Skotgrafarhernaður í Reykjavík Arnór Bragi Elvarsson skrifar 6. febrúar 2018 13:00 Þann 1. febrúar birtist á Vísi pistill eftir formann ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar í Reykjavík, sem ég mátti til með að svara. Pistillinn nefnist „Ekki fleiri hægri slys í Reykjavík“ þar sem höfundur virðist gera gys að umferðarslysi sem oddviti sjálfstæðismanna lenti í fyrir 12 árum síðan:„Góðar almenningssamgöngur eru einnig árangursríkur liður í því að fækka ökumönnum undir áhrifum áfengis, markmið sem Eyþór hlýtur að deila með mér og okkur öllum.“ Að mínu mati er þetta merkileg byrjun á kosningabaráttu Samfylkingarinnar í borginni og hlýtur að telja kjósendum trú um að búast megi við hreinskiptum stjórnmálum í borginni. Batnandi mönnum er best að lifa, og þess vegna skal ég líka leyfa höfundi að njóta vafans um að þetta hafi mögulega ekki verið meining hans. Höfundur skrifar um stefnu meirihlutans í skipulagsmálum í Reykjavík og meintan árangur í þeim efnum. Höfundur lofsamar verk núverandi meirihluta í Borginni með gífuryrðum og af fögnuði:„Það hefur verið hreint ótrúlegt að fylgjast með umbreytingum á Grandanum og í Hverfisgötu þar sem verslun og mannlíf blómstrar sem aldrei fyrr. Til stendur að reisa glæsilega byggð í Vogum, Skeifunni og Kringlu og langt komin er kærkomin uppbygging í kringum RÚV við Efstaleiti. “ Umrædd uppbygging og fyrirætluð byggð kemur of seint, og ekki eins og lofað var. Fyrir tveimur árum lofaði Borgarstjóri að byggja þúsund íbúðir fyrir efnaminna fólk í Reykjavík. Ég þori að fullyrða að meginþorri ungs fólks hefur ekki ráð á að kaupa sér þriggja herbergja íbúð í Efstaleiti á tæpar 60 milljónir. Meirihlutinn hefur brugðist ungum kjósendum með innantómum loforðum, sem er fast í foreldrahúsum og á í erfiðleikum með að koma þaki yfir höfuðið. Höfundur greinir það þó ágætlega að minnihlutinn hafi átt í erfiðleikum með að gagnrýna stefnu meirihlutans í samgöngumálum á síðastliðnu kjörtímabili. Sjálfum þætti mér erfitt að gagnrýna stefnu sem virðist hálfkláruð. Af hverju hefur þjónusta Strætó ekki verið bætt þar til nú? Af hverju hefur meirihlutinn frestað því að vinna á uppsafnaðri viðhaldsþörf vega, þvert á ráðleggingar sérfræðinga? Af hverju safnar meirihlutinn skuldum í borginni í miðju góðæri? Hvernig á Borgin að fjármagna skipulagsverkefni eins og Borgarlínu á raunhæfan hátt á meðan skólakerfið er fjársvelt? Hvernig ætlar meirihlutinn að stuðla að atvinnufrelsi ungra foreldra á meðan ekki fást leikskólapláss? Kjósendur krefjast svara við þessum spurningum og fleirum. En á sama tíma hefst kosningabaráttan á því að stjórnmálamenn leggi hvor öðrum orð í munn og hreyta í hvorn annan af virðingarleysi í stað þess að beina kröftum sínum að kjarna málsins: lífskjörum borgarbúa. Hernámi í Reykjavík lauk 1945, hvernig væri að segja skilið við skotgrafarhernað 2018?Höfundur er ungur sjálfstæðismaður og áhugamaður um hreinskipt stjórnmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þann 1. febrúar birtist á Vísi pistill eftir formann ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar í Reykjavík, sem ég mátti til með að svara. Pistillinn nefnist „Ekki fleiri hægri slys í Reykjavík“ þar sem höfundur virðist gera gys að umferðarslysi sem oddviti sjálfstæðismanna lenti í fyrir 12 árum síðan:„Góðar almenningssamgöngur eru einnig árangursríkur liður í því að fækka ökumönnum undir áhrifum áfengis, markmið sem Eyþór hlýtur að deila með mér og okkur öllum.“ Að mínu mati er þetta merkileg byrjun á kosningabaráttu Samfylkingarinnar í borginni og hlýtur að telja kjósendum trú um að búast megi við hreinskiptum stjórnmálum í borginni. Batnandi mönnum er best að lifa, og þess vegna skal ég líka leyfa höfundi að njóta vafans um að þetta hafi mögulega ekki verið meining hans. Höfundur skrifar um stefnu meirihlutans í skipulagsmálum í Reykjavík og meintan árangur í þeim efnum. Höfundur lofsamar verk núverandi meirihluta í Borginni með gífuryrðum og af fögnuði:„Það hefur verið hreint ótrúlegt að fylgjast með umbreytingum á Grandanum og í Hverfisgötu þar sem verslun og mannlíf blómstrar sem aldrei fyrr. Til stendur að reisa glæsilega byggð í Vogum, Skeifunni og Kringlu og langt komin er kærkomin uppbygging í kringum RÚV við Efstaleiti. “ Umrædd uppbygging og fyrirætluð byggð kemur of seint, og ekki eins og lofað var. Fyrir tveimur árum lofaði Borgarstjóri að byggja þúsund íbúðir fyrir efnaminna fólk í Reykjavík. Ég þori að fullyrða að meginþorri ungs fólks hefur ekki ráð á að kaupa sér þriggja herbergja íbúð í Efstaleiti á tæpar 60 milljónir. Meirihlutinn hefur brugðist ungum kjósendum með innantómum loforðum, sem er fast í foreldrahúsum og á í erfiðleikum með að koma þaki yfir höfuðið. Höfundur greinir það þó ágætlega að minnihlutinn hafi átt í erfiðleikum með að gagnrýna stefnu meirihlutans í samgöngumálum á síðastliðnu kjörtímabili. Sjálfum þætti mér erfitt að gagnrýna stefnu sem virðist hálfkláruð. Af hverju hefur þjónusta Strætó ekki verið bætt þar til nú? Af hverju hefur meirihlutinn frestað því að vinna á uppsafnaðri viðhaldsþörf vega, þvert á ráðleggingar sérfræðinga? Af hverju safnar meirihlutinn skuldum í borginni í miðju góðæri? Hvernig á Borgin að fjármagna skipulagsverkefni eins og Borgarlínu á raunhæfan hátt á meðan skólakerfið er fjársvelt? Hvernig ætlar meirihlutinn að stuðla að atvinnufrelsi ungra foreldra á meðan ekki fást leikskólapláss? Kjósendur krefjast svara við þessum spurningum og fleirum. En á sama tíma hefst kosningabaráttan á því að stjórnmálamenn leggi hvor öðrum orð í munn og hreyta í hvorn annan af virðingarleysi í stað þess að beina kröftum sínum að kjarna málsins: lífskjörum borgarbúa. Hernámi í Reykjavík lauk 1945, hvernig væri að segja skilið við skotgrafarhernað 2018?Höfundur er ungur sjálfstæðismaður og áhugamaður um hreinskipt stjórnmál.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar