Hinseginvæn Reykjavík Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 12. febrúar 2018 09:47 Vinstri græn leggja áherslu á mannréttindi og mikilvægi þess að styðja við og styrkja fjölbreytileikann. Samningur Reykjavíkurborgar við Samtökin 78 sem undirritaður var nýverið er mikilvægur liður í því. Samningurinn fellur fullkomlega að bæði mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar og að aðalnámsskrá leik- og grunnskóla frá 2011. Þannig gerir hann borginni kleift að uppfylla lögbundnar skyldur sínar um leið og hann er mikilvægt skref í þá átt að gera Reykjavík að borg sem hlúir að fjölbreytileikanum.Mannréttindastefna og aðalnámsskrá Í mannréttindastefnu borgarinnar er kveðið á um að allt starf með börnum og ungmennum taki mið af fjölbreytileika samfélagsins. Við gerum ráð fyrir því að þátttakendur geti verið hinsegin og að margskonar fjölskyldugerðir séu til. Þannig getum við unnið gegn mismunun og hvers kyns fordómum. Þá kveður stefnan á um að nemendur í grunnskólum hljóti hinsegin fræðslu enda sé að stefna Reykjavíkurborgar að hinsegin fólk njóti virðingar og að um það sé fjallað, án jaðarsetningar. Samningurinn er líka í samræmi við ákvæði aðalnámskrár um jafnréttismenntun á öllum skólastigum. Kyn og kynhneigð eru meðal þeirra þátta sem falla undir hugtakið jafnrétti í aðalnámskrá, og tekið fram að hinseginfræði megi nýta við jafnréttiskennslu. Samtökin 78 munu halda fræðslufundi fyrir nemendur, kennara og aðra þá sem starfa hjá leik-og grunnskólum borgarinnar. Öll fræðslan mun verða skipulögð í samráði við skólastjórnendur og verkefnastjóra Jafnréttisskólans. Staðreyndin er sú að hinsegin nemendur upplifa oft þöggun á kynhneigð sinni eða kynvitund. Slík þöggun getur leitt til eineltis og ofbeldis, kvíða og vanlíðan. Mikilvægt er að skólar rjúfi þögnina og ræði opinskátt um hinsegin fólk sem eðlilegan hluta af öllu skólastarfi; hinseginfræðsla er mikilvægur liður í því verkefni. Eins er mikilvægt að árétta að hinseginfræðsla er ekki kynfræðsla eins og sumir virðast halda.Hinsegin félagsmiðstöð Árið 2016 tók borgin þátt í tilraunaverkefni um hinsegin félagsmiðstöð í samstarfi við Samtökin 78. Með nýjum samningi er þetta mikilvæga verkefni fest í sessi til þriggja ára. Í frístundastefnu borgarinnar kemur fram að skapa þurfi aðstæður til að koma betur til móts við hinsegin ungmenni. Rannsóknir sýna að þetta er viðkvæmur hópur og því mikilvægt að veita honum skjól og stuðning með þessum hætti og skapa vettvang fyrir félagsstarf á þeirra eigin forsendum.Ráðgjöf við hinsegin fólk og fjölskyldur þeirra Samtökin 78 veita hinsegin fólki og aðstandendum þeirra mikilvæga ráðgjöf. Slík ráðgjöf getur verið verið sérlega dýrmæt t.d. fyrir fólk sem er að stíga sín fyrstu skref út úr skápnum en ekki síður fyrir fjölskyldur þeirra. Því getur fylgt mikið umrót á lífi og sjálfsmynd fólks, og því gríðarlega mikilvægt að fólk geti leitað eftir aðstoð við að fóta sig og takast á við nýjan veruleika. Samningurinn styður við starf stuðningshópa fyrir hinsegin ungmenni og tryggir að umsjón þeirra sé á hendi fagaðila.Hinseginvæn borg Okkur ber að tryggja að hlúð sé að fjölbreytileika mannlífsins og í því samhengi skiptir máli hverjir stjórna. Allt tal um mannréttindi hinsegin fólks sem „gæluverkefni“ eiga við engin rök að styðjast. Vinstri græn hafa ávallt staðið með mannréttindum og fjölbreytileika samfélagsins og munu gera það áfram. Samningur borgarinnar við Samtökin 78 er mikilvægur hluti af því verkefni og fagna ég honum. Með því erum við að stíga skref í þá átt að skapa hinseginvænt samfélag án fordóma. Fjölbreytt mannlíf gerir borgina að góðri borg fyrir alla.Elín Oddný Sigurðardóttir, formaður Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Vinstri græn leggja áherslu á mannréttindi og mikilvægi þess að styðja við og styrkja fjölbreytileikann. Samningur Reykjavíkurborgar við Samtökin 78 sem undirritaður var nýverið er mikilvægur liður í því. Samningurinn fellur fullkomlega að bæði mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar og að aðalnámsskrá leik- og grunnskóla frá 2011. Þannig gerir hann borginni kleift að uppfylla lögbundnar skyldur sínar um leið og hann er mikilvægt skref í þá átt að gera Reykjavík að borg sem hlúir að fjölbreytileikanum.Mannréttindastefna og aðalnámsskrá Í mannréttindastefnu borgarinnar er kveðið á um að allt starf með börnum og ungmennum taki mið af fjölbreytileika samfélagsins. Við gerum ráð fyrir því að þátttakendur geti verið hinsegin og að margskonar fjölskyldugerðir séu til. Þannig getum við unnið gegn mismunun og hvers kyns fordómum. Þá kveður stefnan á um að nemendur í grunnskólum hljóti hinsegin fræðslu enda sé að stefna Reykjavíkurborgar að hinsegin fólk njóti virðingar og að um það sé fjallað, án jaðarsetningar. Samningurinn er líka í samræmi við ákvæði aðalnámskrár um jafnréttismenntun á öllum skólastigum. Kyn og kynhneigð eru meðal þeirra þátta sem falla undir hugtakið jafnrétti í aðalnámskrá, og tekið fram að hinseginfræði megi nýta við jafnréttiskennslu. Samtökin 78 munu halda fræðslufundi fyrir nemendur, kennara og aðra þá sem starfa hjá leik-og grunnskólum borgarinnar. Öll fræðslan mun verða skipulögð í samráði við skólastjórnendur og verkefnastjóra Jafnréttisskólans. Staðreyndin er sú að hinsegin nemendur upplifa oft þöggun á kynhneigð sinni eða kynvitund. Slík þöggun getur leitt til eineltis og ofbeldis, kvíða og vanlíðan. Mikilvægt er að skólar rjúfi þögnina og ræði opinskátt um hinsegin fólk sem eðlilegan hluta af öllu skólastarfi; hinseginfræðsla er mikilvægur liður í því verkefni. Eins er mikilvægt að árétta að hinseginfræðsla er ekki kynfræðsla eins og sumir virðast halda.Hinsegin félagsmiðstöð Árið 2016 tók borgin þátt í tilraunaverkefni um hinsegin félagsmiðstöð í samstarfi við Samtökin 78. Með nýjum samningi er þetta mikilvæga verkefni fest í sessi til þriggja ára. Í frístundastefnu borgarinnar kemur fram að skapa þurfi aðstæður til að koma betur til móts við hinsegin ungmenni. Rannsóknir sýna að þetta er viðkvæmur hópur og því mikilvægt að veita honum skjól og stuðning með þessum hætti og skapa vettvang fyrir félagsstarf á þeirra eigin forsendum.Ráðgjöf við hinsegin fólk og fjölskyldur þeirra Samtökin 78 veita hinsegin fólki og aðstandendum þeirra mikilvæga ráðgjöf. Slík ráðgjöf getur verið verið sérlega dýrmæt t.d. fyrir fólk sem er að stíga sín fyrstu skref út úr skápnum en ekki síður fyrir fjölskyldur þeirra. Því getur fylgt mikið umrót á lífi og sjálfsmynd fólks, og því gríðarlega mikilvægt að fólk geti leitað eftir aðstoð við að fóta sig og takast á við nýjan veruleika. Samningurinn styður við starf stuðningshópa fyrir hinsegin ungmenni og tryggir að umsjón þeirra sé á hendi fagaðila.Hinseginvæn borg Okkur ber að tryggja að hlúð sé að fjölbreytileika mannlífsins og í því samhengi skiptir máli hverjir stjórna. Allt tal um mannréttindi hinsegin fólks sem „gæluverkefni“ eiga við engin rök að styðjast. Vinstri græn hafa ávallt staðið með mannréttindum og fjölbreytileika samfélagsins og munu gera það áfram. Samningur borgarinnar við Samtökin 78 er mikilvægur hluti af því verkefni og fagna ég honum. Með því erum við að stíga skref í þá átt að skapa hinseginvænt samfélag án fordóma. Fjölbreytt mannlíf gerir borgina að góðri borg fyrir alla.Elín Oddný Sigurðardóttir, formaður Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun