Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. nóvember 2025 07:22 Maliya Abdul Hamid Hassan Ali heldur á mynd af bróður sínum sem tekin var í brúðkaupi hans. Bróðir hennar var drepinn í árásinni í Haditha árið 2005. Getty/Akram Saleh Gögn sem BBC hefur undir höndum virðast benda til þess að tveir bandarískir hermenn hafi játað að vera sekir um morð á almennum borgurum í Írak, án þess að hafa verið látnir svara til saka fyrir það. Morðin voru framin í Haditha árið 2005, þar sem bandarískir hermenn drápu 24 almenna borgara, þeirra á meðal fjórar konur og sex börn. Morðin voru framin á þremur heimilum auk þess sem skotið var á ökumann bifreiðar og fjóra farþega, sem allir voru námsmenn. „Þetta er herbergið þar sem öll fjölskyldan mín var drepin,“ segir Safa Younes, 33 ára, en hún var sú eina sem kom lífs af þegar hermenn réðust inn á heimili hennar. Faðir hennar var skotinn til bana þegar hann opnaði útidyrnar og móðir hennar, fimm systkini og frænka voru myrt í svefnherberginu. Safa komst lífs af með því að liggja kyrr innan um líkamsleifar fjölskyldumeðlima sinna og þykjast vera látin. Fjórir voru ákærðir í tengslum við morðin en þrjú málanna látin niður falla. Réttað var yfir liðsforingjanum Fran Wuterich árið 2012 en hann bar við minnisleysi, gerði sátt við ákæruvaldið og játaði á sig eitt brot sem fólst í því að hann hefði vanrækt skyldur sínar. BBC hefur nú myndskeið undir höndum þar sem einn liðsmanna Wuterich, Humberto Mendoza, játar að hafa skotið föður Safa og viðurkennir að hafa farið inn í svefnherbergið þar sem börnin voru. Þá leiddi rannsókn BBC í ljós að annar hermaður Stephen Tatum, hefði játað að hafa skotið á fólk í herberginu, vitandi að þar voru konur og börn. Hann hefði meðal annars skotið barn í hvítum stuttermabol. Réttarmeinafræðingurinn Michael Maloney, sem ferðaðist til Haditha árið 2006 í tengslum við rannsókn málsins, segir vitnisburð Mendoza og Tatum benda til þess að það hafi verið þeir sem myrtu fjölskyldu Safa. BBC leitaði til mannanna tveggja en Mendoza svaraði ekki og Tatum sagðist vilja skilja Haditha eftir í fortíðinni. Þrátt fyrir að Mendoza hefði játað að hafa drepið föður Safa og Tatum játað að hafa skotið á fólk á heimilinu, var hvorugur ákærður. Hér má finna ítarlega umfjöllun um málið. Bandaríkin Írak Hernaður Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Sjá meira
Morðin voru framin í Haditha árið 2005, þar sem bandarískir hermenn drápu 24 almenna borgara, þeirra á meðal fjórar konur og sex börn. Morðin voru framin á þremur heimilum auk þess sem skotið var á ökumann bifreiðar og fjóra farþega, sem allir voru námsmenn. „Þetta er herbergið þar sem öll fjölskyldan mín var drepin,“ segir Safa Younes, 33 ára, en hún var sú eina sem kom lífs af þegar hermenn réðust inn á heimili hennar. Faðir hennar var skotinn til bana þegar hann opnaði útidyrnar og móðir hennar, fimm systkini og frænka voru myrt í svefnherberginu. Safa komst lífs af með því að liggja kyrr innan um líkamsleifar fjölskyldumeðlima sinna og þykjast vera látin. Fjórir voru ákærðir í tengslum við morðin en þrjú málanna látin niður falla. Réttað var yfir liðsforingjanum Fran Wuterich árið 2012 en hann bar við minnisleysi, gerði sátt við ákæruvaldið og játaði á sig eitt brot sem fólst í því að hann hefði vanrækt skyldur sínar. BBC hefur nú myndskeið undir höndum þar sem einn liðsmanna Wuterich, Humberto Mendoza, játar að hafa skotið föður Safa og viðurkennir að hafa farið inn í svefnherbergið þar sem börnin voru. Þá leiddi rannsókn BBC í ljós að annar hermaður Stephen Tatum, hefði játað að hafa skotið á fólk í herberginu, vitandi að þar voru konur og börn. Hann hefði meðal annars skotið barn í hvítum stuttermabol. Réttarmeinafræðingurinn Michael Maloney, sem ferðaðist til Haditha árið 2006 í tengslum við rannsókn málsins, segir vitnisburð Mendoza og Tatum benda til þess að það hafi verið þeir sem myrtu fjölskyldu Safa. BBC leitaði til mannanna tveggja en Mendoza svaraði ekki og Tatum sagðist vilja skilja Haditha eftir í fortíðinni. Þrátt fyrir að Mendoza hefði játað að hafa drepið föður Safa og Tatum játað að hafa skotið á fólk á heimilinu, var hvorugur ákærður. Hér má finna ítarlega umfjöllun um málið.
Bandaríkin Írak Hernaður Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Sjá meira