Það er til fólk Bergur Ebbi skrifar 16. febrúar 2018 07:00 Það er til fólk sem vaknar snemma á hverjum morgni og hlustar á fréttirnar klukkan sjö og vonar heitt og innilega að allt sé með röð og reglu, að engin sjóslys hafi orðið og enginn erlendur ferðamaður hafi villst af leið á hálendinu. Það er til fólk sem biður eða hugleiðir á hverjum degi og sendir út strauma til annarra, jafnvel til fólks sem það hefur aldrei hitt. Það er til fólk sem mætir í vinnuna sína og borðar hádegisverðinn með bros á vör. Það kvartar aldrei undan mötuneytinu eða kokkinum og biður aldrei um neitt sérstakt. Það er til fólk sem veit ekkert hvað andoxunarefni eru og hefur engan áhuga á að vita það en hlustar samt af athygli ef aðrir tala um andoxunarefni, af kurteisi við viðmælandann. Það er til fólk sem hringir samviskusamlega í sína nánustu og man afmælisdaga allra í fjölskyldunni og sendir stutt og hnitmiðuð skeyti með hamingjuóskum, án þess að ætlunin með því sé að minna á sjálft sig. Það er til fólk sem horfir aldrei á sjónvarp heldur eyðir kvöldum sínum í símanum þar sem það hlustar á aðra tala um hugmyndir sínar og vandamál. Það er til fólk sem man nöfn flestra sem það hittir en ætlast ekki til þess að sitt eigið nafn sé munað af öðrum. Það er til fólk sem leggur bílum sínum vísvitandi langt frá inngangi þjónustumiðstöðva af virðingu við aðra sem gætu verið að flýta sér meira. Það er til fólk sem á alltaf bæði eplasafa og appelsínusafa í ísskápnum, þó það drekki hvorugt sjálft, ef vera kynni að gest bæri að garði sem líkar betur við aðra tegundina. Það er til fólk sem sest í flugvélarsætið sitt og hugsar til starfsfólksins sem vinnur við að koma töskunni þeirra um borð. Það er til fólk sem skilur kaldhæðni ágætlega en meinar samt oftast það sem það segir. Það er til fólk sem sér heimsku annarra en stillir sig um að afhjúpa hana. Það er til fólk sem tekur ekki myndir af öðru fólki og setur á netið án þess að spyrja það fyrst. Það er til fólk sem straujar föt sín af samviskusemi, til að varpa ekki misfellum inn í vitund samborgara sinna. Það er til fólk sem finnur stundum til kvíða en kýs að deila því ekki með öðrum. Það er til fólk sem leggur sig í líma við að halda sér í jafnvægi til að koma ekki róti á samfélagið. Það er til fólk, af öllum þjóðfélagshópum, kynjum og kynþáttum, sem hefur af dugnaði náð markmiðum sínum án þess að boða til átaka. Það er til fólk sem hjálpar öðru fólki án þess að það sé liður í einhverju árveknisátaki, góðgerðarhópefli eða stemningu. Það er til fólk sem af sannri hlýju vill öðrum vel og samgleðst velgengni þeirra. Það er til fólk sem lifir ekki fyrir hreyfingar eða baráttur heldur fylgist af þolinmæði með þjóðfélagsbreytingum og lítur í eigin barm áður en það álasar öðrum fyrir ranga breytni. Það er til fólk sem ætlast ekki til að heimurinn gangi í takt við sig heldur fylgir takti heimsins, meðvitað um að enginn maður er þess megnugur að útdeila endanlegu réttlæti, meðvitað um að blóð getur aðeins útdeilt blóði, að heimurinn breytist þrátt fyrir oflæti mannfólksins en ekki vegna þess. Það er til fólk. Það er til fólk sem hvetur ekki til stríðs en hjálpar samt til við að reisa þjóðfélög upp úr rústunum. Það er til fólk sem flæðir um jörðina eins og vatn. Tært og jafnt, ávallt nálægt jörðu. Það er til fólk sem gefur skilyrðislaust og elskar skilyrðislaust og gerir það ekki í nafni neins. Það er til fólk hvers brjóst bærist aðeins í takt við gárur vatnsins. Það er til fólk sem á aldrei síðasta orðið en skilur þögnina sem kemur í kjölfarið. Það er til fólk sem streymir eins og áveita um hrjóstruga jörð. Það er til fólk, sem er ekki þögult, heldur þýtt. Söngur þess er alls staðar. Það er til fólk sem hótar ekki eða knýr áheyrendur sína til viðbragða með hálfkveðnum vísum eða stílbrögðum tungumálsins. Það er til fólk sem þráir ekki viðurkenningu og er ekki hrætt sjálft. Það er til svona fólk, og það er til fullt af því. Mér hefur sjaldan reynst jafn erfitt að ná utan um nokkuð í samfélaginu en einmitt þetta. Því þetta fólk hefur ekki nafn og það fylkir sér hvorki undir krossi, hálfmána né myllumerki. Það er bara til og það hefur alltaf verið til. Það er til fólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Það er til fólk sem vaknar snemma á hverjum morgni og hlustar á fréttirnar klukkan sjö og vonar heitt og innilega að allt sé með röð og reglu, að engin sjóslys hafi orðið og enginn erlendur ferðamaður hafi villst af leið á hálendinu. Það er til fólk sem biður eða hugleiðir á hverjum degi og sendir út strauma til annarra, jafnvel til fólks sem það hefur aldrei hitt. Það er til fólk sem mætir í vinnuna sína og borðar hádegisverðinn með bros á vör. Það kvartar aldrei undan mötuneytinu eða kokkinum og biður aldrei um neitt sérstakt. Það er til fólk sem veit ekkert hvað andoxunarefni eru og hefur engan áhuga á að vita það en hlustar samt af athygli ef aðrir tala um andoxunarefni, af kurteisi við viðmælandann. Það er til fólk sem hringir samviskusamlega í sína nánustu og man afmælisdaga allra í fjölskyldunni og sendir stutt og hnitmiðuð skeyti með hamingjuóskum, án þess að ætlunin með því sé að minna á sjálft sig. Það er til fólk sem horfir aldrei á sjónvarp heldur eyðir kvöldum sínum í símanum þar sem það hlustar á aðra tala um hugmyndir sínar og vandamál. Það er til fólk sem man nöfn flestra sem það hittir en ætlast ekki til þess að sitt eigið nafn sé munað af öðrum. Það er til fólk sem leggur bílum sínum vísvitandi langt frá inngangi þjónustumiðstöðva af virðingu við aðra sem gætu verið að flýta sér meira. Það er til fólk sem á alltaf bæði eplasafa og appelsínusafa í ísskápnum, þó það drekki hvorugt sjálft, ef vera kynni að gest bæri að garði sem líkar betur við aðra tegundina. Það er til fólk sem sest í flugvélarsætið sitt og hugsar til starfsfólksins sem vinnur við að koma töskunni þeirra um borð. Það er til fólk sem skilur kaldhæðni ágætlega en meinar samt oftast það sem það segir. Það er til fólk sem sér heimsku annarra en stillir sig um að afhjúpa hana. Það er til fólk sem tekur ekki myndir af öðru fólki og setur á netið án þess að spyrja það fyrst. Það er til fólk sem straujar föt sín af samviskusemi, til að varpa ekki misfellum inn í vitund samborgara sinna. Það er til fólk sem finnur stundum til kvíða en kýs að deila því ekki með öðrum. Það er til fólk sem leggur sig í líma við að halda sér í jafnvægi til að koma ekki róti á samfélagið. Það er til fólk, af öllum þjóðfélagshópum, kynjum og kynþáttum, sem hefur af dugnaði náð markmiðum sínum án þess að boða til átaka. Það er til fólk sem hjálpar öðru fólki án þess að það sé liður í einhverju árveknisátaki, góðgerðarhópefli eða stemningu. Það er til fólk sem af sannri hlýju vill öðrum vel og samgleðst velgengni þeirra. Það er til fólk sem lifir ekki fyrir hreyfingar eða baráttur heldur fylgist af þolinmæði með þjóðfélagsbreytingum og lítur í eigin barm áður en það álasar öðrum fyrir ranga breytni. Það er til fólk sem ætlast ekki til að heimurinn gangi í takt við sig heldur fylgir takti heimsins, meðvitað um að enginn maður er þess megnugur að útdeila endanlegu réttlæti, meðvitað um að blóð getur aðeins útdeilt blóði, að heimurinn breytist þrátt fyrir oflæti mannfólksins en ekki vegna þess. Það er til fólk. Það er til fólk sem hvetur ekki til stríðs en hjálpar samt til við að reisa þjóðfélög upp úr rústunum. Það er til fólk sem flæðir um jörðina eins og vatn. Tært og jafnt, ávallt nálægt jörðu. Það er til fólk sem gefur skilyrðislaust og elskar skilyrðislaust og gerir það ekki í nafni neins. Það er til fólk hvers brjóst bærist aðeins í takt við gárur vatnsins. Það er til fólk sem á aldrei síðasta orðið en skilur þögnina sem kemur í kjölfarið. Það er til fólk sem streymir eins og áveita um hrjóstruga jörð. Það er til fólk, sem er ekki þögult, heldur þýtt. Söngur þess er alls staðar. Það er til fólk sem hótar ekki eða knýr áheyrendur sína til viðbragða með hálfkveðnum vísum eða stílbrögðum tungumálsins. Það er til fólk sem þráir ekki viðurkenningu og er ekki hrætt sjálft. Það er til svona fólk, og það er til fullt af því. Mér hefur sjaldan reynst jafn erfitt að ná utan um nokkuð í samfélaginu en einmitt þetta. Því þetta fólk hefur ekki nafn og það fylkir sér hvorki undir krossi, hálfmána né myllumerki. Það er bara til og það hefur alltaf verið til. Það er til fólk.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun