Neyðarlög sett og dómarar handteknir Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. febrúar 2018 06:00 Abdulla Yameen, forseti Maldíveyja, er umdeildur. Vísir/AFP Maldíveyar Hermenn á Maldíveyjum handtóku í gær Abdulla Saeed, forseta hæstaréttar, og Ali Hameed hæstaréttardómara skömmu eftir að ríkisstjórn landsins lýsti yfir neyðarástandi í landinu. Þegar Fréttablaðið fór í prentun höfðu yfirvöld ekki greint frá því hvað dómararnir væru sakaðir um en handtökurnar voru heimilaðar með samþykkt neyðarlaga í gær. Lögin heimila hermönnum að handtaka fólk án heimildar og banna jafnframt fjöldasamkomur, til að mynda mótmæli. Talið er víst að handtökurnar tengist úrskurði hæstaréttar frá því í síðustu viku um að Abdulla Yameen forseta beri að sleppa stjórnarandstæðingum úr haldi. Þá komst hæstiréttur einnig að þeirri niðurstöðu að réttarhöld ársins 2015 yfir Mohamed Nasheed, fyrrverandi forseta, hefðu verið ólögleg. Þau réttarhöld höfðu Amnesty International og bandaríska utanríkisráðuneytið áður fordæmt. Sögðu samtökin meðal annars að réttarhöldin hefðu verið pólitísk en Nasheed var sakfelldur fyrir að hafa fyrirskipað handtöku Abdulla Mohamed dómara. Ríkislögreglustjóri Maldíveyja sagði í síðustu viku að hann ætlaði að framfylgja dómi hæstaréttar um að frelsa stjórnarandstæðinga. Ekki gafst þó tækifæri til þess þar sem ríkisstjórn Yameen rak hann sama dag. Hefur maldíveyska hernum nú verið gert að berjast á móti hvers kyns tilraun til að steypa Yameen af stóli.Valdarán Fyrrnefndur Nasheed sagði við BBC í gær að aðgerðir ríkisstjórnarinnar, meðal annars handtakan á fyrrverandi forsetanum Maumoon Abdul Gayoom, væru með öllu ólöglegar. Um valdarán væri að ræða. „Maldíveyingar hafa fengið nóg af þessari glæpsamlegu ógnarstjórn. Yameen forseti ætti að segja af sér.“ Árið 2016 sagði Nasheed að hann ætlaði að snúa aftur heim frá Bretlandi, þar sem hann er nú með pólitískt hæli, og bjóða sig fram til forseta. Þær kosningar munu fara fram síðar á árinu en óljóst er hvort nokkrir stjórnarandstæðingar muni geta boðið sig fram. Í gær óskaði hann eftir því á Twitter að Indverjar gripu inn í og sendu sendiboða í fylgd hermanna til eyjaklasans. Fyrir því er fordæmi en indverski herinn greip inn í árið 1988 og kom í veg fyrir valdaránstilraun.Þrengt að mannréttindum Frá því Yameen komst til valda árið 2013 hefur ríkisstjórn hans verið harðlega gagnrýnd fyrir takmörkun tjáningarfrelsis, handtökur stjórnarandstæðinga og afskipti af dómsvaldinu. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sagði í tilkynningu í gær að Bandaríkin stæðu með maldíveysku þjóðinni. Sagði ráðuneytið enn fremur að lögregla hefði brugðist dómstólum og að Yameen forseti hefði „fangelsað eða sent hvern einasta áberandi stjórnarandstæðing í útlegð“. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna var stuttorðara. Benti það á í tísti að heimurinn fylgdist nú með Maldíveyjum. Ríkisstjórnin og herinn yrðu að fylgja lögum og reglum og að ekki mætti skerða tjáningarfrelsi ríkisborgara. Maldíveyjar Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fleiri fréttir Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Sjá meira
Maldíveyar Hermenn á Maldíveyjum handtóku í gær Abdulla Saeed, forseta hæstaréttar, og Ali Hameed hæstaréttardómara skömmu eftir að ríkisstjórn landsins lýsti yfir neyðarástandi í landinu. Þegar Fréttablaðið fór í prentun höfðu yfirvöld ekki greint frá því hvað dómararnir væru sakaðir um en handtökurnar voru heimilaðar með samþykkt neyðarlaga í gær. Lögin heimila hermönnum að handtaka fólk án heimildar og banna jafnframt fjöldasamkomur, til að mynda mótmæli. Talið er víst að handtökurnar tengist úrskurði hæstaréttar frá því í síðustu viku um að Abdulla Yameen forseta beri að sleppa stjórnarandstæðingum úr haldi. Þá komst hæstiréttur einnig að þeirri niðurstöðu að réttarhöld ársins 2015 yfir Mohamed Nasheed, fyrrverandi forseta, hefðu verið ólögleg. Þau réttarhöld höfðu Amnesty International og bandaríska utanríkisráðuneytið áður fordæmt. Sögðu samtökin meðal annars að réttarhöldin hefðu verið pólitísk en Nasheed var sakfelldur fyrir að hafa fyrirskipað handtöku Abdulla Mohamed dómara. Ríkislögreglustjóri Maldíveyja sagði í síðustu viku að hann ætlaði að framfylgja dómi hæstaréttar um að frelsa stjórnarandstæðinga. Ekki gafst þó tækifæri til þess þar sem ríkisstjórn Yameen rak hann sama dag. Hefur maldíveyska hernum nú verið gert að berjast á móti hvers kyns tilraun til að steypa Yameen af stóli.Valdarán Fyrrnefndur Nasheed sagði við BBC í gær að aðgerðir ríkisstjórnarinnar, meðal annars handtakan á fyrrverandi forsetanum Maumoon Abdul Gayoom, væru með öllu ólöglegar. Um valdarán væri að ræða. „Maldíveyingar hafa fengið nóg af þessari glæpsamlegu ógnarstjórn. Yameen forseti ætti að segja af sér.“ Árið 2016 sagði Nasheed að hann ætlaði að snúa aftur heim frá Bretlandi, þar sem hann er nú með pólitískt hæli, og bjóða sig fram til forseta. Þær kosningar munu fara fram síðar á árinu en óljóst er hvort nokkrir stjórnarandstæðingar muni geta boðið sig fram. Í gær óskaði hann eftir því á Twitter að Indverjar gripu inn í og sendu sendiboða í fylgd hermanna til eyjaklasans. Fyrir því er fordæmi en indverski herinn greip inn í árið 1988 og kom í veg fyrir valdaránstilraun.Þrengt að mannréttindum Frá því Yameen komst til valda árið 2013 hefur ríkisstjórn hans verið harðlega gagnrýnd fyrir takmörkun tjáningarfrelsis, handtökur stjórnarandstæðinga og afskipti af dómsvaldinu. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sagði í tilkynningu í gær að Bandaríkin stæðu með maldíveysku þjóðinni. Sagði ráðuneytið enn fremur að lögregla hefði brugðist dómstólum og að Yameen forseti hefði „fangelsað eða sent hvern einasta áberandi stjórnarandstæðing í útlegð“. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna var stuttorðara. Benti það á í tísti að heimurinn fylgdist nú með Maldíveyjum. Ríkisstjórnin og herinn yrðu að fylgja lögum og reglum og að ekki mætti skerða tjáningarfrelsi ríkisborgara.
Maldíveyjar Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fleiri fréttir Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Sjá meira