Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. október 2025 18:02 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, skilur hvorki upp né niður í umfjöllun bresku blaðanna. Vísir/Sigurjón Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, kveðst engan veginn skilja hvaðan breskir blaðamenn hafi fengið þær upplýsingar að ferðamannabólan á Íslandi væri sprungin og að fjöldi ferðamanna hafi dregist saman um ríflega sex prósent. Tölurnar standist enga skoðun og að hans mati sé um að ræða „furðufrétt.“ Það hafi ekki verið nein bóla til að byrja með, og hvað þá að hún sé sprungin. Morgunblaðið birti frétt í morgun þar sem fullyrðingar bresku blaðanna Telegraph og Daily Mail um fækkun ferðamanna á Íslandi eru hraktar. Fullyrt er í fréttum miðlanna, þar sem meðal annars er vísað til gjaldþrots Play, að ferðalangar hafi snúið baki við Íslandi og að samkvæmt íslenskum ferðamálayfirvöldum hafi fjöldi erlendra ferðamanna dregist saman um sex prósent. Í umfjöllun Morgunblaðsins er bent á, með vísan í tölur frá Ferðamálastofu, að fullyrðingarnar standast ekki skoðun. Blaðamaður hafi skrifað „bara eitthvað sem honum datt í hug“ Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, ræddi þennan óvenjulega fréttaflutning bresku blaðanna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Þegar ég sá þetta þá hugsaði ég nú bara eiginlega hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað sem honum dytti í hug. Það var augljóst strax þegar maður sá þetta að þarna var verið að fara rangt með tölur,“ segir Jóhannes. Hann hafi hvergi séð umræddar tölur, sem ráða má af umfjöllun Daily Mail að séu fengnar frá Ferðamálastofu. Þvert á móti sýni raunveruleg gögn fram á allt annað. „Ég hef hvergi séð það neins staða koma fram, enda þarf ekki annað en að fara í Mælaborð ferðaþjónustunnar til að sjá að líklega er fjöldinn á árinu frekar á pari við það sem var í fyrra og mögulega eitt eða tvö prósent upp,“ útskýrir Jóhannes. „Þetta er í rauninni bara einhver furðufrétt,“ vill hann meina. Þá sé þetta ekki í fyrsta sinn sem sami blaðamaður skrifi sambærilegar fréttir „algjörlega að ástæðulausu.“ Takmörkuð áhrif ef dreifingin er lítil Aðspurður segir hann að SAF, og einkum Íslandsstofa, fylgist vel með fréttaumfjöllun um Ísland sem áfangastað. Íslandsstofa sé að skoða dreifinguna á umræddum fréttum og meta hvort tilefni sé til að bregðast við með einhverjum hætti. Það komi þá í hlut Íslandsstofu og annarra aðila á þessum markaði. „Ég held að það sé alveg öruggt að það verður réttum skilaboðum komið til skila,“ segir Jóhannes. Erfitt sé að segja til um hvort fréttir af þessum toga hafi neikvæð áhrif eða fælingarmátt sem komi fram í fækkun ferðamanna. Jóhannes kveðst hafa takmarkaðar áhyggjur af einstökum fréttum á borð við þá sem birtist í Daily Mail, svo lengi sem þær fari ekki í mikla dreifingu. „Hættan er við svona fréttir að þær séu pikkaðar upp af alls konar öðrum miðlum, farnar að slæðast inn í alls konar ferðablogg og ferðamagasín hér og þar og verði þannig einhvers konar viðtekin sannindi, ef svo má segja, þótt að vitlaus séu. En við höfum nú ekki séð, alla vega ekki ennþá, að þetta sé eitthvað á þeirri leið,“ segir Jóhannes. Þrátt fyrir rangar upplýsingar sem settar eru fram í fréttinni segir Jóhannes hins vegar rétt að áhugi fyrir Íslandi á breskum markaði sé að dofna. Það sé hins vegar markaðsherferð í undirbúningi sem stendur til að beina að breskum markaði sérstaklega. Ferðaþjónusta Gjaldþrot Play Fjölmiðlar Bretland Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Morgunblaðið birti frétt í morgun þar sem fullyrðingar bresku blaðanna Telegraph og Daily Mail um fækkun ferðamanna á Íslandi eru hraktar. Fullyrt er í fréttum miðlanna, þar sem meðal annars er vísað til gjaldþrots Play, að ferðalangar hafi snúið baki við Íslandi og að samkvæmt íslenskum ferðamálayfirvöldum hafi fjöldi erlendra ferðamanna dregist saman um sex prósent. Í umfjöllun Morgunblaðsins er bent á, með vísan í tölur frá Ferðamálastofu, að fullyrðingarnar standast ekki skoðun. Blaðamaður hafi skrifað „bara eitthvað sem honum datt í hug“ Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, ræddi þennan óvenjulega fréttaflutning bresku blaðanna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Þegar ég sá þetta þá hugsaði ég nú bara eiginlega hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað sem honum dytti í hug. Það var augljóst strax þegar maður sá þetta að þarna var verið að fara rangt með tölur,“ segir Jóhannes. Hann hafi hvergi séð umræddar tölur, sem ráða má af umfjöllun Daily Mail að séu fengnar frá Ferðamálastofu. Þvert á móti sýni raunveruleg gögn fram á allt annað. „Ég hef hvergi séð það neins staða koma fram, enda þarf ekki annað en að fara í Mælaborð ferðaþjónustunnar til að sjá að líklega er fjöldinn á árinu frekar á pari við það sem var í fyrra og mögulega eitt eða tvö prósent upp,“ útskýrir Jóhannes. „Þetta er í rauninni bara einhver furðufrétt,“ vill hann meina. Þá sé þetta ekki í fyrsta sinn sem sami blaðamaður skrifi sambærilegar fréttir „algjörlega að ástæðulausu.“ Takmörkuð áhrif ef dreifingin er lítil Aðspurður segir hann að SAF, og einkum Íslandsstofa, fylgist vel með fréttaumfjöllun um Ísland sem áfangastað. Íslandsstofa sé að skoða dreifinguna á umræddum fréttum og meta hvort tilefni sé til að bregðast við með einhverjum hætti. Það komi þá í hlut Íslandsstofu og annarra aðila á þessum markaði. „Ég held að það sé alveg öruggt að það verður réttum skilaboðum komið til skila,“ segir Jóhannes. Erfitt sé að segja til um hvort fréttir af þessum toga hafi neikvæð áhrif eða fælingarmátt sem komi fram í fækkun ferðamanna. Jóhannes kveðst hafa takmarkaðar áhyggjur af einstökum fréttum á borð við þá sem birtist í Daily Mail, svo lengi sem þær fari ekki í mikla dreifingu. „Hættan er við svona fréttir að þær séu pikkaðar upp af alls konar öðrum miðlum, farnar að slæðast inn í alls konar ferðablogg og ferðamagasín hér og þar og verði þannig einhvers konar viðtekin sannindi, ef svo má segja, þótt að vitlaus séu. En við höfum nú ekki séð, alla vega ekki ennþá, að þetta sé eitthvað á þeirri leið,“ segir Jóhannes. Þrátt fyrir rangar upplýsingar sem settar eru fram í fréttinni segir Jóhannes hins vegar rétt að áhugi fyrir Íslandi á breskum markaði sé að dofna. Það sé hins vegar markaðsherferð í undirbúningi sem stendur til að beina að breskum markaði sérstaklega.
Ferðaþjónusta Gjaldþrot Play Fjölmiðlar Bretland Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira