessor í taugalækningum, taugameinafræði og taugalíffræði við Harvard háskólann í Boston og sinnti sjúklingum við Beth Israel sjúkrahúsið þar í borg. Ég var líklega eini prófessorinn sem vann við spítalann sem var ekki Gyðingur. Þar af leiðandi voru flest starfssystkini mín Gyðingar og síðan á ég mýmarga vini og kunningja af þessum leifturgáfaða og iðna kynþætti sem hefur af og til lent í því að vera ofsóttur. Þegar það fréttist út fyrir landsteinana að það hefði verið lagt fyrir Alþingi Íslendinga frumvarp til laga, sem ef samþykkt gerði umskurð piltbarna ólöglegan, fóru þessir vinir mínir og kunningjar að senda mér tölvupósta og hringja í mig. Þeir báðu mig að koma til ykkar eftirfarandi röksemdum gegn frumvarpinu, sem ég geri hér og með að mínum líka: 1. Lög sem þessi myndu í prinsippinu gera það ólöglegt að vera Gyðingur á Íslandi vegna þess að umskurðurinn (brit milah) er órjúfanlegur hluti af sjálfsmynd Gyðinga. Hann er líkamlegt tákn sambandsins milli guðs og Gyðinga. 2. Lög sem þessi væru ekki bara aðför að rétti Gyðinga til þess að búa við menningu sína á Íslandi heldur myndu Gyðingar um allan heim líta á lögin sem nýja birtingarmynd á þeirri óvild í garð þeirra sem þeir eru búnir að vera að berjast gegn um aldir. Ekki drægi það úr sviðanum að lögin væru sett af ljóshærðri, bláeygri þjóð. 3. Lög sem þessi vegi að rétti foreldra til þess að taka ákvarðanir fyrir hönd barna sinna sem hefur verið höndlaður sem allt að heilagur á Íslandi fram til þessa. Íslenskt réttarkerfi hefur verndað rétt foreldra til þess að taka ákvarðanir sem vega ótrúlega miklu meira að heilsu barna þeirra heldur en umskurður piltbarna. Til dæmis má nefna að foreldrum sem tilheyra Vottum Jehóva hefur haldist uppi að meina læknum að gefa börnum þeirra blóð þótt líf þeirra hangi á spýtunni vegna þess að þau hafa trúað því að sá hreinleiki sem glatist við blóðgjöfina sé meira virði en aukin geta til þess að flytja lífsnauðsynlegt súrefni til líffæra barnsins. Og það er litið svo á að foreldrar hafi lögbundinn rétt til þess að reykja í kringum kornabörn sín og neyta áfengis og haga sér á ýmsan þann máta sem býr til hættu fyrir heilsu barnsins. 4. Flytjendur frumvarpsins ýkja stórum hættuna af umskurði piltbarna. Í því sambandi má benda á að 80% piltbarna í Bandaríkjunum eru umskorin og eru því í kringum 130 milljónir karlmanna í Bandaríkjunum sem hafa lifað aðgerðina af og 4,5 milljónir sem eru umskornar á ári hverju. Ég vann sem læknir í Bandaríkjunum í tvo áratugi og hitti aldrei fyrir mann sem hafði lent í vandræðum út af umskurði. Frumvarpið er þrungið forræðishyggju og miðar að því að gera það ólöglegt að umskera piltbörn þótt foreldrar líti svo á að ávinningurinn af meiri nánd við guð þeirra vegi upp þá agnarlitlu áhættu sem felst í því að umskera þau. Ég er nokkuð viss um að áhættan af umskurði er ekki meiri en sú sem felst í því að hella messuvíni ofan í óhörðnuð fermingarbörn.Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ágætu alþingismenn. Fyrir rúmlega tuttugu árum var ég prófessor í taugalækningum, taugameinafræði og taugalíffræði við Harvard háskólann í Boston og sinnti sjúklingum við Beth Israel sjúkrahúsið þar í borg. Ég var líklega eini prófessorinn sem vann við spítalann sem var ekki Gyðingur. Þar af leiðandi voru flest starfssystkini mín Gyðingar og síðan á ég mýmarga vini og kunningja af þessum leifturgáfaða og iðna kynþætti sem hefur af og til lent í því að vera ofsóttur. Þegar það fréttist út fyrir landsteinana að það hefði verið lagt fyrir Alþingi Íslendinga frumvarp til laga, sem ef samþykkt gerði umskurð piltbarna ólöglegan, fóru þessir vinir mínir og kunningjar að senda mér tölvupósta og hringja í mig. Þeir báðu mig að koma til ykkar eftirfarandi röksemdum gegn frumvarpinu, sem ég geri hér og með að mínum líka: 1. Lög sem þessi myndu í prinsippinu gera það ólöglegt að vera Gyðingur á Íslandi vegna þess að umskurðurinn (brit milah) er órjúfanlegur hluti af sjálfsmynd Gyðinga. Hann er líkamlegt tákn sambandsins milli guðs og Gyðinga. 2. Lög sem þessi væru ekki bara aðför að rétti Gyðinga til þess að búa við menningu sína á Íslandi heldur myndu Gyðingar um allan heim líta á lögin sem nýja birtingarmynd á þeirri óvild í garð þeirra sem þeir eru búnir að vera að berjast gegn um aldir. Ekki drægi það úr sviðanum að lögin væru sett af ljóshærðri, bláeygri þjóð. 3. Lög sem þessi vegi að rétti foreldra til þess að taka ákvarðanir fyrir hönd barna sinna sem hefur verið höndlaður sem allt að heilagur á Íslandi fram til þessa. Íslenskt réttarkerfi hefur verndað rétt foreldra til þess að taka ákvarðanir sem vega ótrúlega miklu meira að heilsu barna þeirra heldur en umskurður piltbarna. Til dæmis má nefna að foreldrum sem tilheyra Vottum Jehóva hefur haldist uppi að meina læknum að gefa börnum þeirra blóð þótt líf þeirra hangi á spýtunni vegna þess að þau hafa trúað því að sá hreinleiki sem glatist við blóðgjöfina sé meira virði en aukin geta til þess að flytja lífsnauðsynlegt súrefni til líffæra barnsins. Og það er litið svo á að foreldrar hafi lögbundinn rétt til þess að reykja í kringum kornabörn sín og neyta áfengis og haga sér á ýmsan þann máta sem býr til hættu fyrir heilsu barnsins. 4. Flytjendur frumvarpsins ýkja stórum hættuna af umskurði piltbarna. Í því sambandi má benda á að 80% piltbarna í Bandaríkjunum eru umskorin og eru því í kringum 130 milljónir karlmanna í Bandaríkjunum sem hafa lifað aðgerðina af og 4,5 milljónir sem eru umskornar á ári hverju. Ég vann sem læknir í Bandaríkjunum í tvo áratugi og hitti aldrei fyrir mann sem hafði lent í vandræðum út af umskurði. Frumvarpið er þrungið forræðishyggju og miðar að því að gera það ólöglegt að umskera piltbörn þótt foreldrar líti svo á að ávinningurinn af meiri nánd við guð þeirra vegi upp þá agnarlitlu áhættu sem felst í því að umskera þau. Ég er nokkuð viss um að áhættan af umskurði er ekki meiri en sú sem felst í því að hella messuvíni ofan í óhörðnuð fermingarbörn.Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun