Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Kristján Már Unnarsson skrifar 12. febrúar 2018 21:15 Hörður Guðmundsson, forstjóri og eigandi Flugfélagsins Ernis, í flugskýli félagsins á Reykjavíkurflugvelli. Stöð 2/Björn Sigurðsson. Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. Auk þess sé innanlandsflugið í samkeppni við niðurgreidda strætisvagna og ferjur. Rætt var við Hörð í fréttum Stöðvar 2. Flugfélagið Ernir er að fá 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu í innanlandsflugið og við spurðum Hörð hvort ekki væri næsta skref að hefja samkeppni við stóra bróður, til dæmis á Ísafjörð: „Ísafjörður er náttúrlega minn heimastaður, frá fornri tíð. Við myndum svo sem ekkert slá hendinni á móti því, ef við yrðum sérstaklega beðin um það. En markaðurinn á Íslandi er nú bara svo lítill að það er mjög erfitt að ætla sér að vera í einhverri sérstakri samkeppni um þetta. Menn verða eiginlega að sníða sér stakk eftir vexti, hver á sínum stað og sínu sviði,“ svarar Hörður. Dornier-skrúfuþotan sem Flugfélagið Ernir hefur keypt ber 32 farþega og flýgur á 620 kílómetra hraða.Mynd/Hörður Guðmundsson.Notendur innanlandsflugsins kvarta sáran undan háum flugfargjöldum. „Það yrði þá bara hreint og klárt að niðurgreiða flugið því það eru gríðarlegir skattar á fluginu. Hjá fyrirtæki eins og mínu fara vel yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum félagsins með einum eða öðrum hætti beint til ríkisins. Þar á ég bæði við í farþegaskatta, ýmiss konar lendingargjöld, eftirlitsgjöld, og svo launaskatta og tryggingagjöld og annað slíkt. Þannig að skattarnir á flugið eru gífurlegir,“ segir Hörður.Ríkissjóður niðurgreiðir strætisvagnaþjónustu við landsbyggðina.Vísir/VilhelmÞá segir hann innanlandsflugið í mikilli samkeppni. „Við einkabílinn og ekki síst ferjur og strætisvagna. Ef við tökum strætisvagna sem dæmi þá vitum við það að það eru ekki nema fimmtán prósent, eða svo, sem farþeginn borgar af kostnaði við að reka strætó. Allir hinir sem ekki nota strætó eru þeir sem eru að borga kostnaðinn. En í fluginu er þessu akkúrat öfugt farið. Þar er bara kúnninn, því miður, að borga,“ segir forstjóri Flugfélagsins Ernis og varpar því fram hvort styrkja ætti innanlandsflugið með sambærilegum hætti og strætisvagna og ferjur. Hér má sjá viðtalið við Hörð: Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15 Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. Auk þess sé innanlandsflugið í samkeppni við niðurgreidda strætisvagna og ferjur. Rætt var við Hörð í fréttum Stöðvar 2. Flugfélagið Ernir er að fá 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu í innanlandsflugið og við spurðum Hörð hvort ekki væri næsta skref að hefja samkeppni við stóra bróður, til dæmis á Ísafjörð: „Ísafjörður er náttúrlega minn heimastaður, frá fornri tíð. Við myndum svo sem ekkert slá hendinni á móti því, ef við yrðum sérstaklega beðin um það. En markaðurinn á Íslandi er nú bara svo lítill að það er mjög erfitt að ætla sér að vera í einhverri sérstakri samkeppni um þetta. Menn verða eiginlega að sníða sér stakk eftir vexti, hver á sínum stað og sínu sviði,“ svarar Hörður. Dornier-skrúfuþotan sem Flugfélagið Ernir hefur keypt ber 32 farþega og flýgur á 620 kílómetra hraða.Mynd/Hörður Guðmundsson.Notendur innanlandsflugsins kvarta sáran undan háum flugfargjöldum. „Það yrði þá bara hreint og klárt að niðurgreiða flugið því það eru gríðarlegir skattar á fluginu. Hjá fyrirtæki eins og mínu fara vel yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum félagsins með einum eða öðrum hætti beint til ríkisins. Þar á ég bæði við í farþegaskatta, ýmiss konar lendingargjöld, eftirlitsgjöld, og svo launaskatta og tryggingagjöld og annað slíkt. Þannig að skattarnir á flugið eru gífurlegir,“ segir Hörður.Ríkissjóður niðurgreiðir strætisvagnaþjónustu við landsbyggðina.Vísir/VilhelmÞá segir hann innanlandsflugið í mikilli samkeppni. „Við einkabílinn og ekki síst ferjur og strætisvagna. Ef við tökum strætisvagna sem dæmi þá vitum við það að það eru ekki nema fimmtán prósent, eða svo, sem farþeginn borgar af kostnaði við að reka strætó. Allir hinir sem ekki nota strætó eru þeir sem eru að borga kostnaðinn. En í fluginu er þessu akkúrat öfugt farið. Þar er bara kúnninn, því miður, að borga,“ segir forstjóri Flugfélagsins Ernis og varpar því fram hvort styrkja ætti innanlandsflugið með sambærilegum hætti og strætisvagna og ferjur. Hér má sjá viðtalið við Hörð:
Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15 Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15