Sátt um uppbyggingu stúdentagarða Ragna Sigurðardóttir skrifar 7. febrúar 2018 10:26 Síðastliðna mánuði hefur verið starfandi starfshópur á vegum Háskóla Íslands, Félagsstofnunar stúdenta, Reykjavíkurborgar og stúdenta um uppbyggingu stúdentaíbúða á háskólasvæðinu. Hópurinn tók til starfa í nóvember síðastliðnum í kjölfar umræðu um fyrirhugaða uppbyggingu stúdentaíbúða á reit Háskóla Íslands við Gamla Garð, sem er elsti stúdentagarður háskólasvæðisins. Gamli Garður var tekinn í notkun árið 1934. Garðurinn þjónustaði þá um 30% nemenda við Háskólann, en nemendur voru þá um 160 talsins. Tímarnir breytast og þarfir nemenda og samfélagsins líka - en í dag eru stúdentar við Háskóla Íslands tæplega 13.000. Kröfurnar sem við sem samfélag gerum til húsnæðis hefur á sama tíma breyst, hjólastólaaðgengi er orðin sjálfsögð krafa í uppbyggingu húsnæðis á vegum Félagsstofnunar stúdenta og Háskólans og jafnrétti til náms er orðið áþreifanlegra en áður. Nú, rúmum 80 árum síðar, hefur hins vegar um 9% stúdenta við Háskóla Íslands aðgengi að stúdentahúsnæði. Með auknum kröfum til húsnæðis og mikilli eftirspurn eftir húsnæði, sem fyrir marga er forsenda þess að stunda nám, er orðið ljóst að komið er að endurnýjun lífdaga sögufrægra bygginga eins og Gamla Garðs. Hjólastólaaðgengi þarf að laga á svæðinu, bæta þarf úr aðstöðu þeirra sem þar búa nú þegar og fjölga þarf kostnaðarminni úrræðum í húsnæði fyrir stúdenta. Búsetuformið á Gamla Garði felur í sér ódýrari leigu á eftirsóttu svæði sem lágmarkar þörf á óumhverfisvænum samgöngum. Einstaklingsherbergi fyrir stúdenta tryggir þar að auki góða nýtingu á lóðum Háskólans sem eru til þess ætlaðar að mæta brýnni þörf á húsnæði fyrir námsmenn. Það er því ánægjuefni að starfshópur Háskóla Íslands, Félagsstofnunar stúdenta, Reykjavíkurborgar og stúdenta, sem hafði það mikilvæga verkefni að tryggja sátt milli aðila um áformaða uppbyggingu við Gamla Garð, hafi skilað af sér niðurstöðu. Niðurstaðan var samkomulag, undirritað í gær af Félagsstofnun stúdenta og Háskóla Íslands, sem felur í sér uppbyggingu í sátt á reit Háskólans við Gamla Garð. Samkomulagið felur þar að auki í sér að vinna verði hafin strax við það að uppfylla annað samkomulag, dagsett 2. mars 2016, milli Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands um uppbyggingu allt að 400 stúdentaíbúða á háskólasvæðinu. Fagnaðarefni er að sú vinna sé komin á skrið og gert er ráð fyrir að niðurstaða úr henni liggi fyrir eigi síðar en 1. maí 2018. Í samkomulaginu segir jafnframt að hafin verði vinna við kortlagningu á enn fleiri uppbyggingarreitum fyrir stúdentaíbúðir umfram þær 400 sem eru áformaðar. Með störfum þessa starfshóps og undirritun samkomulags um uppbyggingu stúdentaíbúða er því stigið mikilvægt skref í átt að fjölgun stúdentaíbúða á háskólasvæðinu. Húsnæði er grunnforsenda þess að margir geti stundað nám við Háskóla Íslands og því er mikilvægt að þeirri vinnu sem hafin er verði hraðað eins og kostur er, og sátt ríki um uppbygginguna. Ragna Sigurðardóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands og fulltrúi stúdenta í starfshópi um uppbyggingu stúdentaíbúða við Gamla Garð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragna Sigurðardóttir Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Árni Sæberg Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðna mánuði hefur verið starfandi starfshópur á vegum Háskóla Íslands, Félagsstofnunar stúdenta, Reykjavíkurborgar og stúdenta um uppbyggingu stúdentaíbúða á háskólasvæðinu. Hópurinn tók til starfa í nóvember síðastliðnum í kjölfar umræðu um fyrirhugaða uppbyggingu stúdentaíbúða á reit Háskóla Íslands við Gamla Garð, sem er elsti stúdentagarður háskólasvæðisins. Gamli Garður var tekinn í notkun árið 1934. Garðurinn þjónustaði þá um 30% nemenda við Háskólann, en nemendur voru þá um 160 talsins. Tímarnir breytast og þarfir nemenda og samfélagsins líka - en í dag eru stúdentar við Háskóla Íslands tæplega 13.000. Kröfurnar sem við sem samfélag gerum til húsnæðis hefur á sama tíma breyst, hjólastólaaðgengi er orðin sjálfsögð krafa í uppbyggingu húsnæðis á vegum Félagsstofnunar stúdenta og Háskólans og jafnrétti til náms er orðið áþreifanlegra en áður. Nú, rúmum 80 árum síðar, hefur hins vegar um 9% stúdenta við Háskóla Íslands aðgengi að stúdentahúsnæði. Með auknum kröfum til húsnæðis og mikilli eftirspurn eftir húsnæði, sem fyrir marga er forsenda þess að stunda nám, er orðið ljóst að komið er að endurnýjun lífdaga sögufrægra bygginga eins og Gamla Garðs. Hjólastólaaðgengi þarf að laga á svæðinu, bæta þarf úr aðstöðu þeirra sem þar búa nú þegar og fjölga þarf kostnaðarminni úrræðum í húsnæði fyrir stúdenta. Búsetuformið á Gamla Garði felur í sér ódýrari leigu á eftirsóttu svæði sem lágmarkar þörf á óumhverfisvænum samgöngum. Einstaklingsherbergi fyrir stúdenta tryggir þar að auki góða nýtingu á lóðum Háskólans sem eru til þess ætlaðar að mæta brýnni þörf á húsnæði fyrir námsmenn. Það er því ánægjuefni að starfshópur Háskóla Íslands, Félagsstofnunar stúdenta, Reykjavíkurborgar og stúdenta, sem hafði það mikilvæga verkefni að tryggja sátt milli aðila um áformaða uppbyggingu við Gamla Garð, hafi skilað af sér niðurstöðu. Niðurstaðan var samkomulag, undirritað í gær af Félagsstofnun stúdenta og Háskóla Íslands, sem felur í sér uppbyggingu í sátt á reit Háskólans við Gamla Garð. Samkomulagið felur þar að auki í sér að vinna verði hafin strax við það að uppfylla annað samkomulag, dagsett 2. mars 2016, milli Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands um uppbyggingu allt að 400 stúdentaíbúða á háskólasvæðinu. Fagnaðarefni er að sú vinna sé komin á skrið og gert er ráð fyrir að niðurstaða úr henni liggi fyrir eigi síðar en 1. maí 2018. Í samkomulaginu segir jafnframt að hafin verði vinna við kortlagningu á enn fleiri uppbyggingarreitum fyrir stúdentaíbúðir umfram þær 400 sem eru áformaðar. Með störfum þessa starfshóps og undirritun samkomulags um uppbyggingu stúdentaíbúða er því stigið mikilvægt skref í átt að fjölgun stúdentaíbúða á háskólasvæðinu. Húsnæði er grunnforsenda þess að margir geti stundað nám við Háskóla Íslands og því er mikilvægt að þeirri vinnu sem hafin er verði hraðað eins og kostur er, og sátt ríki um uppbygginguna. Ragna Sigurðardóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands og fulltrúi stúdenta í starfshópi um uppbyggingu stúdentaíbúða við Gamla Garð
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun