Gleymda kynslóðin í húsnæðisvanda Valgerður Árnadóttir skrifar 13. febrúar 2018 23:31 Ég sótti fund núverandi borgarstjórnar um borgarlínu og þéttingu byggðar. Ég er svo sem sammála því að það þarf að þétta byggðina og plönin líta vel út á pappír en mig vantaði svör við því hvers vegna húsnæði sem er verið að byggja núna er of dýrt fyrir “venjulegt fólk”? Borgarstjóri var rogginn að leysa umferðarvanda við Háskólann í Reykjavík með því að byggja stúdentaíbúðir þar, sem er gott og blessað. En þar sem ég ólst upp á “stúdentagörðum” í Svíþjóð þá finnst mér vanta blandaða byggð, leiguhúsnæðis og kaupleiguhúsnæðis sem fólk er ekki rekið úr þegar námi líkur, því það er staðreynd að stórt hlutfall háskólanema eru einnig foreldrar og vantar húsnæði á viðráðanlegu verði. Fjölskyldufólk sem er búið með háskólanám eða hefur jafnvel verið lengi á vinnumarkaðnum er í sama húsnæðisvanda og stúdentar, það er ekki lausn að byggja stúdentaíbúðir fyrir nema og lúxusíbúðir fyrir aðra því við sem erum mitt á milli höfum ekki efni á því að kaupa neitt. Það er ekki verið að verðlauna fólk fyrir að mennta sig, eftir nám taka við illa launaðar stöður og himinhátt leiguverð sem gerir fólki ómögulegt að safna. Ég er fædd 1979 og enginn sem ég þekki á mínum aldri eða yngri hefur eignast húsnæði nema með hjálp foreldra sinna, á ég ekki að geta eignast neitt fyrr en foreldrar mínir hrökkva upp af? Flestir sem ég þekki þvælast úr einu leiguhúsnæði í annað og það jafnvel með 1-3 börn, barnlausir einstaklingar á mínum aldri þurfa margir hverjir enn að fá sér meðleigjendur vegna leiguverðs, er eðlilegt að vera með meðleigjanda þegar maður er að detta í fertugt? Það er amk. ekki sérstaklega hvetjandi að mennta sig, vinna og standa sig í lífinu þegar 50% af útborguðum launum fara í leiguhúsnæði og rest rétt nægir fyrir nauðsynjum en samt ekki. Húsnæðisverð er helsta orsök fátæktar í Reykjavík, ástæða þess að hér býr fólk á götunni, að hér er hæsta hlutfall barnafátæktar á Norðurlöndunum og þess vegna ætti það að vera í forgangi að leysa húsnæðisvandann og byggja húsnæði á viðráðanlegu verði strax. Það vantar einnig um 1000 félagsíbúðir, úrræði fyrir heimilislausa, sama við hvaða vanda þeir eru að etja og neyslurými fyrir fíkla. Ef það er ekki í forgangi að fólk hafi þak yfir höfuðið og mat í maganum, hvað er þá í forgangi? Ég hélt að borgarlínan væri einhver umhverfisvæn hraðlest en komst að því að þetta er bara strætó á sterum svo það væri kannski sniðugra að hafa frítt í strætó núna til að hvetja fólk að nýta sér almenningssamgöngur eins og þær eru og nota þessar 70-80 milljarða í að leysa húsnæðisvandann strax? Ýmis fljótleg úrræði eru til, innflutt, umhverfisvæn og ódýr einingarhús sem standast veður og vind og nóg er um lóðir, eða eigum við borgarbúar að treysta á byltingu verkalýðsbaráttunnar og að þau leysi vandann sem hefur skapast því ríkis- og sveitastjórnir hafa leyft Gamma að stjórna húsnæðismarkaðnum?Valgerður Árnadóttir, frambjóðandi í prófkjöri Pírata til borgarstjórnarkosninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar Valgerður Árnadóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Ég sótti fund núverandi borgarstjórnar um borgarlínu og þéttingu byggðar. Ég er svo sem sammála því að það þarf að þétta byggðina og plönin líta vel út á pappír en mig vantaði svör við því hvers vegna húsnæði sem er verið að byggja núna er of dýrt fyrir “venjulegt fólk”? Borgarstjóri var rogginn að leysa umferðarvanda við Háskólann í Reykjavík með því að byggja stúdentaíbúðir þar, sem er gott og blessað. En þar sem ég ólst upp á “stúdentagörðum” í Svíþjóð þá finnst mér vanta blandaða byggð, leiguhúsnæðis og kaupleiguhúsnæðis sem fólk er ekki rekið úr þegar námi líkur, því það er staðreynd að stórt hlutfall háskólanema eru einnig foreldrar og vantar húsnæði á viðráðanlegu verði. Fjölskyldufólk sem er búið með háskólanám eða hefur jafnvel verið lengi á vinnumarkaðnum er í sama húsnæðisvanda og stúdentar, það er ekki lausn að byggja stúdentaíbúðir fyrir nema og lúxusíbúðir fyrir aðra því við sem erum mitt á milli höfum ekki efni á því að kaupa neitt. Það er ekki verið að verðlauna fólk fyrir að mennta sig, eftir nám taka við illa launaðar stöður og himinhátt leiguverð sem gerir fólki ómögulegt að safna. Ég er fædd 1979 og enginn sem ég þekki á mínum aldri eða yngri hefur eignast húsnæði nema með hjálp foreldra sinna, á ég ekki að geta eignast neitt fyrr en foreldrar mínir hrökkva upp af? Flestir sem ég þekki þvælast úr einu leiguhúsnæði í annað og það jafnvel með 1-3 börn, barnlausir einstaklingar á mínum aldri þurfa margir hverjir enn að fá sér meðleigjendur vegna leiguverðs, er eðlilegt að vera með meðleigjanda þegar maður er að detta í fertugt? Það er amk. ekki sérstaklega hvetjandi að mennta sig, vinna og standa sig í lífinu þegar 50% af útborguðum launum fara í leiguhúsnæði og rest rétt nægir fyrir nauðsynjum en samt ekki. Húsnæðisverð er helsta orsök fátæktar í Reykjavík, ástæða þess að hér býr fólk á götunni, að hér er hæsta hlutfall barnafátæktar á Norðurlöndunum og þess vegna ætti það að vera í forgangi að leysa húsnæðisvandann og byggja húsnæði á viðráðanlegu verði strax. Það vantar einnig um 1000 félagsíbúðir, úrræði fyrir heimilislausa, sama við hvaða vanda þeir eru að etja og neyslurými fyrir fíkla. Ef það er ekki í forgangi að fólk hafi þak yfir höfuðið og mat í maganum, hvað er þá í forgangi? Ég hélt að borgarlínan væri einhver umhverfisvæn hraðlest en komst að því að þetta er bara strætó á sterum svo það væri kannski sniðugra að hafa frítt í strætó núna til að hvetja fólk að nýta sér almenningssamgöngur eins og þær eru og nota þessar 70-80 milljarða í að leysa húsnæðisvandann strax? Ýmis fljótleg úrræði eru til, innflutt, umhverfisvæn og ódýr einingarhús sem standast veður og vind og nóg er um lóðir, eða eigum við borgarbúar að treysta á byltingu verkalýðsbaráttunnar og að þau leysi vandann sem hefur skapast því ríkis- og sveitastjórnir hafa leyft Gamma að stjórna húsnæðismarkaðnum?Valgerður Árnadóttir, frambjóðandi í prófkjöri Pírata til borgarstjórnarkosninga.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun