Neyðarlög sett og dómarar handteknir Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. febrúar 2018 06:00 Abdulla Yameen, forseti Maldíveyja, er umdeildur. Vísir/AFP Maldíveyar Hermenn á Maldíveyjum handtóku í gær Abdulla Saeed, forseta hæstaréttar, og Ali Hameed hæstaréttardómara skömmu eftir að ríkisstjórn landsins lýsti yfir neyðarástandi í landinu. Þegar Fréttablaðið fór í prentun höfðu yfirvöld ekki greint frá því hvað dómararnir væru sakaðir um en handtökurnar voru heimilaðar með samþykkt neyðarlaga í gær. Lögin heimila hermönnum að handtaka fólk án heimildar og banna jafnframt fjöldasamkomur, til að mynda mótmæli. Talið er víst að handtökurnar tengist úrskurði hæstaréttar frá því í síðustu viku um að Abdulla Yameen forseta beri að sleppa stjórnarandstæðingum úr haldi. Þá komst hæstiréttur einnig að þeirri niðurstöðu að réttarhöld ársins 2015 yfir Mohamed Nasheed, fyrrverandi forseta, hefðu verið ólögleg. Þau réttarhöld höfðu Amnesty International og bandaríska utanríkisráðuneytið áður fordæmt. Sögðu samtökin meðal annars að réttarhöldin hefðu verið pólitísk en Nasheed var sakfelldur fyrir að hafa fyrirskipað handtöku Abdulla Mohamed dómara. Ríkislögreglustjóri Maldíveyja sagði í síðustu viku að hann ætlaði að framfylgja dómi hæstaréttar um að frelsa stjórnarandstæðinga. Ekki gafst þó tækifæri til þess þar sem ríkisstjórn Yameen rak hann sama dag. Hefur maldíveyska hernum nú verið gert að berjast á móti hvers kyns tilraun til að steypa Yameen af stóli.Valdarán Fyrrnefndur Nasheed sagði við BBC í gær að aðgerðir ríkisstjórnarinnar, meðal annars handtakan á fyrrverandi forsetanum Maumoon Abdul Gayoom, væru með öllu ólöglegar. Um valdarán væri að ræða. „Maldíveyingar hafa fengið nóg af þessari glæpsamlegu ógnarstjórn. Yameen forseti ætti að segja af sér.“ Árið 2016 sagði Nasheed að hann ætlaði að snúa aftur heim frá Bretlandi, þar sem hann er nú með pólitískt hæli, og bjóða sig fram til forseta. Þær kosningar munu fara fram síðar á árinu en óljóst er hvort nokkrir stjórnarandstæðingar muni geta boðið sig fram. Í gær óskaði hann eftir því á Twitter að Indverjar gripu inn í og sendu sendiboða í fylgd hermanna til eyjaklasans. Fyrir því er fordæmi en indverski herinn greip inn í árið 1988 og kom í veg fyrir valdaránstilraun.Þrengt að mannréttindum Frá því Yameen komst til valda árið 2013 hefur ríkisstjórn hans verið harðlega gagnrýnd fyrir takmörkun tjáningarfrelsis, handtökur stjórnarandstæðinga og afskipti af dómsvaldinu. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sagði í tilkynningu í gær að Bandaríkin stæðu með maldíveysku þjóðinni. Sagði ráðuneytið enn fremur að lögregla hefði brugðist dómstólum og að Yameen forseti hefði „fangelsað eða sent hvern einasta áberandi stjórnarandstæðing í útlegð“. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna var stuttorðara. Benti það á í tísti að heimurinn fylgdist nú með Maldíveyjum. Ríkisstjórnin og herinn yrðu að fylgja lögum og reglum og að ekki mætti skerða tjáningarfrelsi ríkisborgara. Maldíveyjar Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira
Maldíveyar Hermenn á Maldíveyjum handtóku í gær Abdulla Saeed, forseta hæstaréttar, og Ali Hameed hæstaréttardómara skömmu eftir að ríkisstjórn landsins lýsti yfir neyðarástandi í landinu. Þegar Fréttablaðið fór í prentun höfðu yfirvöld ekki greint frá því hvað dómararnir væru sakaðir um en handtökurnar voru heimilaðar með samþykkt neyðarlaga í gær. Lögin heimila hermönnum að handtaka fólk án heimildar og banna jafnframt fjöldasamkomur, til að mynda mótmæli. Talið er víst að handtökurnar tengist úrskurði hæstaréttar frá því í síðustu viku um að Abdulla Yameen forseta beri að sleppa stjórnarandstæðingum úr haldi. Þá komst hæstiréttur einnig að þeirri niðurstöðu að réttarhöld ársins 2015 yfir Mohamed Nasheed, fyrrverandi forseta, hefðu verið ólögleg. Þau réttarhöld höfðu Amnesty International og bandaríska utanríkisráðuneytið áður fordæmt. Sögðu samtökin meðal annars að réttarhöldin hefðu verið pólitísk en Nasheed var sakfelldur fyrir að hafa fyrirskipað handtöku Abdulla Mohamed dómara. Ríkislögreglustjóri Maldíveyja sagði í síðustu viku að hann ætlaði að framfylgja dómi hæstaréttar um að frelsa stjórnarandstæðinga. Ekki gafst þó tækifæri til þess þar sem ríkisstjórn Yameen rak hann sama dag. Hefur maldíveyska hernum nú verið gert að berjast á móti hvers kyns tilraun til að steypa Yameen af stóli.Valdarán Fyrrnefndur Nasheed sagði við BBC í gær að aðgerðir ríkisstjórnarinnar, meðal annars handtakan á fyrrverandi forsetanum Maumoon Abdul Gayoom, væru með öllu ólöglegar. Um valdarán væri að ræða. „Maldíveyingar hafa fengið nóg af þessari glæpsamlegu ógnarstjórn. Yameen forseti ætti að segja af sér.“ Árið 2016 sagði Nasheed að hann ætlaði að snúa aftur heim frá Bretlandi, þar sem hann er nú með pólitískt hæli, og bjóða sig fram til forseta. Þær kosningar munu fara fram síðar á árinu en óljóst er hvort nokkrir stjórnarandstæðingar muni geta boðið sig fram. Í gær óskaði hann eftir því á Twitter að Indverjar gripu inn í og sendu sendiboða í fylgd hermanna til eyjaklasans. Fyrir því er fordæmi en indverski herinn greip inn í árið 1988 og kom í veg fyrir valdaránstilraun.Þrengt að mannréttindum Frá því Yameen komst til valda árið 2013 hefur ríkisstjórn hans verið harðlega gagnrýnd fyrir takmörkun tjáningarfrelsis, handtökur stjórnarandstæðinga og afskipti af dómsvaldinu. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sagði í tilkynningu í gær að Bandaríkin stæðu með maldíveysku þjóðinni. Sagði ráðuneytið enn fremur að lögregla hefði brugðist dómstólum og að Yameen forseti hefði „fangelsað eða sent hvern einasta áberandi stjórnarandstæðing í útlegð“. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna var stuttorðara. Benti það á í tísti að heimurinn fylgdist nú með Maldíveyjum. Ríkisstjórnin og herinn yrðu að fylgja lögum og reglum og að ekki mætti skerða tjáningarfrelsi ríkisborgara.
Maldíveyjar Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira