Neyðarlög sett og dómarar handteknir Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. febrúar 2018 06:00 Abdulla Yameen, forseti Maldíveyja, er umdeildur. Vísir/AFP Maldíveyar Hermenn á Maldíveyjum handtóku í gær Abdulla Saeed, forseta hæstaréttar, og Ali Hameed hæstaréttardómara skömmu eftir að ríkisstjórn landsins lýsti yfir neyðarástandi í landinu. Þegar Fréttablaðið fór í prentun höfðu yfirvöld ekki greint frá því hvað dómararnir væru sakaðir um en handtökurnar voru heimilaðar með samþykkt neyðarlaga í gær. Lögin heimila hermönnum að handtaka fólk án heimildar og banna jafnframt fjöldasamkomur, til að mynda mótmæli. Talið er víst að handtökurnar tengist úrskurði hæstaréttar frá því í síðustu viku um að Abdulla Yameen forseta beri að sleppa stjórnarandstæðingum úr haldi. Þá komst hæstiréttur einnig að þeirri niðurstöðu að réttarhöld ársins 2015 yfir Mohamed Nasheed, fyrrverandi forseta, hefðu verið ólögleg. Þau réttarhöld höfðu Amnesty International og bandaríska utanríkisráðuneytið áður fordæmt. Sögðu samtökin meðal annars að réttarhöldin hefðu verið pólitísk en Nasheed var sakfelldur fyrir að hafa fyrirskipað handtöku Abdulla Mohamed dómara. Ríkislögreglustjóri Maldíveyja sagði í síðustu viku að hann ætlaði að framfylgja dómi hæstaréttar um að frelsa stjórnarandstæðinga. Ekki gafst þó tækifæri til þess þar sem ríkisstjórn Yameen rak hann sama dag. Hefur maldíveyska hernum nú verið gert að berjast á móti hvers kyns tilraun til að steypa Yameen af stóli.Valdarán Fyrrnefndur Nasheed sagði við BBC í gær að aðgerðir ríkisstjórnarinnar, meðal annars handtakan á fyrrverandi forsetanum Maumoon Abdul Gayoom, væru með öllu ólöglegar. Um valdarán væri að ræða. „Maldíveyingar hafa fengið nóg af þessari glæpsamlegu ógnarstjórn. Yameen forseti ætti að segja af sér.“ Árið 2016 sagði Nasheed að hann ætlaði að snúa aftur heim frá Bretlandi, þar sem hann er nú með pólitískt hæli, og bjóða sig fram til forseta. Þær kosningar munu fara fram síðar á árinu en óljóst er hvort nokkrir stjórnarandstæðingar muni geta boðið sig fram. Í gær óskaði hann eftir því á Twitter að Indverjar gripu inn í og sendu sendiboða í fylgd hermanna til eyjaklasans. Fyrir því er fordæmi en indverski herinn greip inn í árið 1988 og kom í veg fyrir valdaránstilraun.Þrengt að mannréttindum Frá því Yameen komst til valda árið 2013 hefur ríkisstjórn hans verið harðlega gagnrýnd fyrir takmörkun tjáningarfrelsis, handtökur stjórnarandstæðinga og afskipti af dómsvaldinu. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sagði í tilkynningu í gær að Bandaríkin stæðu með maldíveysku þjóðinni. Sagði ráðuneytið enn fremur að lögregla hefði brugðist dómstólum og að Yameen forseti hefði „fangelsað eða sent hvern einasta áberandi stjórnarandstæðing í útlegð“. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna var stuttorðara. Benti það á í tísti að heimurinn fylgdist nú með Maldíveyjum. Ríkisstjórnin og herinn yrðu að fylgja lögum og reglum og að ekki mætti skerða tjáningarfrelsi ríkisborgara. Maldíveyjar Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Sjá meira
Maldíveyar Hermenn á Maldíveyjum handtóku í gær Abdulla Saeed, forseta hæstaréttar, og Ali Hameed hæstaréttardómara skömmu eftir að ríkisstjórn landsins lýsti yfir neyðarástandi í landinu. Þegar Fréttablaðið fór í prentun höfðu yfirvöld ekki greint frá því hvað dómararnir væru sakaðir um en handtökurnar voru heimilaðar með samþykkt neyðarlaga í gær. Lögin heimila hermönnum að handtaka fólk án heimildar og banna jafnframt fjöldasamkomur, til að mynda mótmæli. Talið er víst að handtökurnar tengist úrskurði hæstaréttar frá því í síðustu viku um að Abdulla Yameen forseta beri að sleppa stjórnarandstæðingum úr haldi. Þá komst hæstiréttur einnig að þeirri niðurstöðu að réttarhöld ársins 2015 yfir Mohamed Nasheed, fyrrverandi forseta, hefðu verið ólögleg. Þau réttarhöld höfðu Amnesty International og bandaríska utanríkisráðuneytið áður fordæmt. Sögðu samtökin meðal annars að réttarhöldin hefðu verið pólitísk en Nasheed var sakfelldur fyrir að hafa fyrirskipað handtöku Abdulla Mohamed dómara. Ríkislögreglustjóri Maldíveyja sagði í síðustu viku að hann ætlaði að framfylgja dómi hæstaréttar um að frelsa stjórnarandstæðinga. Ekki gafst þó tækifæri til þess þar sem ríkisstjórn Yameen rak hann sama dag. Hefur maldíveyska hernum nú verið gert að berjast á móti hvers kyns tilraun til að steypa Yameen af stóli.Valdarán Fyrrnefndur Nasheed sagði við BBC í gær að aðgerðir ríkisstjórnarinnar, meðal annars handtakan á fyrrverandi forsetanum Maumoon Abdul Gayoom, væru með öllu ólöglegar. Um valdarán væri að ræða. „Maldíveyingar hafa fengið nóg af þessari glæpsamlegu ógnarstjórn. Yameen forseti ætti að segja af sér.“ Árið 2016 sagði Nasheed að hann ætlaði að snúa aftur heim frá Bretlandi, þar sem hann er nú með pólitískt hæli, og bjóða sig fram til forseta. Þær kosningar munu fara fram síðar á árinu en óljóst er hvort nokkrir stjórnarandstæðingar muni geta boðið sig fram. Í gær óskaði hann eftir því á Twitter að Indverjar gripu inn í og sendu sendiboða í fylgd hermanna til eyjaklasans. Fyrir því er fordæmi en indverski herinn greip inn í árið 1988 og kom í veg fyrir valdaránstilraun.Þrengt að mannréttindum Frá því Yameen komst til valda árið 2013 hefur ríkisstjórn hans verið harðlega gagnrýnd fyrir takmörkun tjáningarfrelsis, handtökur stjórnarandstæðinga og afskipti af dómsvaldinu. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sagði í tilkynningu í gær að Bandaríkin stæðu með maldíveysku þjóðinni. Sagði ráðuneytið enn fremur að lögregla hefði brugðist dómstólum og að Yameen forseti hefði „fangelsað eða sent hvern einasta áberandi stjórnarandstæðing í útlegð“. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna var stuttorðara. Benti það á í tísti að heimurinn fylgdist nú með Maldíveyjum. Ríkisstjórnin og herinn yrðu að fylgja lögum og reglum og að ekki mætti skerða tjáningarfrelsi ríkisborgara.
Maldíveyjar Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Sjá meira