Innlent

Verk­fall yfir­vofandi hjá flug­um­ferðar­stjórum og stór­bruni á Siglu­firði

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum fjöllum við um kjaradeilu flugumferðastjóra við íslenska ríkið. 

Félagsmenn samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta að ráðast í verkfallsaðgerðir á sunnudaginn kemur, með tilheyrandi röskun á flugumferð til og frá landinu. Við ræðum við formann félagsins og heyrum einnig í innviðaráðherra vegna málsins. 

Einnig fjöllum við um stórbruna í Fjallabyggð en í gærkvöldi brann stór skemma fyrirtækisins Primex. 

Að auki fjöllum við um ástandið á Gasa og ræðum við framvæmdastjóra Rauða krossins sem segir neyðarsöfnun fara vel af stað hér á landi. 

Í sportpakka dagsins verður landsleikurinn gegn Frökkum gerður upp og rýnt í möguleika landsliðsins í framhaldinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×