Varúð: Dugnaður Þórarinn Þórarinsson skrifar 23. febrúar 2018 07:00 Meintur dugnaður Íslendinga er eitt af því sem við notum til þess að belgja okkur út með og hefja okkur yfir aðrar þjóðir. Íslenskur dugnaður og dýrkun á honum er grundvallarmisskilningur og í raun þrúgandi þjóðarböl. Íslenskur dugnaður er alveg aftengdur skynsemi, heiðarleika og gagnrýnni hugsun. Gengur út á að setja hausinn undir sig og böðlast eins og tuddi á amfetamíni. Bægslagangurinn er mikill, afraksturinn enginn. Nema hrósið: „Hann er nú svo duglegur.“ Duglegt fólk er stórvarasamt, sést ekki fyrir í andskotans djöfulgangi. Alltaf eitthvað voða mikið að gera. Dugnaðarforkarnir láta sig til dæmis ekkert muna um að keyra til tunglsins og til baka mörgum sinnum í mánuði. Til hvers? Að sóa tíma og skilja eftir sig hyldjúp kolefnisspor? Dugnaðarforkarnir eru aðallega iðnir og ofvirkir við að þvælast fyrir, skara eld að eigin köku og fremja alls konar heimskupör og umhverfisspjöll og láta einhverja aðra, komandi kynslóðir og náttúruna sem er um það bil að verða gjaldþrota, um að borga fyrir öll „afköstin“. Dugnaður er djöfullegur, leti er góð. Sá lati nennir ekki að spilla náttúrunni með framkvæmdum, ekki að vera alltaf að þrífa í kringum sig með eitruðum hreinsiefnum og ekki rýkur sá lati út að keyra þegar ástandið er appelsínugult og endar fastur í skafli, aðeins til trafala og vandræða. Er ekki ráð að reyna að slaka aðeins á? Hætta að hossa hinum duglegu sem eru fyrst og fremst til ógagns og óþurftar? Hægja aðeins á snúningshraðamælinum og fara færri kílómetra en fleiri? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Sjá meira
Meintur dugnaður Íslendinga er eitt af því sem við notum til þess að belgja okkur út með og hefja okkur yfir aðrar þjóðir. Íslenskur dugnaður og dýrkun á honum er grundvallarmisskilningur og í raun þrúgandi þjóðarböl. Íslenskur dugnaður er alveg aftengdur skynsemi, heiðarleika og gagnrýnni hugsun. Gengur út á að setja hausinn undir sig og böðlast eins og tuddi á amfetamíni. Bægslagangurinn er mikill, afraksturinn enginn. Nema hrósið: „Hann er nú svo duglegur.“ Duglegt fólk er stórvarasamt, sést ekki fyrir í andskotans djöfulgangi. Alltaf eitthvað voða mikið að gera. Dugnaðarforkarnir láta sig til dæmis ekkert muna um að keyra til tunglsins og til baka mörgum sinnum í mánuði. Til hvers? Að sóa tíma og skilja eftir sig hyldjúp kolefnisspor? Dugnaðarforkarnir eru aðallega iðnir og ofvirkir við að þvælast fyrir, skara eld að eigin köku og fremja alls konar heimskupör og umhverfisspjöll og láta einhverja aðra, komandi kynslóðir og náttúruna sem er um það bil að verða gjaldþrota, um að borga fyrir öll „afköstin“. Dugnaður er djöfullegur, leti er góð. Sá lati nennir ekki að spilla náttúrunni með framkvæmdum, ekki að vera alltaf að þrífa í kringum sig með eitruðum hreinsiefnum og ekki rýkur sá lati út að keyra þegar ástandið er appelsínugult og endar fastur í skafli, aðeins til trafala og vandræða. Er ekki ráð að reyna að slaka aðeins á? Hætta að hossa hinum duglegu sem eru fyrst og fremst til ógagns og óþurftar? Hægja aðeins á snúningshraðamælinum og fara færri kílómetra en fleiri?
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar