Stjórnarþingmenn reyna enn að breyta lögum um brottnám líffæra Heimir Már Pétursson skrifar 2. febrúar 2018 12:30 Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm. Ekki þyrfti lengur að liggja fyrir skriflegt samþykki látinna einstaklinga fyrir því að líffæri úr þeim verði notuð við lækningar á öðru fólki, ef frumvarp tveggja þingmanna Framsóknarflokksins nær fram að ganga á Alþingi. Nánasti vandamaður hins látna gæti þó lagst gegn líffæratöku. Framsóknarþingmennirnir Silja Dögg Gunnarsdóttir og Willum Þór Þórsson leggja frumvarpið fram og mælti Silja Dögg fyrir því á Alþingi í gær. „Nema má á brott líffæri eða lífræn efni úr líkama látins einstaklings til að nota við læknismeðferð annars annars einstaklings, hafi hinn látni verið sjálfráða og ekki lýst sig andvígan því og það er ekki af öðrum sökum talið brjóta í bága við vilja hans,“ sagði Silja Dögg í framsögu sinni á Alþingi í gær. Leggist nánasti vandamaður hins vegar gegn þessu mætti þó ekki nema líffæri á bott úr hinum látna. Löngin myndu taka gildi hinn 1. janúar á næsta ári en fram að gildistöku skuli velferðarráðuneytið kynna efni þess fyrir landsmönnum. Silja Dögg leggur frumvarpið nú fram í fimta sinn en áður hafði Sif Friðleifsdóttir fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins lagt frumvarpið fram í tvígang. „Í gildandi lögum um brottnám líffæra númber 16/1991 er miðað við að líffæri eða lífræn efni verði ekki numin brott úr líkama látins mannsnema fyrir liggi samþykki hans eða nánasta vandamanns hans fyrir því. Saman ber 1. og 2. málsgrein annarrar greinar laganna.,“ sagði Silja Dögg. Verði frumvarpið að lögum yrði þessu hins vegar snúið við og miðað við ætlað samþykki nema ástæða væri til að ætla annað. „Frumvarpinu til grundvallar að eðlilegra sé að gera ráð fyrir því að fólk vilji koma náunga í neyð til hjálpar með því að gefa líffæri og lífræn efni að sér látnum en ekki. Af þessum sökum sé eðlilegra að löggjöf endurspegli viðhorf um ætlað samþykki en ætlaða neitun vegna líffæragjafar,“ sagði Silja Dögg. Með frumvarpinu sé þó staðinn vörður umsjálfsákvörðunarrétt fólks um eigin líkama með því að gera óheimilt að nema á brott líffæri eða lífræn efni hafi einstaklingar lýst sig andvíga því eða brottnám talið vera í bága við vilja þeirra. Fólk gæti komið andstöðu sinni á framfæri við Landlæknisemættið hvað þetta varðar. Við ræðum þetta mál og fleiri við Silju Dögg í Víglínunni á Stöð 2 og Vísi í hádeginu á morgun, sem er í opinni dagskrá og beinni útsendingu frá klukkan 12:20. Alþingi Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Ekki þyrfti lengur að liggja fyrir skriflegt samþykki látinna einstaklinga fyrir því að líffæri úr þeim verði notuð við lækningar á öðru fólki, ef frumvarp tveggja þingmanna Framsóknarflokksins nær fram að ganga á Alþingi. Nánasti vandamaður hins látna gæti þó lagst gegn líffæratöku. Framsóknarþingmennirnir Silja Dögg Gunnarsdóttir og Willum Þór Þórsson leggja frumvarpið fram og mælti Silja Dögg fyrir því á Alþingi í gær. „Nema má á brott líffæri eða lífræn efni úr líkama látins einstaklings til að nota við læknismeðferð annars annars einstaklings, hafi hinn látni verið sjálfráða og ekki lýst sig andvígan því og það er ekki af öðrum sökum talið brjóta í bága við vilja hans,“ sagði Silja Dögg í framsögu sinni á Alþingi í gær. Leggist nánasti vandamaður hins vegar gegn þessu mætti þó ekki nema líffæri á bott úr hinum látna. Löngin myndu taka gildi hinn 1. janúar á næsta ári en fram að gildistöku skuli velferðarráðuneytið kynna efni þess fyrir landsmönnum. Silja Dögg leggur frumvarpið nú fram í fimta sinn en áður hafði Sif Friðleifsdóttir fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins lagt frumvarpið fram í tvígang. „Í gildandi lögum um brottnám líffæra númber 16/1991 er miðað við að líffæri eða lífræn efni verði ekki numin brott úr líkama látins mannsnema fyrir liggi samþykki hans eða nánasta vandamanns hans fyrir því. Saman ber 1. og 2. málsgrein annarrar greinar laganna.,“ sagði Silja Dögg. Verði frumvarpið að lögum yrði þessu hins vegar snúið við og miðað við ætlað samþykki nema ástæða væri til að ætla annað. „Frumvarpinu til grundvallar að eðlilegra sé að gera ráð fyrir því að fólk vilji koma náunga í neyð til hjálpar með því að gefa líffæri og lífræn efni að sér látnum en ekki. Af þessum sökum sé eðlilegra að löggjöf endurspegli viðhorf um ætlað samþykki en ætlaða neitun vegna líffæragjafar,“ sagði Silja Dögg. Með frumvarpinu sé þó staðinn vörður umsjálfsákvörðunarrétt fólks um eigin líkama með því að gera óheimilt að nema á brott líffæri eða lífræn efni hafi einstaklingar lýst sig andvíga því eða brottnám talið vera í bága við vilja þeirra. Fólk gæti komið andstöðu sinni á framfæri við Landlæknisemættið hvað þetta varðar. Við ræðum þetta mál og fleiri við Silju Dögg í Víglínunni á Stöð 2 og Vísi í hádeginu á morgun, sem er í opinni dagskrá og beinni útsendingu frá klukkan 12:20.
Alþingi Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira