Hinseginvæn Reykjavík Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 12. febrúar 2018 09:47 Vinstri græn leggja áherslu á mannréttindi og mikilvægi þess að styðja við og styrkja fjölbreytileikann. Samningur Reykjavíkurborgar við Samtökin 78 sem undirritaður var nýverið er mikilvægur liður í því. Samningurinn fellur fullkomlega að bæði mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar og að aðalnámsskrá leik- og grunnskóla frá 2011. Þannig gerir hann borginni kleift að uppfylla lögbundnar skyldur sínar um leið og hann er mikilvægt skref í þá átt að gera Reykjavík að borg sem hlúir að fjölbreytileikanum.Mannréttindastefna og aðalnámsskrá Í mannréttindastefnu borgarinnar er kveðið á um að allt starf með börnum og ungmennum taki mið af fjölbreytileika samfélagsins. Við gerum ráð fyrir því að þátttakendur geti verið hinsegin og að margskonar fjölskyldugerðir séu til. Þannig getum við unnið gegn mismunun og hvers kyns fordómum. Þá kveður stefnan á um að nemendur í grunnskólum hljóti hinsegin fræðslu enda sé að stefna Reykjavíkurborgar að hinsegin fólk njóti virðingar og að um það sé fjallað, án jaðarsetningar. Samningurinn er líka í samræmi við ákvæði aðalnámskrár um jafnréttismenntun á öllum skólastigum. Kyn og kynhneigð eru meðal þeirra þátta sem falla undir hugtakið jafnrétti í aðalnámskrá, og tekið fram að hinseginfræði megi nýta við jafnréttiskennslu. Samtökin 78 munu halda fræðslufundi fyrir nemendur, kennara og aðra þá sem starfa hjá leik-og grunnskólum borgarinnar. Öll fræðslan mun verða skipulögð í samráði við skólastjórnendur og verkefnastjóra Jafnréttisskólans. Staðreyndin er sú að hinsegin nemendur upplifa oft þöggun á kynhneigð sinni eða kynvitund. Slík þöggun getur leitt til eineltis og ofbeldis, kvíða og vanlíðan. Mikilvægt er að skólar rjúfi þögnina og ræði opinskátt um hinsegin fólk sem eðlilegan hluta af öllu skólastarfi; hinseginfræðsla er mikilvægur liður í því verkefni. Eins er mikilvægt að árétta að hinseginfræðsla er ekki kynfræðsla eins og sumir virðast halda.Hinsegin félagsmiðstöð Árið 2016 tók borgin þátt í tilraunaverkefni um hinsegin félagsmiðstöð í samstarfi við Samtökin 78. Með nýjum samningi er þetta mikilvæga verkefni fest í sessi til þriggja ára. Í frístundastefnu borgarinnar kemur fram að skapa þurfi aðstæður til að koma betur til móts við hinsegin ungmenni. Rannsóknir sýna að þetta er viðkvæmur hópur og því mikilvægt að veita honum skjól og stuðning með þessum hætti og skapa vettvang fyrir félagsstarf á þeirra eigin forsendum.Ráðgjöf við hinsegin fólk og fjölskyldur þeirra Samtökin 78 veita hinsegin fólki og aðstandendum þeirra mikilvæga ráðgjöf. Slík ráðgjöf getur verið verið sérlega dýrmæt t.d. fyrir fólk sem er að stíga sín fyrstu skref út úr skápnum en ekki síður fyrir fjölskyldur þeirra. Því getur fylgt mikið umrót á lífi og sjálfsmynd fólks, og því gríðarlega mikilvægt að fólk geti leitað eftir aðstoð við að fóta sig og takast á við nýjan veruleika. Samningurinn styður við starf stuðningshópa fyrir hinsegin ungmenni og tryggir að umsjón þeirra sé á hendi fagaðila.Hinseginvæn borg Okkur ber að tryggja að hlúð sé að fjölbreytileika mannlífsins og í því samhengi skiptir máli hverjir stjórna. Allt tal um mannréttindi hinsegin fólks sem „gæluverkefni“ eiga við engin rök að styðjast. Vinstri græn hafa ávallt staðið með mannréttindum og fjölbreytileika samfélagsins og munu gera það áfram. Samningur borgarinnar við Samtökin 78 er mikilvægur hluti af því verkefni og fagna ég honum. Með því erum við að stíga skref í þá átt að skapa hinseginvænt samfélag án fordóma. Fjölbreytt mannlíf gerir borgina að góðri borg fyrir alla.Elín Oddný Sigurðardóttir, formaður Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Vinstri græn leggja áherslu á mannréttindi og mikilvægi þess að styðja við og styrkja fjölbreytileikann. Samningur Reykjavíkurborgar við Samtökin 78 sem undirritaður var nýverið er mikilvægur liður í því. Samningurinn fellur fullkomlega að bæði mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar og að aðalnámsskrá leik- og grunnskóla frá 2011. Þannig gerir hann borginni kleift að uppfylla lögbundnar skyldur sínar um leið og hann er mikilvægt skref í þá átt að gera Reykjavík að borg sem hlúir að fjölbreytileikanum.Mannréttindastefna og aðalnámsskrá Í mannréttindastefnu borgarinnar er kveðið á um að allt starf með börnum og ungmennum taki mið af fjölbreytileika samfélagsins. Við gerum ráð fyrir því að þátttakendur geti verið hinsegin og að margskonar fjölskyldugerðir séu til. Þannig getum við unnið gegn mismunun og hvers kyns fordómum. Þá kveður stefnan á um að nemendur í grunnskólum hljóti hinsegin fræðslu enda sé að stefna Reykjavíkurborgar að hinsegin fólk njóti virðingar og að um það sé fjallað, án jaðarsetningar. Samningurinn er líka í samræmi við ákvæði aðalnámskrár um jafnréttismenntun á öllum skólastigum. Kyn og kynhneigð eru meðal þeirra þátta sem falla undir hugtakið jafnrétti í aðalnámskrá, og tekið fram að hinseginfræði megi nýta við jafnréttiskennslu. Samtökin 78 munu halda fræðslufundi fyrir nemendur, kennara og aðra þá sem starfa hjá leik-og grunnskólum borgarinnar. Öll fræðslan mun verða skipulögð í samráði við skólastjórnendur og verkefnastjóra Jafnréttisskólans. Staðreyndin er sú að hinsegin nemendur upplifa oft þöggun á kynhneigð sinni eða kynvitund. Slík þöggun getur leitt til eineltis og ofbeldis, kvíða og vanlíðan. Mikilvægt er að skólar rjúfi þögnina og ræði opinskátt um hinsegin fólk sem eðlilegan hluta af öllu skólastarfi; hinseginfræðsla er mikilvægur liður í því verkefni. Eins er mikilvægt að árétta að hinseginfræðsla er ekki kynfræðsla eins og sumir virðast halda.Hinsegin félagsmiðstöð Árið 2016 tók borgin þátt í tilraunaverkefni um hinsegin félagsmiðstöð í samstarfi við Samtökin 78. Með nýjum samningi er þetta mikilvæga verkefni fest í sessi til þriggja ára. Í frístundastefnu borgarinnar kemur fram að skapa þurfi aðstæður til að koma betur til móts við hinsegin ungmenni. Rannsóknir sýna að þetta er viðkvæmur hópur og því mikilvægt að veita honum skjól og stuðning með þessum hætti og skapa vettvang fyrir félagsstarf á þeirra eigin forsendum.Ráðgjöf við hinsegin fólk og fjölskyldur þeirra Samtökin 78 veita hinsegin fólki og aðstandendum þeirra mikilvæga ráðgjöf. Slík ráðgjöf getur verið verið sérlega dýrmæt t.d. fyrir fólk sem er að stíga sín fyrstu skref út úr skápnum en ekki síður fyrir fjölskyldur þeirra. Því getur fylgt mikið umrót á lífi og sjálfsmynd fólks, og því gríðarlega mikilvægt að fólk geti leitað eftir aðstoð við að fóta sig og takast á við nýjan veruleika. Samningurinn styður við starf stuðningshópa fyrir hinsegin ungmenni og tryggir að umsjón þeirra sé á hendi fagaðila.Hinseginvæn borg Okkur ber að tryggja að hlúð sé að fjölbreytileika mannlífsins og í því samhengi skiptir máli hverjir stjórna. Allt tal um mannréttindi hinsegin fólks sem „gæluverkefni“ eiga við engin rök að styðjast. Vinstri græn hafa ávallt staðið með mannréttindum og fjölbreytileika samfélagsins og munu gera það áfram. Samningur borgarinnar við Samtökin 78 er mikilvægur hluti af því verkefni og fagna ég honum. Með því erum við að stíga skref í þá átt að skapa hinseginvænt samfélag án fordóma. Fjölbreytt mannlíf gerir borgina að góðri borg fyrir alla.Elín Oddný Sigurðardóttir, formaður Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun