Raunhæf persónuvernd Hafliði K. Lárusson skrifar 28. febrúar 2018 07:00 Innan tíðar munu ný persónuverndarlög taka gildi og leggjast með fullum þunga á fyrirtæki og atvinnulíf. Enda þótt nýja löggjöfin muni að mestu byggja á þeim meginreglum persónuverndar, sem gilt hafa frá síðustu aldamótum, hefur hún einnig að geyma mörg nýmæli, auk þess sem hún er miklum mun ítarlegri en núgildandi lög. Eins og búast mátti við, miða nýju reglurnar að því að auka réttindi og öryggi einstaklinga. Þá hefur því verið haldið fram, að nýju reglurnar séu fyrirtækjum einnig til hagsbóta. Ef til vill má taka undir slík sjónarmið með það í huga, að reglunum er almennt ætlað að auka öryggi og traust á sviði persónuverndar í atvinnulífinu. Engu að síður er staðreynd að flestar nýju reglurnar eru íþyngjandi fyrir fyrirtæki og munu auka bæði fyrirhöfn og kostnað á þessu sviði. Þó má segja að „ljósið í myrkrinu“ sé að finna í 25. gr. Evrópureglugerðarinnar, sem segir meðal annars: „Með hliðsjón af nýjustu tækni, kostnaði við framkvæmd og eðli, umfangi, samhengi og tilgangi vinnslunnar og áhættu, mislíklegri og misalvarlegri, fyrir réttindi og frelsi einstaklinga skal ábyrgðaraðilinn, bæði þegar ákveðnar eru aðferðir við vinnsluna og þegar vinnslan sjálf fer fram, gera viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar ráðstafanir, s.s. notkun gerviauðkenna, sem hannaðar eru til að framfylgja meginreglum um persónuvernd … og fella nauðsynlegar verndarráðstafanir inn í vinnsluna?…“ Þrátt fyrir fremur tyrfið orðalag, setur þetta ákvæði persónuvernd í raunhæft samhengi, þ.e. það fer eftir aðstæðum hverju sinni hvaða kröfur eru gerðar til fyrirtækja um persónuvernd og þannig á persónuvernd að vera „sérsniðin“ að vinnslu persónuupplýsinga hjá hverju fyrirtæki fyrir sig. Enda þótt margir líti á 25. gr. reglugerðarinnar sem íþyngjandi, er hún í raun það tæki, sem fyrirtæki geta beitt til að halda persónuvernd innan skynsamlegra marka og hafa hana raunhæfa miðað við starfsemina. Þá leggur Evrópusambandið sérstaka áherslu á að íþyngja minni fyrirtækjum ekki um of þegar kemur að kröfum um persónuvernd. Þannig segir í 13. inngangsákvæði reglugerðarinnar: „Enn fremur eru stofnanir og aðilar Sambandsins og aðildarríkin og eftirlitsyfirvöld þeirra hvött til að taka tillit til sérstakra þarfa örfyrirtækja, lítilla og meðalstórra fyrirtækja við beitingu þessarar reglugerðar.“ Í íslensku samhengi er rétt að hafa í huga að í ofangreindan flokk falla öll fyrirtæki, sem eru með færri en 250 starfsmenn og minna en 50 milljónir evra í ársveltu. Í persónuverndarúttekt, sem er fyrsta skref fyrirtækja við að meta áhrif nýju laganna, er þess vegna nauðsynlegt að afmarka með nákvæmum hætti hvaða reglur eiga í raun við um starfsemina og með þeim hætti má „grisja“ regluverkið og meta hvar helstu skyldur, áhætta og ábyrgð liggja í raun. Í þessu sambandi er einnig rétt að hafa í huga (enda þótt það sé yfirleitt ekki nefnt berum orðum) að 100% reglufylgni á sviði persónuverndar er útilokuð og þess vegna þarf að vega og meta áhættu annars vegar og kostnað við ýtrustu reglufylgni hins vegar og þannig að komast að niðurstöðu um raunhæfa persónuvernd. Sem dæmi má nefna eftirfarandi atriði í slíkri úttekt:Tegundir persónuupplýsinga: Ríkari kröfur og þar með meiri áhætta fylgir því að vinna persónuupplýsingar sem t.d. tengjast börnum, líftækni eða mikilvægum einkahagsmunum, en persónuupplýsingar um heimilisfang fólks og símanúmer.Tegundir vinnslu: Vinnsla persónuupplýsinga, sem tengist gerð persónusniða (e. profiling), eftirliti með einstaklingum í stórum stíl eða felur í sér flutning persónuupplýsinga yfir landamæri og einkum út fyrir EES, lýtur mun strangari reglum en vinnsla persónuupplýsinga, sem felst í einfaldri vinnslu innan fyrirtækis á grunnupplýsingum um starfsmenn.Hætta á öryggisbroti: Hér koma ýmsir þættir til skoðunar, t.d. þau kerfi og hugbúnaður, sem notuð eru til vinnslunnar, hvort vinnslunni (t.d. hýsingu) er útvistað til þriðja aðila, hversu margir hafa aðgang að persónuupplýsingunum, hvernig aðgengi er takmarkað og hvernig því er stýrt, hvort kerfin eru opin eða lokuð, hvort skýþjónusta er notuð o.s.frv. Allir framangreindir þættir hafa áhrif á hversu mikil og líkleg raunveruleg áhætta er og þar með hvaða aðgerðir eru raunhæfar til að ná ásættanlegri reglufylgni. Með ofangreint í huga, er rétt að fyrirtæki „ýti á móti“ þeim þunga, sem ný persónuverndarlög hafa í för með sér. Þannig geta fyrirtæki lágmarkað fyrirhöfn og kostnað, á sama tíma og þess er gætt, að þau mæti öllum helstu kröfum, sem ný persónuverndarlög gera til þeirra.Höfundur er lögmaður hjá Fjeldsted & Blöndal og sérfræðingur í persónuverndarrétti Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Tengdar fréttir Aðeins fjórðungur fyrirtækja undirbúinn fyrir gildistöku nýrra persónuverndarlaga 72 prósent aðildarfyrirtækja Samtaka iðnaðarins hafa ekki hafið undirbúning fyrir gildistöku nýrra persónuverndarlaga. Þar segir að 24 prósent fyrirtækja hafi hafið undirbúning vegna laganna. 12. desember 2017 16:16 Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Sjá meira
Innan tíðar munu ný persónuverndarlög taka gildi og leggjast með fullum þunga á fyrirtæki og atvinnulíf. Enda þótt nýja löggjöfin muni að mestu byggja á þeim meginreglum persónuverndar, sem gilt hafa frá síðustu aldamótum, hefur hún einnig að geyma mörg nýmæli, auk þess sem hún er miklum mun ítarlegri en núgildandi lög. Eins og búast mátti við, miða nýju reglurnar að því að auka réttindi og öryggi einstaklinga. Þá hefur því verið haldið fram, að nýju reglurnar séu fyrirtækjum einnig til hagsbóta. Ef til vill má taka undir slík sjónarmið með það í huga, að reglunum er almennt ætlað að auka öryggi og traust á sviði persónuverndar í atvinnulífinu. Engu að síður er staðreynd að flestar nýju reglurnar eru íþyngjandi fyrir fyrirtæki og munu auka bæði fyrirhöfn og kostnað á þessu sviði. Þó má segja að „ljósið í myrkrinu“ sé að finna í 25. gr. Evrópureglugerðarinnar, sem segir meðal annars: „Með hliðsjón af nýjustu tækni, kostnaði við framkvæmd og eðli, umfangi, samhengi og tilgangi vinnslunnar og áhættu, mislíklegri og misalvarlegri, fyrir réttindi og frelsi einstaklinga skal ábyrgðaraðilinn, bæði þegar ákveðnar eru aðferðir við vinnsluna og þegar vinnslan sjálf fer fram, gera viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar ráðstafanir, s.s. notkun gerviauðkenna, sem hannaðar eru til að framfylgja meginreglum um persónuvernd … og fella nauðsynlegar verndarráðstafanir inn í vinnsluna?…“ Þrátt fyrir fremur tyrfið orðalag, setur þetta ákvæði persónuvernd í raunhæft samhengi, þ.e. það fer eftir aðstæðum hverju sinni hvaða kröfur eru gerðar til fyrirtækja um persónuvernd og þannig á persónuvernd að vera „sérsniðin“ að vinnslu persónuupplýsinga hjá hverju fyrirtæki fyrir sig. Enda þótt margir líti á 25. gr. reglugerðarinnar sem íþyngjandi, er hún í raun það tæki, sem fyrirtæki geta beitt til að halda persónuvernd innan skynsamlegra marka og hafa hana raunhæfa miðað við starfsemina. Þá leggur Evrópusambandið sérstaka áherslu á að íþyngja minni fyrirtækjum ekki um of þegar kemur að kröfum um persónuvernd. Þannig segir í 13. inngangsákvæði reglugerðarinnar: „Enn fremur eru stofnanir og aðilar Sambandsins og aðildarríkin og eftirlitsyfirvöld þeirra hvött til að taka tillit til sérstakra þarfa örfyrirtækja, lítilla og meðalstórra fyrirtækja við beitingu þessarar reglugerðar.“ Í íslensku samhengi er rétt að hafa í huga að í ofangreindan flokk falla öll fyrirtæki, sem eru með færri en 250 starfsmenn og minna en 50 milljónir evra í ársveltu. Í persónuverndarúttekt, sem er fyrsta skref fyrirtækja við að meta áhrif nýju laganna, er þess vegna nauðsynlegt að afmarka með nákvæmum hætti hvaða reglur eiga í raun við um starfsemina og með þeim hætti má „grisja“ regluverkið og meta hvar helstu skyldur, áhætta og ábyrgð liggja í raun. Í þessu sambandi er einnig rétt að hafa í huga (enda þótt það sé yfirleitt ekki nefnt berum orðum) að 100% reglufylgni á sviði persónuverndar er útilokuð og þess vegna þarf að vega og meta áhættu annars vegar og kostnað við ýtrustu reglufylgni hins vegar og þannig að komast að niðurstöðu um raunhæfa persónuvernd. Sem dæmi má nefna eftirfarandi atriði í slíkri úttekt:Tegundir persónuupplýsinga: Ríkari kröfur og þar með meiri áhætta fylgir því að vinna persónuupplýsingar sem t.d. tengjast börnum, líftækni eða mikilvægum einkahagsmunum, en persónuupplýsingar um heimilisfang fólks og símanúmer.Tegundir vinnslu: Vinnsla persónuupplýsinga, sem tengist gerð persónusniða (e. profiling), eftirliti með einstaklingum í stórum stíl eða felur í sér flutning persónuupplýsinga yfir landamæri og einkum út fyrir EES, lýtur mun strangari reglum en vinnsla persónuupplýsinga, sem felst í einfaldri vinnslu innan fyrirtækis á grunnupplýsingum um starfsmenn.Hætta á öryggisbroti: Hér koma ýmsir þættir til skoðunar, t.d. þau kerfi og hugbúnaður, sem notuð eru til vinnslunnar, hvort vinnslunni (t.d. hýsingu) er útvistað til þriðja aðila, hversu margir hafa aðgang að persónuupplýsingunum, hvernig aðgengi er takmarkað og hvernig því er stýrt, hvort kerfin eru opin eða lokuð, hvort skýþjónusta er notuð o.s.frv. Allir framangreindir þættir hafa áhrif á hversu mikil og líkleg raunveruleg áhætta er og þar með hvaða aðgerðir eru raunhæfar til að ná ásættanlegri reglufylgni. Með ofangreint í huga, er rétt að fyrirtæki „ýti á móti“ þeim þunga, sem ný persónuverndarlög hafa í för með sér. Þannig geta fyrirtæki lágmarkað fyrirhöfn og kostnað, á sama tíma og þess er gætt, að þau mæti öllum helstu kröfum, sem ný persónuverndarlög gera til þeirra.Höfundur er lögmaður hjá Fjeldsted & Blöndal og sérfræðingur í persónuverndarrétti
Aðeins fjórðungur fyrirtækja undirbúinn fyrir gildistöku nýrra persónuverndarlaga 72 prósent aðildarfyrirtækja Samtaka iðnaðarins hafa ekki hafið undirbúning fyrir gildistöku nýrra persónuverndarlaga. Þar segir að 24 prósent fyrirtækja hafi hafið undirbúning vegna laganna. 12. desember 2017 16:16
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun