Aukið framboð grænmetisfæðis í skólum og stofnunum Reykjavíkurborgar Valgerður Árnadóttir skrifar 18. febrúar 2018 11:46 Það gleymist oft í umræðunni um umhverfisvænni borg að skoða þarf innkaup borgarinnar. Það hefur verið stefna í borginni að samræma matarinnkaup fyrir mötuneyti í skólum, leikskólum og á öðrum stofnunum og þá helst til að spara en taka mætti meira tillit til heilsu- og umhverfisþátta. Því fer þó fjarri að sparnaður felist í því að versla kjöt og mjólkurvörur og ætti borgin því að auka framboð á grænmetisfæði svo um munar en það er ekki einungis hagkvæmara heldur er mikill heilsufarslegur og umhverfis- ávinningur af því. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur hvatt ríki heims til að minnka neyslu dýraafurða verulega vegna heilsufars- og umhverfisþátta. Rannsóknir hafa sýnt að búfénaður í landbúnaði, sem samanstendur af nautgriparækt, svínarækt, sauðfjárrækt og kjúklingarækt, ber ábyrgð á 18 prósentum af allri losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum eða meira en samanlagðri losun allra vélknúinna ökutækja á jörðinni, sem nemur um 13 prósentum af heildarlosun. Tölfræðin byggir á gögnum frá Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna. Talið er að losun landbúnaðarins á gróðurhúsalofttegundum muni vaxa að óbreyttu um 80 prósent fyrir árið 2050. Nýlega birt úttekt sem verkfræðistofa gerði fyrir Samband garðyrkjubænda (SG) sýnir að kolefnis-spor íslensks grænmetis fer niður í 26% af því spori sem innflutt grænmeti skilur eftir sig. Að meðaltali getur verið nærri helmingsmunur á losun CO2 – íslenskri framleiðslu í hag. Í kjölfar Parísarsáttmálans sem undirritaður var í desember 2015 þegar ríki heims skuldbundu sig til að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda og setja fram aðgerðir og mæla árangur þeirra hafa mörg ríki tekið skref til umhverfisvænni neysluhátta. Þýskaland og Portúgal hafa m.a bannað neyslu kjöts á opinberum viðburðum á vegum ríkisins, Belgía hefur tekið rautt kjöt úr fæðuhringnum og sett í flokk með ruslfæði og Kanada mun á þessu ári gefa út nýjan fæðuhring, uppfærðan samkvæmt nýjustu rannsóknum vegna þrýstings frá sérfræðingum innan heilbrigðisstéttarinnar. Mun nýr fæðuhringur Kanada sérstaklega mæla með aukinni neyslu grænmetis, heilkorna og plöntupróteins. Talið er að mjólkurvörur og rautt kjöt verði ekki innan ramma hringsins frekar en hvítur sykur og sódíum og telst þetta með stærri skrefum sem vestrænt ríki hefur tekið í lýðheilsumálum. Landlæknisembætti Íslands varar við því á heimasíðu sinni að miðað við framleiðslutölur frá hagstofunni neyti Íslendingar rauðs kjöts í mun meiri mæli en ráðleggingar segja til um og hvetur til aukinnar neyslu plöntufæðis en þrátt fyrir það er fæðuhringurinn óbreyttur og Ísland eftirbátur flestra vestrænna þjóða í þessum málum og þar vil ég gjarna sjá úrbætur. Ég held að við séum öll sammála um að við viljum að börn okkar fái umfram allt heilsusamlegan mat á leikskólum og í skólum og á þeim stöðum sem sú innleiðing hefur þegar átt sér stað er mikil ánægja bæði meðal skjólstæðinga og starfsfólks. Mötuneyti í þjónustumiðstöðvum borgarinnar sem þjónusta bæði öryrkja og eldri borgara eru þar engin undantekning, það þarf að uppfæra matseðil samkvæmt ráðleggingum um lýðheilsu og umhverfismál. Ég mun beita mér fyrir því að Reykjavíkurborg uppfæri matarinnkaup á vegum borgarinnar samkvæmt umhverfisstefnu sinni og með tilliti til heilsufarslegra þátta ef ég kemst í borgarstjórn.Höfundur er innkaupastjóri og býður sig fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar Valgerður Árnadóttir Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það gleymist oft í umræðunni um umhverfisvænni borg að skoða þarf innkaup borgarinnar. Það hefur verið stefna í borginni að samræma matarinnkaup fyrir mötuneyti í skólum, leikskólum og á öðrum stofnunum og þá helst til að spara en taka mætti meira tillit til heilsu- og umhverfisþátta. Því fer þó fjarri að sparnaður felist í því að versla kjöt og mjólkurvörur og ætti borgin því að auka framboð á grænmetisfæði svo um munar en það er ekki einungis hagkvæmara heldur er mikill heilsufarslegur og umhverfis- ávinningur af því. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur hvatt ríki heims til að minnka neyslu dýraafurða verulega vegna heilsufars- og umhverfisþátta. Rannsóknir hafa sýnt að búfénaður í landbúnaði, sem samanstendur af nautgriparækt, svínarækt, sauðfjárrækt og kjúklingarækt, ber ábyrgð á 18 prósentum af allri losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum eða meira en samanlagðri losun allra vélknúinna ökutækja á jörðinni, sem nemur um 13 prósentum af heildarlosun. Tölfræðin byggir á gögnum frá Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna. Talið er að losun landbúnaðarins á gróðurhúsalofttegundum muni vaxa að óbreyttu um 80 prósent fyrir árið 2050. Nýlega birt úttekt sem verkfræðistofa gerði fyrir Samband garðyrkjubænda (SG) sýnir að kolefnis-spor íslensks grænmetis fer niður í 26% af því spori sem innflutt grænmeti skilur eftir sig. Að meðaltali getur verið nærri helmingsmunur á losun CO2 – íslenskri framleiðslu í hag. Í kjölfar Parísarsáttmálans sem undirritaður var í desember 2015 þegar ríki heims skuldbundu sig til að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda og setja fram aðgerðir og mæla árangur þeirra hafa mörg ríki tekið skref til umhverfisvænni neysluhátta. Þýskaland og Portúgal hafa m.a bannað neyslu kjöts á opinberum viðburðum á vegum ríkisins, Belgía hefur tekið rautt kjöt úr fæðuhringnum og sett í flokk með ruslfæði og Kanada mun á þessu ári gefa út nýjan fæðuhring, uppfærðan samkvæmt nýjustu rannsóknum vegna þrýstings frá sérfræðingum innan heilbrigðisstéttarinnar. Mun nýr fæðuhringur Kanada sérstaklega mæla með aukinni neyslu grænmetis, heilkorna og plöntupróteins. Talið er að mjólkurvörur og rautt kjöt verði ekki innan ramma hringsins frekar en hvítur sykur og sódíum og telst þetta með stærri skrefum sem vestrænt ríki hefur tekið í lýðheilsumálum. Landlæknisembætti Íslands varar við því á heimasíðu sinni að miðað við framleiðslutölur frá hagstofunni neyti Íslendingar rauðs kjöts í mun meiri mæli en ráðleggingar segja til um og hvetur til aukinnar neyslu plöntufæðis en þrátt fyrir það er fæðuhringurinn óbreyttur og Ísland eftirbátur flestra vestrænna þjóða í þessum málum og þar vil ég gjarna sjá úrbætur. Ég held að við séum öll sammála um að við viljum að börn okkar fái umfram allt heilsusamlegan mat á leikskólum og í skólum og á þeim stöðum sem sú innleiðing hefur þegar átt sér stað er mikil ánægja bæði meðal skjólstæðinga og starfsfólks. Mötuneyti í þjónustumiðstöðvum borgarinnar sem þjónusta bæði öryrkja og eldri borgara eru þar engin undantekning, það þarf að uppfæra matseðil samkvæmt ráðleggingum um lýðheilsu og umhverfismál. Ég mun beita mér fyrir því að Reykjavíkurborg uppfæri matarinnkaup á vegum borgarinnar samkvæmt umhverfisstefnu sinni og með tilliti til heilsufarslegra þátta ef ég kemst í borgarstjórn.Höfundur er innkaupastjóri og býður sig fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun