Hinseginvæn Reykjavík Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 12. febrúar 2018 09:47 Vinstri græn leggja áherslu á mannréttindi og mikilvægi þess að styðja við og styrkja fjölbreytileikann. Samningur Reykjavíkurborgar við Samtökin 78 sem undirritaður var nýverið er mikilvægur liður í því. Samningurinn fellur fullkomlega að bæði mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar og að aðalnámsskrá leik- og grunnskóla frá 2011. Þannig gerir hann borginni kleift að uppfylla lögbundnar skyldur sínar um leið og hann er mikilvægt skref í þá átt að gera Reykjavík að borg sem hlúir að fjölbreytileikanum.Mannréttindastefna og aðalnámsskrá Í mannréttindastefnu borgarinnar er kveðið á um að allt starf með börnum og ungmennum taki mið af fjölbreytileika samfélagsins. Við gerum ráð fyrir því að þátttakendur geti verið hinsegin og að margskonar fjölskyldugerðir séu til. Þannig getum við unnið gegn mismunun og hvers kyns fordómum. Þá kveður stefnan á um að nemendur í grunnskólum hljóti hinsegin fræðslu enda sé að stefna Reykjavíkurborgar að hinsegin fólk njóti virðingar og að um það sé fjallað, án jaðarsetningar. Samningurinn er líka í samræmi við ákvæði aðalnámskrár um jafnréttismenntun á öllum skólastigum. Kyn og kynhneigð eru meðal þeirra þátta sem falla undir hugtakið jafnrétti í aðalnámskrá, og tekið fram að hinseginfræði megi nýta við jafnréttiskennslu. Samtökin 78 munu halda fræðslufundi fyrir nemendur, kennara og aðra þá sem starfa hjá leik-og grunnskólum borgarinnar. Öll fræðslan mun verða skipulögð í samráði við skólastjórnendur og verkefnastjóra Jafnréttisskólans. Staðreyndin er sú að hinsegin nemendur upplifa oft þöggun á kynhneigð sinni eða kynvitund. Slík þöggun getur leitt til eineltis og ofbeldis, kvíða og vanlíðan. Mikilvægt er að skólar rjúfi þögnina og ræði opinskátt um hinsegin fólk sem eðlilegan hluta af öllu skólastarfi; hinseginfræðsla er mikilvægur liður í því verkefni. Eins er mikilvægt að árétta að hinseginfræðsla er ekki kynfræðsla eins og sumir virðast halda.Hinsegin félagsmiðstöð Árið 2016 tók borgin þátt í tilraunaverkefni um hinsegin félagsmiðstöð í samstarfi við Samtökin 78. Með nýjum samningi er þetta mikilvæga verkefni fest í sessi til þriggja ára. Í frístundastefnu borgarinnar kemur fram að skapa þurfi aðstæður til að koma betur til móts við hinsegin ungmenni. Rannsóknir sýna að þetta er viðkvæmur hópur og því mikilvægt að veita honum skjól og stuðning með þessum hætti og skapa vettvang fyrir félagsstarf á þeirra eigin forsendum.Ráðgjöf við hinsegin fólk og fjölskyldur þeirra Samtökin 78 veita hinsegin fólki og aðstandendum þeirra mikilvæga ráðgjöf. Slík ráðgjöf getur verið verið sérlega dýrmæt t.d. fyrir fólk sem er að stíga sín fyrstu skref út úr skápnum en ekki síður fyrir fjölskyldur þeirra. Því getur fylgt mikið umrót á lífi og sjálfsmynd fólks, og því gríðarlega mikilvægt að fólk geti leitað eftir aðstoð við að fóta sig og takast á við nýjan veruleika. Samningurinn styður við starf stuðningshópa fyrir hinsegin ungmenni og tryggir að umsjón þeirra sé á hendi fagaðila.Hinseginvæn borg Okkur ber að tryggja að hlúð sé að fjölbreytileika mannlífsins og í því samhengi skiptir máli hverjir stjórna. Allt tal um mannréttindi hinsegin fólks sem „gæluverkefni“ eiga við engin rök að styðjast. Vinstri græn hafa ávallt staðið með mannréttindum og fjölbreytileika samfélagsins og munu gera það áfram. Samningur borgarinnar við Samtökin 78 er mikilvægur hluti af því verkefni og fagna ég honum. Með því erum við að stíga skref í þá átt að skapa hinseginvænt samfélag án fordóma. Fjölbreytt mannlíf gerir borgina að góðri borg fyrir alla.Elín Oddný Sigurðardóttir, formaður Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Vinstri græn leggja áherslu á mannréttindi og mikilvægi þess að styðja við og styrkja fjölbreytileikann. Samningur Reykjavíkurborgar við Samtökin 78 sem undirritaður var nýverið er mikilvægur liður í því. Samningurinn fellur fullkomlega að bæði mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar og að aðalnámsskrá leik- og grunnskóla frá 2011. Þannig gerir hann borginni kleift að uppfylla lögbundnar skyldur sínar um leið og hann er mikilvægt skref í þá átt að gera Reykjavík að borg sem hlúir að fjölbreytileikanum.Mannréttindastefna og aðalnámsskrá Í mannréttindastefnu borgarinnar er kveðið á um að allt starf með börnum og ungmennum taki mið af fjölbreytileika samfélagsins. Við gerum ráð fyrir því að þátttakendur geti verið hinsegin og að margskonar fjölskyldugerðir séu til. Þannig getum við unnið gegn mismunun og hvers kyns fordómum. Þá kveður stefnan á um að nemendur í grunnskólum hljóti hinsegin fræðslu enda sé að stefna Reykjavíkurborgar að hinsegin fólk njóti virðingar og að um það sé fjallað, án jaðarsetningar. Samningurinn er líka í samræmi við ákvæði aðalnámskrár um jafnréttismenntun á öllum skólastigum. Kyn og kynhneigð eru meðal þeirra þátta sem falla undir hugtakið jafnrétti í aðalnámskrá, og tekið fram að hinseginfræði megi nýta við jafnréttiskennslu. Samtökin 78 munu halda fræðslufundi fyrir nemendur, kennara og aðra þá sem starfa hjá leik-og grunnskólum borgarinnar. Öll fræðslan mun verða skipulögð í samráði við skólastjórnendur og verkefnastjóra Jafnréttisskólans. Staðreyndin er sú að hinsegin nemendur upplifa oft þöggun á kynhneigð sinni eða kynvitund. Slík þöggun getur leitt til eineltis og ofbeldis, kvíða og vanlíðan. Mikilvægt er að skólar rjúfi þögnina og ræði opinskátt um hinsegin fólk sem eðlilegan hluta af öllu skólastarfi; hinseginfræðsla er mikilvægur liður í því verkefni. Eins er mikilvægt að árétta að hinseginfræðsla er ekki kynfræðsla eins og sumir virðast halda.Hinsegin félagsmiðstöð Árið 2016 tók borgin þátt í tilraunaverkefni um hinsegin félagsmiðstöð í samstarfi við Samtökin 78. Með nýjum samningi er þetta mikilvæga verkefni fest í sessi til þriggja ára. Í frístundastefnu borgarinnar kemur fram að skapa þurfi aðstæður til að koma betur til móts við hinsegin ungmenni. Rannsóknir sýna að þetta er viðkvæmur hópur og því mikilvægt að veita honum skjól og stuðning með þessum hætti og skapa vettvang fyrir félagsstarf á þeirra eigin forsendum.Ráðgjöf við hinsegin fólk og fjölskyldur þeirra Samtökin 78 veita hinsegin fólki og aðstandendum þeirra mikilvæga ráðgjöf. Slík ráðgjöf getur verið verið sérlega dýrmæt t.d. fyrir fólk sem er að stíga sín fyrstu skref út úr skápnum en ekki síður fyrir fjölskyldur þeirra. Því getur fylgt mikið umrót á lífi og sjálfsmynd fólks, og því gríðarlega mikilvægt að fólk geti leitað eftir aðstoð við að fóta sig og takast á við nýjan veruleika. Samningurinn styður við starf stuðningshópa fyrir hinsegin ungmenni og tryggir að umsjón þeirra sé á hendi fagaðila.Hinseginvæn borg Okkur ber að tryggja að hlúð sé að fjölbreytileika mannlífsins og í því samhengi skiptir máli hverjir stjórna. Allt tal um mannréttindi hinsegin fólks sem „gæluverkefni“ eiga við engin rök að styðjast. Vinstri græn hafa ávallt staðið með mannréttindum og fjölbreytileika samfélagsins og munu gera það áfram. Samningur borgarinnar við Samtökin 78 er mikilvægur hluti af því verkefni og fagna ég honum. Með því erum við að stíga skref í þá átt að skapa hinseginvænt samfélag án fordóma. Fjölbreytt mannlíf gerir borgina að góðri borg fyrir alla.Elín Oddný Sigurðardóttir, formaður Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun