Sagan endurtekur sig Lára G. Sigurðardóttir skrifar 26. febrúar 2018 07:00 Síðari heimsstyrjöldinni er að ljúka og víða sjást auglýsingar með læknum og tannlæknum sem skarta sígarettum. Háls-, nef- og eyrnalæknir segir okkur að gefa hálsinum frí með því að reykja ferskar CAMEL sígarettur og tannlæknir mælir með VICEROYS. Markaðssetning sér til þess að árið 1967 reykja allt að 60% landsmanna og það þykir sjálfsagt að reykja innan um ungbörn, á spítölum og í flugvélum. Eftir hálfrar aldar baráttu erum við nú með eina lægstu tíðni í Evrópu. Um 10% fullorðinna reykja þessa skaðlegu vöru sem drepur helming neytenda hennar. En miðað við síðustu misseri er engu líkara en við séum að endurlifa nýtt reykingaæði með tilkomu rafsígaretta. Markaðssetning þeirra er þó með öðrum og dulbúnari hætti í formi samfélagsmiðla og ekki alltaf sýnileg okkur foreldrunum. Fjórðungur fermingarbarna hefur prófað rafsígarettur og helmingur menntaskólanema. Rafsígarettur eru orðnar svo algengar að það þykir orðið sjálfsagt að maður gangi innan um reykský. Því er ekki annað hægt en að fagna frumvarpi heilbrigðisráðherra um hömlur á sölu og útbreiðslu rafsígaretta. Líkt og hagsmunaaðilar börðust hart gegn hömlum á sölu sígaretta hér áður fyrr má búast við að frumvarp um rafsígarettur fái mikinn mótbyr. Þá er gott að hafa hugfast að meginmálið snýst ekki um hvort fullorðnir geti nálgast rafsígarettur til að hætta að reykja – það verður séð til þess – heldur snýst þetta um að rafsígarettur innihalda skaðleg efni og að börn eiga ekki að vera auðveld bráð þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Vandað verklag við aðhald í ríkisrekstri Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason Skoðun Skoðun Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Sjá meira
Síðari heimsstyrjöldinni er að ljúka og víða sjást auglýsingar með læknum og tannlæknum sem skarta sígarettum. Háls-, nef- og eyrnalæknir segir okkur að gefa hálsinum frí með því að reykja ferskar CAMEL sígarettur og tannlæknir mælir með VICEROYS. Markaðssetning sér til þess að árið 1967 reykja allt að 60% landsmanna og það þykir sjálfsagt að reykja innan um ungbörn, á spítölum og í flugvélum. Eftir hálfrar aldar baráttu erum við nú með eina lægstu tíðni í Evrópu. Um 10% fullorðinna reykja þessa skaðlegu vöru sem drepur helming neytenda hennar. En miðað við síðustu misseri er engu líkara en við séum að endurlifa nýtt reykingaæði með tilkomu rafsígaretta. Markaðssetning þeirra er þó með öðrum og dulbúnari hætti í formi samfélagsmiðla og ekki alltaf sýnileg okkur foreldrunum. Fjórðungur fermingarbarna hefur prófað rafsígarettur og helmingur menntaskólanema. Rafsígarettur eru orðnar svo algengar að það þykir orðið sjálfsagt að maður gangi innan um reykský. Því er ekki annað hægt en að fagna frumvarpi heilbrigðisráðherra um hömlur á sölu og útbreiðslu rafsígaretta. Líkt og hagsmunaaðilar börðust hart gegn hömlum á sölu sígaretta hér áður fyrr má búast við að frumvarp um rafsígarettur fái mikinn mótbyr. Þá er gott að hafa hugfast að meginmálið snýst ekki um hvort fullorðnir geti nálgast rafsígarettur til að hætta að reykja – það verður séð til þess – heldur snýst þetta um að rafsígarettur innihalda skaðleg efni og að börn eiga ekki að vera auðveld bráð þeirra.
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar